Ægir - 01.10.1979, Blaðsíða 22
hjá Spánveijum, eða eitthvað annað er ekki vitað, en
allmiklar rannsóknir fara nú fram á þessari tegund
hér við land.
Ekki er vitað hvort þessi fækkun eldri dýra hér
við land hefur áhrif á heildarstofninn í Norður-
atlantshafi, en til öryggis hefur verið settur heildar-
kvóti á þessa tegund á þessu svæði og nemur hann
273 dýrum árið 1980, sem skiptist á milli íslendinga
og Spánverja í hlutfalli við veiði þeirra undanfarin
ár.
Fjórða tegundin sem hér veiðist er svo hrefnan
sem er minnst skíðishvalanna, en alls er kvótinn
320 dýr á svæðinu Jan Mayen-fsland-Austurgræn-
land og falla 200 í okkar hlut og 120 í hlut Norð-
manna.
Teknar hafa verið upp kerfisbundnar rannsóknir
okkar á hrefnu sem m.a. eru fólgnar í merkingum,
aldursákvörðunum, fæðurannsóknum o.fl. Ekki
eru sjáanleg nein merki þess að of mikið sé tekið
úr þessum stofni.
Ég nefndi í upphafi þessa spjalls að Alþjóða-
hvalveiðiráðið hefði um tíma brugðist skyldu sinni
að tryggja skynsamlega nýtingu hvalstofnanna, en á
sjöunda áratug þessarar aldar varð mikil breyting
á viðhorfum manna í þessum efnum. Á um-
hverfismálaráðstefnu S.Þ. í Stokkhólmi 1972 var
samþykkt tillaga um að banna alla hvalveiði í heim-
inum og Bandaríkjamenn lögðu fram samskonar
tillögur á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Ráðið hefur hinsvegar ávallt fellt tillöguna um
algjört hvalveiðibann og er það í samræmi við álit
vísindanefndarinnar að meta verði ástand hvers
stofns sérstaklega og þar hafa bandarískir vísinda-
menn oft gengið í berhögg við tillögur ríkisstjórnar
sinnar.
Á fundum vísindanefndarinnar eru á hverju ári
lagðar fram Qölmargar skýrslur um ástand hinna
einstöku hvalstofna í heiminum og gerir hún til-
lögur um kvóta fyrir alla þá stofna, sem enn eru
nytjaðir.
Það kemur örsjaldan fyrir að vísindanefndin
verði ekki sammála og að settar eru fram tvær
tillögur. Er ástæðan þá venjulega sú að hin vís-
indalegu gögn eru ekki talin nægjanleg. Þegar upp
kemur slík staða er lægri kvótinn yfirleitt alltaf
samþykktur í sjálfu ráðinu.
f grófum dráttum má segja að aðalreglan sem
farið er eftir í sambandi við stjórnun hvalveiða
í dag sé sú, að stofn sem er undir helmingi
af sinni upprunalegu stærð er alfriðaður. Hér má
geta þess að langreyðar- og sandreyðarstofnarnir
í Suðuríshafinu eru nú rétt undir þessum mörkuni’
Stofn sem er 60% af upprunalegri stærð sinni er
talinn nálægt þvi að geta gefið af sér varanlega11
hámarksafrakstur, en kvótinn er þó ekki settur
hærri en 90% af þeirri tölu, en það eru aðeins
nokkrir hundraðshlutar af stofnstærðinni. Að þvier
snertir stofna, sem eru á milli 50-60% uppruna
legrar stærðar þá er kvótinn smátt og smátt minnk'
aður niður í ekki neitt.
Við þekkjum þó ekki hina upprunalegu stser
langreyðarstofnsins við ísland, en hér er farið eftu
því ákvæði í reglunum, að leyfð skuli ákveðin vei 1
á stofnum, sem verið hafa stöðugir í langan timu-
gefið tiltölulega jafnan ársafla og ekki sýna meT .
um minnkun afla á sóknareiningu. Sama ákvæ
gildir einnig um sandreyðarveiðarnar við lslan
íslendingar tóku ekki verulegan þátt í störfuin
Alþjóðahvalveiðiráðsins fyrr en árið 1972, enda
beindist athygli þess fyrir þann tíma fyrst og frems
að ástandi hvalstofnanna í Suðuríshafinu. Löngu
fyrir þann tíma hafði stöðin í Hvalfirði sett ser
ákvæði um skynsamlega nýtingu þess hráefnis sern
land barst og voru ákveðnar reglur um þann fjöl
hvala er hver bátur mátti hafa með sér í land, s'u
og hámarkstíma frá því að fyrsta dýr var skoti
og því landað. Loftur heitinn Bjarnason, sem veitt*
stöðinni forstöðu í mörg ár, hafði náinn skilning3
nauðsyn þess að fara að öllu með gát og Kristja11
sonur hans, sem tók við af honum er sama sinnis-
Hér er um að ræða mjög athyglisverðan þátt í útgef
okkar sem okkur ber skylda til að stjórna 3
skynsemi og framsýni.
Sjálfur átti ég því láni að fagna að nema fis^1,
fræði í Noregi hjá þekktum hvalasérfræðinf1
prófessor Johanni Ruud, og vann við hvalarann
sóknir undir hans stjórn.
Frá því ég kom heim frá námi að stríðslokunl
hefi ég reynt að stuðla að því að við nytjulT1
þessi náttúruauðæfi okkar á skynsamlegan hátt-
Mér þykir vænt um þessi stærstu dýr jarðarinnaf’
en þrátt fyrir það get ég ekki fallist á röksenao11
þeirra hvalafriðunarmanna, sem halda því fram a
menn hafi ekki siðferðilegan rétt til að skjo*3
þessi dýr sér til viðurværis og bera þeir við að þaU
séu bæði gáfuð og háþróuð. Ekki skal ég bera á m°
því að sumar tegundir hvala er mjög næmar a a
læra ýmsar listir í fjölleikahúsum og er þar n
eingöngu um tannhvalstegundir að ræða svo se
háhyrninga og höfrunga. Sumir hlustenda minU
muna kannski eftir þeim sunnudagserindum, se
ég hélt um líffræði hvala fyrir mörgum árum síða°
594 — ÆGIR