Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1979, Blaðsíða 14

Ægir - 01.10.1979, Blaðsíða 14
og það sjá þeir ekki, ef sett er fram viljayfir- lýsing um eina hámarksaflatölu fyrir allt landið á árinu. Auðvitað keppast allir við að ná sem mestu í sinn hlut, áður en stöðvunarklukkan glymur - ef hún þá glymur. Hins vegar má alls ekki útiloka, að fortölur geti gert gagn, þegar óvaenta hluti ber að höndum, til dæmis, þegar aflahrotur valda því, að óunninn afli liggur undir skemmdum. Þá erum við komin að valinu á milli boða og banna annars vegar og skatta og veiðileyfasölu hins vegar. Hagfræðingar hafa af eðlilegum ástæðum jafnan lagt mikla áherzlu á stjórntæki, sem vinna fyrir tilstilli verðkerfisins, markaðs- kerfisins. Það er, þeir halda fram því að takmarka skuli aðgang að ofnýttri auðlind með því að verð- leggja hana, hvort sem það er gert með skatt- lagningu eða sölu leyfa. Á pappírnum geta fræði- legu rökin fyrir skattlagningu sem stjórntæki verði sannfærandi, en sá grunur læðist jafnvel að hag- fræðingnum, að ekki væru öll vandamál fiskveið- anna leyst, þótt á væri lagður svokallaður „auð- lindaskattur“. Ég sný mér þó fyrst að boðum og bönnum. 4. Efnahagsleg áhrif boða og banna. Mér gefst auðvitað ekki tími til að tíunda hvert atriði á verkfæralistanum, sem ég fór yfir áðan, og stikla því á stóru. Lokun svæða, tímabundin veiði- bönn og heildarkvótar hafa að ýmsu leyti svipuð efnahagsleg áhrif. Svæðalokun og tímabundin veiðibönn eru reyndar oft hugsuð sem óbein leið að heildarkvóta. Hvort slíkar ráðstafanir gera gagn, fer algjörlega eftir því, hvort verkefni fást fyrir menn og skip við annað á banntímanum, eða eftir að kvóta er náð, og hvort varanleg aflaaukning hlýzt af sóknarminnkuninni. Hins vegar er það alkunna, að margskonar óhagkvæmni hlýzt af því, að hver og einn reynir að bjarga sér sem bezt hann getur með tilliti til veiðitakmarkana. Óeðlilegar sveiflur verða í aflamagni, þegar veiði- tímabil er að renna út. Hrotum fylgja skemmdir á afla, skip eru byggð eða þeim breytt eftir reglunum, en ekki eftir raunverulegri hagkvæmni og svo framvegis. Tímabilsbönnin hér á landi undanfarin ár hafa án efa haft áhrif af þessu tagi og ef til vill valdið því, að afli spillist til vinnslu. Óheftur aðgangur að fiskstofnum leiðir til meiri sóknar en hagkvæmt er með tilliti til heildarhagsmuna. Þetta byggist þó ekki á því, að hver einstök útgerð sé illa rekin, heldur því að of margir verða um hituna, þegar ekki er goldið verð fyrir aðgang að auðlindinni. Sé hins vegar leyfður ótakmarkaður aðgangur að hámarkskvóta getut kostnaður hjá einstökum útgerðarmönnum við a spila á kerfið komið til sögunnar. Þetta getur veri hálfu verra. Kostur heildarkvótakerfis er auðvitað hversuein- falt það er, og náttúrlega líka, að aflamagni sem að er stefnt, ætti að nást nákvæmlega. Verndar- sjónarmið nær því fram að ganga en hagkvæmm ekki. Þó er hætt við, að misbrestur gæti einnig orðið á fiskverndun, ef menn smeygja sér framhjn aflamörkum með því að henda smælki úr aflanum og hirða einungis hluta af því, sem þeir dragn- Sé heildarkvóta hins vegar skipt á skip og aðgangur jafnframt takmarkaður, geta náðst hagkvæmarl lausnir, en þá rísa margvíslegar nýjar spurningar og vandamál. Hverjir fá leyfi og hve rúm? Þar me er tekju- og eignarskiptingarvandinn beinlmis kominn í spilið. Eitt vandamálið er, að sé skipr jafnt milli „sams konar skipa“, fá yfirburðir afla- manna ekki að njóta sín. Aflavonin og kappið a gera betur en aðrir er snar þáttur í fiskveiðum- Þennan hvata má ekki lama. Eigi að bæta úr a þessu leyti, verður kerfið flóknara og vandinn vi úthlutun leyfanna vex. Bein takmörkun á fjölda skipa, sem taka þáh 1 veiðunum, annað hvort beinlínis með leyfum (an þess að aflamagn sé tilgreint) eða með því að banna nýsmíði, er hugsanleg leið til þess að auka afla 3 sóknareiningu, en hætt er við að hún hafi ýmlS konar óæskileg áhrif. Slíkt bann hlýtur að valda stöðnun í útgerðinni. Óeðlilega lengi verður lapPu° upp á gömul skip. Bann við notkun afkastamiku a veiðarfæra er sama marki brennt. Burt séð ir möskvastærðarákvæðum til verndar á smáfiski eru takmarkanir á veiðarfæranotkun einungis til ÞeSS fallnar að gera veiðarnar dýrari en ekki ódýrarl- Spurningin ætti ekki að vera í hvers konar veiðar færi aflinn er tekinn, heldur hversu mikið er tek1 og með hvaða kostnaði. Allt er þetta gamalkunnug og þarf að vega og meta á móti fiskverndar ávinningnum af því að takmarka sókn með boði o banni. Auk gallanna, sem eru á boðum og bönnu11’ frá efnahagslegu sjónarmiði - það er að þau auka y11 leitt á kostnað við sókn fremur en minnka hann hefur reynslan af beitingu svæða- og tímaban hér við land verið sú, að ekki hefur tekizt að ha aflanum innan settra marka. Þau virðast því na 586 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.