Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1980, Page 10

Ægir - 01.06.1980, Page 10
Veðráttan, hafið og hafisinn Svend-Aage Malmberg, haffræðingur: Ástand sjávar og hafis við Island Inngangur Efni þessarar greinar er um ástand sjávar í hafinu fyrir norðan ísland - ís- landshafi (1) - nánar til- tekið í hafinu milli ís- lands, Grænlands og Jan Mayen - og tengsl þessa ástands við útbreiðslu haf- íss á hinu sama hafi. Höf- undur hefur áður fjallað um þetta efni í nokkrum greinum (2, 3, 4, 5). Athyglin beinist sem fyrr fyrst og fremst að hinum kalda Austur-íslandsstraumi og þá hér sérstaklega að sjórannsóknum síðan 1970 til að athuga, að hve miklu leyti áður gefnar forsendur og hugmyndir um orsakasambönd, þ.e. einfaldlega fyrri niðurstöður, standist próf reynsl- unnar. Gögn og fyrri niðurstöður Rannsóknir þær, sem fjallað verður um í þessari grein, voru fyrst gerðar (5) þegar sýnt þótti, að veru- legar sviptingar höfðu orðið á ástandi sjávar í Austur-íslandsstraumi og víðar á norðurmiðum vorið 1965 miðað við fyrri ár aftur til 1948-1949. (Sjá myndir og töflur í (10)). Allar fáanlegar mælingar á hitastigi og seltu sjávar, sem gerðar hafa verið á afmörkuðu svæði í Austur-íslandsstraumi (1. mynd), voru teknar til athugunar. Meginniðurstöður voru, að aukinn hlutur pólsjávar að vorlagi í Austur-íslandsstraumi eftir 1964 miðað við fyrri ár (2. mynd) var í góðu samræmi við útbreiðslu hafíssins fyrir norðan og austan land (6). Eðlislæg skýring var gefin á stað- háttum. Það var tiltölulega lág selta - minni en 34.7 " <>o - í yfirborðslögum Austur-íslands- straums, sem jók lagskiptinguna til muna, en lag' skipting sjávar af völdum seltu ræður úrslitum um. hvort sjórinn fái kólnað niður að mínus 1.8°, sem er frostmark hans. Þessar niðurstöður byggðust á júm athugunum í Austur-íslandsstraumi fram að 1968. Þær leiddu hugann að vetrarástandinu og þá að þvi. hvort ástand sjávar að vetri í straumnum væri e.t.v- skýringin á hugsanlegri hafískomu að ströndum íslands næsta vor. Rannsóknir í febrúar 1969 a umræddri slóð leiddu í ljós, að nýísmyndun gat átt sér stað í Austur-íslandsstraumi við nægilegnn loftkulda (4). Jafnframt voru aðstásður fyrir hafis- sem reka kynni inn á svæðið, hagstæðar ísnum- Hafísinn var líka með mesta móti við strendur landsins vorið 1969 og ástand sjávar að vori 1969 1. mynd. Á afmarkaða svæðinu milli íslands og Jan Mayen hafa a^ fáanlegar samsvarandi mælingar á hitastigi og seltu sjávarins á arU!\ j 1948 1980 verið teknar til athugunar. allt frá yfirborði niður á 500 m > ^ Reiturinn er á áhrifasvæði Austur íslandsstraums (I). Tlu’ n-^(. between lceland ancl Jan Mayen from where all availahle hydrop^^.^ observations in 1948-1980 were stncliecl. The current system is acc°rl to (I). 314 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.