Ægir - 01.10.1979, Blaðsíða 12
að bíða eftir frekari rannsóknum með að hefjast
handa við að takmarka sókn í ofnýtta fiskstofna,
þar sem of miklu er til kostað. Útvegsmenn hafa
lengi talað um „verkefnaskort“ fyrir flotann á
ákveðnum árstímum. Þetta er önnur aðferð við að
segja að flotinn sé of stór, fiskstofnar ofnýttir.
En hvernig á að ákveða hvað sé hæfilegt afla-
magn?
Ég tel heppilegast á núverandi þekkingarstigi að
ganga út frá niðurstöðum fiskifræðinga um leyfi-
legan hámarksafla fyrir hvern stofn á hverjum
tíma. Niðurstöður hinna fiskifróðu fyrir stofna, sem
taldir væru ofnýttir ætti síðan að skoða í ljósi
niðurstaðna af líkantilraunum af því hvernig eigi
að nálgast hagkvæmasta sókn og þar með afla frá
ári til árs, áður en hámarksaflamarkið er sett
fyrir hverja vertíð eða ár. En slíkar rannsóknir
duga þó ekki til annars, - að minnsta kosti
ekki enn sem komið er - en að hafa til hlið-
sjónar við mat, sem á endanum er óvissu háð og
brjóstvitið verður að ráða að nokkru. Að gefnu
aflahámarki, sem oft getur verið álitamál hvar setja
skuli, þarf að velja stjórnaraðferðir, sem stuðlað
gætu að því að ná þessum afla með sem minnstum
kostnaði. Þetta val er vandasamt. Til þessa stjórn-
kerfis eru gerðar margvíslegar kröfur. í bók banda-
ríska hagfræðingsins Lee G. Andersons um hag-
fræði fiskveiðistjórnar telur hann upp fimm próf-
steina á fiskveiðistjórnaraðferðir, sem hann telurað
verði helzt að vera þannig úr garði gerðar, að:
1) Þær hvetji fremur en letji til nýjunga og til-
rauna með nýjar og hagkvæmari veiðiaðferðir.
2) Þær séu nægilega sveigjanlegar til þess að
bregðast fljótt og rétt við breytingum á efna-
hagslegum og líffræðilegum skilyrðum.
3) Ákjósanlegast væri, að þær nytu stuðnings
þeirra, sem við þær eiga beinlínis að búa, það er
sjómanna, útvegsmanna ogfiskvinnslumanna.
4) Tekið sé fullt tillit til þess kostnaðar, sem
stjórninni fylgir, að því er varðar rannsóknir,
eftirlit, samninga við aðila og breytingar á
rekstri. Þessi kostnaður verður að vera minni
en ávinningurinn af stjórninni.
5) Tekið sé tillit til áhrifa stjórnaraðgerða á at-
vinnu og á skiptingu tekna og eigna.
Við þessa gagnlegu upptalningu Andersons má
bæta sérstaklega við íslenzkar aðstæður, að:
6) Tekið sé tillit til áhrifa stjórnar á útflutningS'
tekjur og greiðslujöfnuð gagnvart útlöndum-
7) Tekið sé tillit til byggðasjónarmiða.
Ég held að síðast en ekki sízt mætti einnig nefna,
að stjórnaraðferðin þyrfti að vera þannig, að sjálfs'
ákvörðunarréttur og athafnafrelsi einstakra manna,
sem útveginn stunda, sé varðveittur eftir því sem
frekast er kostur innan heildartakmarkana.
Þetta er orðinn langur listi og menn gefa atriðun-
um auðvitað misjafna vigt. En það er nauðsynleg1
að líta til allra þessara atriða, ef finna á farsaelar
og færar leiðir til skynsamlegrar fiskveiðistjórnar-
Ég ætla hér á eftir að fara nokkrum orðum um
helztu aðferðir, sem notaðar eru eða til grema
kæmu til þess að hafa áhrif á fiskveiðar af háliu
hins opinbera. Tímans vegna verður farið fljótt y*1
sögu, en vonandi gefin vísbending um það, hvermg
nokkrum aðferðum við fiskveiðistjórn reiðir af 1
þessu sjögreina prófi.
3. Aðferðir til að stjórna fiskveiðum.
Frá efnahagslegu sjónarmiði ætti stjórn fiskveiða
að valda tilfærslu á framleiðsluöflum frá því hor n
sem á hefur komizt við óheftan aðgang, til þesS
horfs, sem talið er að færi þjóðarbúinu mestan
arð af fiskveiðum til lengdar. En hvernig á að sam
ræma þetta sjónarmið hagsmunum einstakra aðila,
sem útveginn stunda? Hér koma ekki sízt við sögu
atvinnuöryggissjónarmið. Því hér er ekki vélað um
dauða hluti heldur lífsframfæri fólksins í sjávar
plássunum. Það er ekki hægt að afgreiða þann
vanda, sem að þessu fólki getur steðjað vegna
breyttrar fiskveiðistefnu, með því að segja einfa
lega að úr megi bæta eftir á. Harkaleg takmörkun
sóknar væri breyting á leikreglum í miðjum lel ^
sem ekki er von að menn taki þegjandi. Þetta
vandinn. Einkum þar sem stjórnaraðferðin
yfirleitt í sér, að minnsta kosti fyrsta kastið, sam
drátt í sókn í þær tegundir, sem helzt hafa verl
nýttar.
Þannig er til að mynda ágreiningslaust, að ko,sin^.
aður við sóknina í íslenzka síldarstofninn se
mikill. Líkt er farið um þorskstofninn, þótt P
sé nokkur ágreiningur. Fiskveiðistjórnin ætti
ekki eingöngu að beinast að því að draga ur so
i ofnýtta stofna, heldur einnig að því að be>
sóknarmættinum að þeim stofnum, sem vann- ,,
kunna að vera eða eru alls ekki nýttir. Þar er v
fangsefnið að sjá til þess, að í þá sé sótt, þar
584 — ÆGIR