Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1981, Síða 17

Ægir - 01.11.1981, Síða 17
'ns. Kostir samstarfs um sölu eru augljóslega margir, en það má einnig færa rök að því, að því fylgi nokkrir ókostir. Við þær aðstæður sem ríkja má telja að kostirnir við samvinnu okkar mörgu, tiltölulega smáu framleiðenda vegi vel upp á móti ókostunum og þessi skipan muni haldast af sjálfs- dáðum, þó að deila megi um það, hvort ein, tvær eða fleiri samsteypur skuli annast sölu hverrar ðfurðategundar. En ríkisvaldið hlýtur að þurfa að hafa hönd í bagga með því, að samkeppnin sé heil- brigð, að hún örvi sölustarfsemina og hindri stöðnun, en leiði ekki til undirboða, óheiðarlegra viðskiptahátta og ábyrgðarleysis. Þá er rétt að fara nokkrum orðum um iyrsta Uö- 'nn, að fœkka fiskiskipum. í skýrslunni er fjallað um stcerð skipastólsins á mörgum stöðum, en a einum stað segir svo: „Öllum, sem hafa heildar- sjónarmið til viðmiðunar er ljóst orðið að flotinn er orðinn of stór, enda væri vart þörf á jafnvíð taekri skerðingu á athafnafrelsi hans og raun ber vitni, ef það væri ekki staðreynd“. Og á öðrum stað segir: „Ólíklegt er að aðstæður leyfi jafnmik- inn samdrátt sóknar og umrædd „hagkvæmasta sóknarstefna gerir ráð fyrir. Þó er ljóst, að veru- 'ega beri að draga úr sókn og jafnframt að minnka fiotann þannig, að hann megi fullnýta á hverjum tíma“. Það þarf auðvitað ekki að margendurtaka bessar staðreyndir, en mig langar aðeins til að fara yfir nokkur skýringadæmi um það, hvernig sér hver viðbót við flotann étur upp ávinning, sem menn kynnu að hafa með því að leggja alúð við aðra liði í töflunni hér á undan. Allar tölur, sem nefndar verða, eru grófar viðmiðunartölur, og sjálfsagt má gagnrýna forsendurnar eitthvað, en bað breytir ekki heildarmyndinni. Ég gef mér það, að nýr togari kosti 50 milljónir króna og veiði fyrir 20 milljónir króna á ári og að Þessa fjárfestingu væri hægt að nota til hagsbóta fyrir aðra togara og aflanum mætti skipta á þá sem fyrir eru, en það er ekki lengur umdeilt a.m.k. að bvi er þorskinn varðar. Síðan er þessi valkostur horinn saman við ýmsa aðra möguleika á að nota bessa peninga og afla svipaðra tekna, eða spara út- gjöld, sem því nema. Til að hirða slóg og lifur um borð í togurum, er ól alsjálfvirkur búnaður, sem kominn er í suma norsku togarana og kostar 360.000 Nkr. Þetta yrðu um 35 M. íkr. í allan togaraflotann og það gera góða móttökuaðstöðu í landi fyrir Vi N V R T 0 (i A R I ; kaupverp ; 50 M kr AFl AVFRPMÆ TI ; 20HKR/ÁR l.MÝTING A SLÓGI 05 LIFUR 1 TOGURUM 3JÍLFVIRK SÖ'FNUNARTA= KI UM BORD.SAMT, 35 "1kR ADSTADA I LANDI TIL MELTUMÓTTÖ'kU 15 — VERDMAJTI SLÓG-LIFRAR MELTU. ALLS 20 Mkr/a'r 7.01 fllSPARtlADUR I TOGURUNUM EYDSLUM/£LAR,VARMASKIPTAR,O.FL. 50 I1kR OL Í US^ARNAfiUR, 10% , SVARTOL ÍA 20 MkR/a'r v-VAHflÝTTlR " F1SKSTOFNAR FYRIR TOGflP.A 5 KOLMUNNAVINNSLUSTODVAR,SAMT. 50 MkR 20,000 TONN KOLMUNNI,1 KR/KG 20 MkR/AR milljón hvar sem togarar landa, alls á um 30 stöðum, fyrir samtals 15 M.kr. Þessa slóg/lifrar- meltu ætti að mega selja fyrir ekki minna en feit- ustu bræðsluloðnu, ,,nettó“. Ef við gætum með þessu móti hirt ein 40-50.000 tonn af hráefni og selt það fyrir 40-50 kr./kg„ þá næðum við kannski 20 milljón króna viðbótartekj- um á ári Einn nýr togari æti upp þennan ábata. Því hefur verið haldið fram nýlega, að hægt væri að spara mikla brennsluolíu, allt að 40%, við fiskveiðar. Því er ekki að neita að þetta er nokkuð fyrirvaralaus staðhæfing og mjög há prósentutala. Við getum varla breytt þeim skipsskrokkum, sem fyrir eru, tæplega fara menn að breyta hönnun á vél, öxli, skrúfu o.s.frv. á öllum flotanum upp og ofa’n eins og hann er nú, landrafmagn er ekki hreinn sparnaður hérlendis o.s.frv. Svo gleymist það, að með núverandi, „kapphlaupskerfi“ við fiskveiðistjórnun, þá er tómt mál að tala um olíu- sparnað á keyrslu eða við veiðar. Enn ef við gætum sparað 10% af olíueyðslu tog- aranna, en hún gæti verið um 100.000 tonn og segjum að það sé allt svartolía, þá er hér um að ræða um 20 milljónir króna sparnað á ári (mér er sagt, að koma megi fyrir eyðslumælum, varma- skiptum á kælivatn og útblástur, kaupa fljótvirkan botnhreinsunarbúnað fyrir kafara og etv. fleira, sem gerði þennan sparnað mögulegan, fyrir svo ÆGIR — 593

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.