Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1979, Side 64

Ægir - 01.03.1979, Side 64
NÝ FISKISKIP Gullfaxi SH 125 8. febrúar s.l. afhenti Skipasmíðastöðin Skipa- vík h.f. í Stykkishólmi nýtt 73 rúmlesta stál- fiskiskip, sem er nýsmíði nr. 19 hjá stöðinni og hlaut skipið nafnið Gullfaxi SH 125. Smíði skipsins var með þeim hœtti að smíði á skips- skrokki og yfirbyggingu fór fram hjá Dráttar- brautinni h.f. í Neskaupsstað, en siðan var skipið dregið til Stykkishólms, þar sem lokið var við skipið, þ.e. smíði innréttinga, niðurselningu á véla- og tœkjabúnaði o.fl. Eigandi skipsins er Kristinn Arnberg Sigurðsson Grundarfirði og er hann jafnframt skipstjóri á skipinu. Skipið er byggt úr stáli skv. reglum Siglinga- málastofnunar ríkisins. Skipið hefur eitt þilfar stafna á milli, lokaðan hvalbak að framan og yfirbyggingu og brú að aftan. Fimm vatnsþétt þil skipta skipinu undir þilfari í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu, geymslu fyrir veiðarfæri o.fl., en undir henni er botngeymir fyrir ferskvatn; fiskilest; vélarúm með brennsluolíugeymum í síðum; íbúðir aftur- skips (káeta) og aftast skuthylki fyrir brennslu- olíu og rúm fyrir stýrisvél. Aftast í geymslu eru keðjukassar. Fremst í hvalbak er geymsla og þar fyrir aftan íbúðir. Einnig er þar geymsla fyrir hlífðarföt. Byggt er yfir skut og gang b.b. megin, yfirbyggingin er úr áli, og er gangurinn ætlaður sem beituskýli, en undir skutskýlinu er línurennan. Mesta lengd .................. 22.30 m Lengd milli lóðlína .......... 18.40 m Breidd ........................ 5.20 m Dýpt að þilfari ............... 2.80 m Brennsluolíugeymar ............. 8.5 m3 Ferskvatnsgeymir ............... 2.5 m3 Rúmlestatala .................... 73 brl Skipaskrárnúmer ............... 1527 Aðalvél skipsins er frá GM, gerð 16V 71, 490 hö við 1800 sn/mín. Vélin tengist gír frá Twin Disc- gerð MG 527, niðurgírun 5.17:1, og skrúfu fra Propulsion, sem er 1400 mm að þvermáli, 4ra blaða og hefur fasta stigningu. Við aflúttak aðalvélar að framan tengist gegnum tengsli fra Twin Disc, gerð DC-01, vökvaþrýstidæla fra Denison, gerð TDCB 28-22-06, sem afkastar um 212 1/mín við 1200 sn/mín og 180 kp/cnv þrýsting. Dælan er fyrir vindur og krana. Hjálparvélar eru tvær frá GM, gerð 3-71, $5 hö við 1500 sn/mín. Við hvora vél tengist rafal' frá Stamford, 50 KVA 3x220 V, 50 Hz. Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Servi, ger^ PR-9c/HEL. Rafkerfi er 220 V riðstraumur. Vélarúm er loftræst með rafdrifnum blásara. íbúðir eru hitaðar upp með rafmagnsofnum og loftræstar með vélarúmsblásara. Tvö hrein- lætiskerfi, annað fyrir sjó en hitt fyrir ferskvatn. eru í skipinu. Kælivél er frá Tecumseh, gerð WFTL, afkös* 3000 kcal/klst við - I0°C/-/+25°C, kælimiðill er Freon 12. íbúðir eru samtals fyrir 11 menn. I hvalbak er klefi fyrir fjóra menn. í káetu eru tveir klcfar' í stjórnborði fyrir 4 menn en í bakborði fyr'r menn. í þilfarshúsi er eldhús, borðsalur, snyrtl' herbergi og íbúð skipstjóra, auk þess eru Þar stigagangar úr vélarúmi og káetu. íbúðir erl‘ einangraðar með plasthúðuðum spónaplötuni- 11 geymslu á matvælum er frystiskápur og kæliskápnr' Fiskilest er einangruð með polyurethan klædd með stálplötum. Lestarstoðir eru úr sta en stíu- og hilluborð úr áli. Lest er kæld me kælispírölum, samanlagt flatarmál þeirraer9.68m ■ Vindur skipsins eru vökvaknúnar (háþrýstl kerfi) frá Vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörm sonar hf. og eru þessar. Togvinda, gerð HHDL meö tveimur togtrom um, (197 mnV x 817 mnV x 595 mm), sem taka um 370 faðma af 2!4“ vír, löndunartromb1' fastri keðjuskífu og koppi. Vindan er knum Hagglund vökvamótor, gerð B 21, og er bú|n sjálfvirku vírastýri og fríhjólun. Togátak vinC*,- á miðja tromlu (508 mnV) er 4,3 t og tilsvaranú1 dráttarhraði 52 m/mín. Línuvinda er af gerðinni NH 200, togát*1 2 tonn, og er 'búin netaskífu og koppi. Bóm11 vinda er af gerðinni BH-100, togátak 1 tonn. 180 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.