Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1980, Page 30

Ægir - 01.06.1980, Page 30
Orkuspárnefnd hefur nýverið sent frá sér skýrslu, þar sem gerð er spá um olíueyðslu landsmanna á næstu tveimur áratugum. Hluti þessarar skýrslu er spá um olíunotkun íslenska fiskiskipaflotans fyrir þetta tímabil og er þar gert ráð fyrir að hlutfall svartolíu aukist hjá loðnu- og togaraflotanum úr 49% nú, í 80% um aldamót. Ef ýmsar aðrar áætlanir sem raktar eru í greinargerðinni fara eftir, þá mun olíunotkun fiskiskipaflotans verða eftirfarandi: (Tölur í þúsundum tonna.) Ár Gasolia Svartolía Samtals 1978 138,6 13,0 151,6 1980 108,0 55,0 163,0 1985 93,0 63,0 156,0 1990 80,0 68,0 148,0 1995 74,0 75,0 149,0 2000 68,0 81,0 149,0 liggja fyrir um 300 umsóknir hjá stjórnvöldum- Vegna hins góða árangurs sem náðst hefur í eldi a silungi og laxi, hefur áhugi vísindamanna beinst i auknum mæli að fiskeldi sjávarfiska og þá fyrst og fremst þorsksins. Fram til þessa hafa norskar haf- rannsóknir nær eingöngu snúist um að fylgjast meó lífinu í sjónum, en vegna hins geigvænlega vanda sem upp hefur komið á síðari árum, þegar aðal- nytjafiskstofnar landsmanna fara síminnkandi, stórsíldarstofninn hruninn og fleiri liggur við hrum- hefur áhugi manna aukist mjög fyrir að reyna að hjálpa náttúrunni að viðhalda þessum fiskstofnum og auka viðkomu þeirra eftir fremsta megni. Norska hafrannsóknastofnunin hefur nú snúið sér að þess- um málum og sem miðstöð fyrir þessar rannsókmr hefur eyjan Austevoll fyrir utan Bergen verið valin, en frá fornu fari hefur eyja þessi verið byggð fiskimönnum og er gert ráð fyrir að í fram- tíðinni muni flestir þeirra leggja stund á fiskeldis- störf. Vísindamenn þeir sem á Austevoll starfa eru að kljást við hin ýmsu leyndarmál þorsksins, og þegar tekist hefur að upplýsa þau öll, verður hafis1 handa við að endurreisa norska þorskstofninn og gera hann aftur að þeim sterka stofni sem hann einu sinni var. Er stefnt að því að finna upp aðferð við þorskseiðaeldið sem er ódýr og það tækm- lega einföld að almenningur geti beitt henni. Gert er ráð fyrir a.m.k. 5-10 ár muni líða áður en árangut hefur náðst á þessu sviði. Sem stendur er aðal- áherslan lögð á að fynna upp örugga og hagkvæma aðferð við að frjóvga þorskhrogn og í framhald’ af því að hjálpa seiðunum á frumskeiði lífs þeirra- en þá eru hin náttúrlegu afföll gífurlegust. Gera vísindamennirnir sér vonir um að þegar þeir hafa náð tökum á þessum þætti málsins, geti hlutfal* þeirra seiða sem lifa af fyrstu vikurnar hækkað ut 0,02% í 10%, sem þýðir að fullvaxin hrygna ætti að geta gefið af sér allt að 250.000 afkomendur árlega- Fiskeldi er eini hluti norska fiskiðnaðarins sem ekki er styrktur með opinberu fé. Á sl. ári var fisk- eldi stundað í 210 stöðvum sem framleiddu 2.700 tonn af silungi og rúmlega 4.000 tonn af laxi. Bendir allt til þess að þegar til lengri tíma er litið eigi fiskeldi eftir að aukast verulega og verða öflug atvinnugrein. Mikil ásókn er i að fá tilskilin leyfi til að setja á stofn fiskeldisstöðvar og sem stendur í hinni árlegu yfirlitsskýrslu FAO um fiskveiðar og fiskvinnslu í heiminum fyrir árið 1978 kemur m.a. fram, að af heildarfiskafla heims sem var tæpar 72,4 milljónir tonna, voru um 65,0 milljón tonu sjávarfiskur, en 7,4 milljón tonn ferskvatnsfiskur- Af þessu magni fóru 51,4 milljón tonn beint til mann- eldis, eða 71%, en 21 milljón tonna fór til annarra nota, mest þó í bræðslu. Af því fiskmagni sem f°r til manneldis var 20,3 milljónir tonna selt ferskfi 13,2 millj. tonna fyrstar, 8,7 millj. tonna saltaðar. 334 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.