Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1979, Blaðsíða 13

Ægir - 01.10.1979, Blaðsíða 13
sfileg nýting næst. Aðstaðan hér á landi er að því ®yfi hajgstæð, að óskoruð yfirráð yfir 200 mílna ’skveiðilögsögu hafa fært okkur fyrsta skrefið í attina að samræmingu á afrakstursgetu nytjafisk- stofnanna og afkastagetu veiðanna á kostnað út- endinga. Áður en lengra er haldið er gagnlegt stiHa upp annarri skrá, í þetta sinn yfir verkfæri ■skveiðistjórnar, en þeim má eiginlega skipta í tVennt. Annars vegar eru aðgerðir, sem hafa áhrif a stærð fisksins, sem veiddur er, og hins vegar að- |erðir, sem hafa áhrif á sóknina í stofninn í heild. 8 mun hér einkum orðlengja um hið síðarnefnda. ra efnahagslegu sjónarmiði hefur fiskveiðistjórn, Sem beinist að því að hafa áhrif á stærðarsam- Setningu aflans, eingöngu gildi, ef það að hlífa SlT>áfiskinum eykur framtíðaraflavonina nægilega mjkið til þess að réttlæta biðina eftir meiri afla Se'nna. Þetta fer, sem kunnugt er, bæði eftir lra£ðilegum og efnahagslegum aðstæðum hverju Slnni og er ekki hægt að fullyrða um niðurstöðu ' e,Ú skipti fyrir öll út frá liffræðilegum vaxtar- erli einum saman. Hvaða tækjum hefur aðallega verið beitt og vaða tækjum má beita til að stjórna fiskveiðum? /'rfarandi yfirlit, sem því miður er nokkuð handa- 0 skennt, er tilraun til að gefa nokkra hugmynd málið, en auðvitað þarf fyrst að taka afstöðu 1 t>ess, hvort yfirleitt eigi að hlutast til um veið- arr>ar. Ef menn ákveða að láta skeika að sköpuðu, Part ekki frekar um að fást, en að því frágengnu 1113 telja upp eftirfarandi verkfœrifiskveiðistjórnar: 1.2. 1.3. Beinar takmarkanir, boð og bönn. fil- Reglur um gerð og magn veiðarfæra: Til fiasmis möskvastærð, hámarksnetafjöldi í sjó. Rcglur um hámarksstærð veiðiskipa til til- tekinna veiða. Lokun svæða: Til dæmis bann við veiðum á hrygningarslóð, tímabundin svæðislokun. •T Bann við veiðum á tilteknum tímabilum. Hámarksafli eða heildarkvóti fyrir afla úr stofni á vertíð, með eða án takmörkunar á aðgangi að veiðum: Til dæmis humarveiðar. •6- Hámarksafli eða kvóti á hvert veiðiskip, með eða án takmörkunar á aðgangi að veiðum, það er veiðileyfi án endurgjalds: Til dæmis hringnótaveiðar á síld á haustvertíð. •T Takmörkun á fjölda báta: Til dæmis rækju- 1 veiðar á nokkrum stöðum. Takmörkun á innflutningi og/eða nýsmíði veiðiskipa með banni. 2. Fjárhags- og/eða verðlagsaðgerðir, sem hvetja eða letja til sóknar. 2.1. Skattar á afla eða sókn í stofna, sem taldir eru ofnýttir. 2.2. Styrkir eða verðuppbætur á afla eða sókn í vannýtta stofna. 2.3. Sala leyfa til veiða með ákveðnum búnaði til hæstbjóðenda á uppboði. 2.4. Úthlutun leyfa til veiða með ákveðnum búnaði gegn föstu (vægu) gjaldi, sem síðan er heimilt að selja öðrum leyfishöfum (eða án takmörkunar). 2.5. Sala leyfa til veiða á ákveðnu magni á hvert skip til hæstbjóðanda á uppboði. 2.6. Úthlutun leyfa til veiða á ákveðnu magni á hvert skip gegn föstu (vægu) gjaldi, sem síðan er heimilt að selja öðrum leyfishöfum (eða án takmörkunar). 2.7. Fjármagnskjör fyrir nýsmíði. 2.8. Stuðningur til þess að taka óhagkvæm skip úr útgerð. 3. Fortölur og viljayfirlýsingar stjórnvalda: Treyst á sjálfviljuga eftirfylgd án framkvæmda- valds. 4. Þjóðnýting. Verkfærakistan er í fjórum hólfum. í því fyrsta er það, sem kunnuglegast er á þessu sviði, boð og bönn; í öðru eru skattar og veiðileyfasala. Þetta er hagfræðingahólfið. f þriðju skúffu eru frómar óskir og í þeirri fjórðu þjóðnýting, þar sem allt væri sett undir eina stjórn. Mér finnst auðveldast að stytta málið með því að taka þessa fjóra flokka fyrir í öfugri röð. Hvaða skoðanir, sem menn annars kunna að hafa á þjóðnýtingu, held ég, að fáar starfsgreinar séu verr til þess fallnar að lúta beinni miðstýringu en fiskveiðarnar. Framtaksemi einstaklinga og sjálfs- bjargarviðleitni í einstökum útgerðarstöðum út um allt land er driffjöður þessarar atvinnugreinar og þar með þjóðarbúsins. Þetta afl þarf að virkja þannig að það nýtist sem bezt. Það útilokar að mínum dómi þjóðnýtinguna eins og það orð er venjulega skilið. Þá komum við að því, hvort hægt sé að treysta á fórnarlund manna og sjálfsaga til þess að halda sig innan ákveðinna, yfirlýstra markmiða um afla, til dæmis 290 þúsund tonn af þorski á ári? Þetta held ég, að gangi aldrei. Menn verða helzt að sjá sér hag í því að lúta skynsamlegri stjórn, ÆGIR — 585
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.