Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1980, Síða 56

Ægir - 01.06.1980, Síða 56
ÁTÆKJAMARKAÐNUM Wichmann AXA og AXAG dieselvélar Fyrirtækið Wichmann Motorfabrikk A/S (nú A/S Wichmann) var stofnað árið 1903 á Rubbe- stadneset skammt sunnan við Bergen í Noregi. í upphafi framleiddi verksmiðjan eingöngu tví- gengisglóðarhausvélar, sem notuðu sveifarhúsið fyrir skolloftsdælu. Fyrstu dieselvélina framleiddi verksmiðjan uppúr 1930 og var hún reynzlukeyrð á árinu 1935. Arin þar á eftir voru framleiddar ýmist glóðarhausvélar eða dieselvélar, en upp úr 1955 var framleiðslan eingöngu dieselvélar. Árið 1955 urðu ákveðin tímamót í framleiðslu Wichmann dieselvéla, en þá var fyrst tengdur afgas- hverfill við Wichmann vél, og frá árinu 1969 eru allar Wichmann dieselvélar búnar afgashverfli og fæðiloftskæli, en þessi búnaður eykur afkastagetu vélanna um 100-150%. Kaupendur Wichmann dieselvéla hafa fyrst og fremst verið norskir útgerðarmenn, en um 35% aðalvéla norska flotans, sem eru af stærðinni 1350-3600 hö, eru framleiddar af Wichmann. Þeim kaupendum sem óskað hafa aflmeiri véla en 3600 hö hefur verið sinnt með margvélakerfum allt að 14400 hö. Fyrir um tíu árum síðan var 75-80%af dieselvéla- framleiðslunni seld í fiskveiðaflotanum, og þa einkum í nótaveiðiskip og togara. I dag hefur þetta breytst verulega í þá átt að vélarnar seljast í mun fleiri skipsgerðir eins og t.d. flutningaskip- ferjur, dráttarbáta, birgðaskip, varðskip o.s.frv. Jafnhliða dieselvélaframleiðslunni rekur A/S Wichmann vélaverkstæði og dráttarbraut, setu getur tekið upp skip allt að 60 m að lengd. Á véla- verkstæðinu eru stundaðar allar almennar véla- viðgerðir, en stór hluti af starfsemi verkstæðisins er í sambandi við vélaskipti, þ.e. skip koma þangað með gamlar aðalvélar, fyrirtækið selur þeim nýja Wichmann dieselvél, og vélaverkstæðið sér uni a^ koma nýju vélinni í skipið ásamt nauðsynlegum fylgibúnaði. í Bergen er sölu- og markaðsöflunardeild fynr' tækisins, en þar eru allir meiriháttar sölusamningar gerðir, ásamt útboðsvinnu. Þjónustudeildin er til húsa á Rubbestadneset, en hún hefur með öH ábyrgðarmál að gera ásamt almennri varahluta- þjónustu. í Tromso er rekið útibú frá þjónustu- deildinni, sem hefur svipað hlutverk og aðaldeildm- í dag starfa hjá A/S Wichmann um 350 manns við margháttuð störf. Um 1200 dieselvélar hafa verið framleiddar, sem tilheyra framleiðslulínunum AC, DC og AX, þar a* eru um 1150 þeirra í gangi í dag. í dag hafa AC- °£ DC-línurnar verið aflagðar og eingöngu fram/ leiddar dieselvélar eftir AX-línunni, sem segja ma að sé beint framhald af AC-línunni. Wichnrann dieselvél gerð 4A XA. ÆGIR — 360

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.