Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1979, Blaðsíða 11

Ægir - 01.10.1979, Blaðsíða 11
Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar: Stjórn fiskveiða ^rein þessi er í aðalatriðum samhljóða erindi, Seni flutt var á fundi um stjórn fiskveiða, sem sJavarútvegsráðherra boðaði til að Laugarvatni 25- ágúst 1979. h Hvers vegna þarf opinber afskipti? Óheftur aðgangur að fiskimiðunum umhverfis ndið hefur lengi verið meginreglan í íslenzkum skveiðum. Á síðari árum hafa þó eins og alkunna ^ Ver>ð festar í lög og reglur ýmsar takmarkanir Þennan aðgang. Yfirleitt hefur hér verið um beinar akmarkanir á sókn að ræða, boð og bönn. Til- gangurinn hefur ýmist verið að vernda fiskstofna, ern taldir hafa verið í hættu, eða að vernda hags- Ur>i þeirra, sem veiðarnar stunda. Eitt gleggsta ®mið um fyrra tilfellið er bannið, sem sett var við eiðum úr íslenzka síldarstofninum, en útfærsla enzku fiskveiðilögsögunnar ætti að duga til e^mis um hið síðara. Oft fara þessar ástæður, það r fiskvernd og hagsmunavernd, auðvitað saman. . seinni tíð má í umræðum um stjórn fiskveiða ~re'na önnur rök fyrir opinberum afskiptum af l's^veiðum og sjávarútvegi yfirleitt. Frá efnahags- e8u sjónarmiði er þörfm fyrir opinber afskipti af Sjavarútveginum tvíþætt: 1) Þegar til lengdar lætur, leiðir óheft sókn til ofnýtingar fiskstofna vegna þess, að hver einstakur útvegsmaður skeytir ekki um áhrif eigin sóknar og afla á aflabrögð annarra. 2) Sveiflur í tekjum sjávarútvegs, sem er uppi- staðan í útflutningstekjum landsmanna, hafa ekki eingöngu áhrif á afkomuna í greininni sjálfri heldur einnig á allan þjóðarbúskapinn. Til þess að stuðla að jafnvægi og jöfnum framförum í hagkerf- inu er æskilegt að jafna þessar sveiflur. ^arflaust er að taka fram, að skoðanir manna eru nokkuð skiptar um bæði þessi atriði, en þó yfir- leitt ekki svo, að menn afneiti þeim algerlega. Ég ætla einkum að fara hér orðum um fyrri þáttinn af þeim, sem ég nefndi, það er hvernig stuðla eigi að hagkvæmri nýtingu nytjafiskstofnanna við landið. Því fer þó fjarri, að ég ætli að gera þessu máli fræðileg skil, heldur ætla ég aðeins að spjalla vítt og breitt um þær aðferðir, sem til greina koma við stjórn fiskveiða, um kosti þeirra og galla, án þess að af því verði dregnar sérstaklega ákveðnar niður- stöður. Ég mun þó reyna að varpa fram heillegri hugmynd til umræðu og athugunar. 2. Markmið fiskveiðistjórnar. Markmið fiskveiðistjórnar ætti að vera að veiða hverju sinni hæfilegt magn úr hverjum stofni með sem beztri stærðardreifingu aflans á sem ódýrastan hátt. Þetta kann að hljóma háleitt og vera má, að menn verði að sætta sig við eitthvað lægra en þenn- an hefðartind; en viðleitni verðum við að sýna. Fiskifræðilegri þekkingu hefur fleygt fram á undanförnum árum, en enn sem komið er er hún bundin við fáa fiskstofna og rannsóknirnar eru ennfremur bundnar við hvern stofn fyrir sig. Auð- vitað eru óviss og óþekkt atriði í þessum fræðum, en þá óvissu megum við ekki ævinlega meta okkur til hagsbóta. Enn hafa litlar rannsóknir farið fram á nýtingu margra fiskstofna saman frá fiskifræðilegu sjónar- miði. Að minni hyggju skortir þó meira á hitt, að menn hafi nægilega góða þekkingu á samhengi sóknar og kostnaðar og á efnahagslegum áhrifum mismunandi stjórnaraðgerða. Þar skortir mikið á, svo hægt sé að gefa nákvæmar forskriftir fyrir hlutunum. Hins vegar liggja nokkur mikilvæg atriði í augum uppi, og því ekki ástæða til ÆGIR — 583
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.