Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1979, Blaðsíða 38

Ægir - 01.10.1979, Blaðsíða 38
Auðunn Agústsson og Emil Ragnarsson: Þróun í gerð og búnaði flskiskipa 3. hluti (framhald úr 9. tbl.) Erindi flutt á ráðstefnu sem Verkfrceðingafélag íslands hélt um öflun sjávarfangs í mars sl. Þróun nótaveiðiskipa á áttunda áratugnum Nýbyggingar nótaveiðiskipa. Nýbyggingar nótaveiðiskipa lögð- usí' að sjálfsögðu niður þegar síldin hvarf hér við land. Eitt stórt nótaveiðiskip, byggt hjá Þorgeir & Ellert hf., var afhent árið 1969 (Helga Guðmunds- dóttir BA 77). Á árunum 1972 og 1973 voru fjögur nótaveiði- skip keypt notuð til landsins, eitt þeirra stórt tveggja þilfara skip, jafnframt búið til flotvörpuveiða (Börkur NK 122). í árslok 1974 og ársbyrjun 1975 komu fjögur ný nótaveiðiskip af hefðbundinni gerð, byggð erlendis. Það er ekki fyrr en á árunum 1977 og 1978 sem sérhæfð tveggja þilfara nóta- veiðiskip með flotvörpubúnað eru sérstaklega byggð fyrir ís- lendinga, og voru þá liðin rúm 10 ár frá því fyrsta, og jafn- framt eina tveggja þilfara nóta- veiðiskipið, hafði verið byggt fyrir íslendinga. Hér eru undan- skildir skuttogarar þeir, byggðir hér innanlands, sem jafnframt voru búnir til nótaveiða. Árið 1978 bættust þrjú stór nótaveiðiskip með flotvörpubúnað við flotann, öll byggð erlendis, tvö systurskip (Bjarni Ólafsson AK 70 og Grindvíkingur GK 606), með um 1720 t særými og Eldborg HF 13, með um 2900 t særými. Ef þessar nýbyggingar eru bornar saman við hinar hefð- bundnu nýbyggingar síðustu síld- aráranna, má sjá miklar breyt- ingar. Byggingarlag erfrábrugðið þar sem nýju skipin eru byggð með tvö heil þilför milli stafna, gafllaga skut, yfirbyggingu á tveimur eða þremur hæðum að aftan, tvo nótakassa (annan aft- ast á neðra þilfari) og flotvörpu- búnað á afturþilfari. Miklar breytingar hafa orðið á lestar- og lúgufyrirkomulagi, lestum skipt í hólf með föstum stálþilum og austurbúnaður fullkomnaður. Vindu- og þilfarsbúnaður hefur og breytzt og má þar nefna sér- staka brjóstlínuvindu, staðsett nálægt kraftblökkinni, en áður var koppur á línuvindu einkum notaður, vökvaknúna krana til að flytja fiskidælu o.fl., sérstakar slöngutromlur fyrir vökvaslöngur fiskidælna, vökvaknúnar hringa- nálar, auk þess sérstakar vindur (tromlur) fyrir togveiðar. Nú var allur vökvaknúinn búnaður drif- inn af háþrýstikerfi, sem var breyting frá því sem almennt var áður. Meginbreytingar á með- höndlun nótarinnar er að bætt var við snurpigálga rétt framan við kraftblökkina þannig að snurpihringir eru nú lásaðir frá við sjálfa kraftblökkina jafa' óðum og nótin er dregin inn, 1 stað þess að áður voru þeir l°s' aðir af vírnum frammá og hengd' ir á sérstakan vír sem strengdur var á milli snurpigálga og fest' ingar aftur við kraftblökk. Rett er að taka það fram, að breyt' ingar þær, sem raktar eru her að framan, á búnaði og fyrlfj komulagi, voru komnar fram 1 skipum, sem keypt höfðu ver| notuð til landsins og/eða V1 breytingar á nótaveiðiskipum 3 undanförnum árum. Mynd 22 sýnir fyrirkomulags' teikningu af Eldborgu HF 1^> stærsta nótaveiðiskipi Islending3 miðað við burðarmagn og rými. Mesta lengd er 59.0 nu breidd 12.0 m og dýpt að efra þilfari 7.85 m. Lestarými er sam* tals 1685 m3 og skipið mmllS 1314 brl., há mæling, sem kemur til af því að efra þilfar er mí ingaþilfar. Skipið er frábrugúi öðrum íslenzkum nótaveiðiskip um hvað varðar aðalvélar- aflkerfi, en í skipinu eru tv^r aðalvélar, 1600 hö hvor, sellJ tengjast einni skrúfu. Ennfrem er allur vélrænn búnaður á P1 fari, sem notaður er við veiða o.fl., svo sem vindur og blakkir, raf/vökvaknúinn aíl frá riðstraumsrafal KW), sem knúinn er af annan 610 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.