Ægir - 01.11.1981, Side 20
Mynd 7. / vinnslusal frystihúss. (Ljósm. H.R. Bárðarson).
Um það að framleiðandi í sölusamtökum sé fjar-
lægari markaðnum og skorti þekkingu á eðli hans
og upplýsingar um markaðstækifæri er það að
segja að það er í meginatriðum rangt. Það eru litlar
likur á þvi að framleiðandi, sem selur beint á
markað erlendis, eða i gegnum sjálfstæðan útflytj-
anda, heyri nokkurn tíma um meira en brot af
því, sem að sá sem er í sölusamtökum heyrir. Ég
sagði litlar líkur, en það þarf ekki að vera svo. Það
er mögulegt að framleiðandi geti varið það miklum
tíma og peningum í að kynna sér markaðsmál að
hann standi jafnfætis þeim sem eru í
sölusamtökum. En ekki þekki ég nú þann fram-
leiðanda, sem hefur efni á því. Ég ræði ekki meira
um þetta atriði. Skýrslan gefur ekki frekari tilefni
til þess. Gaman hefði hins vegar verið að ræða um
fleira af þessu tagi, eins og t.d. harmagrátinn
framleiðandans i útvarpinu um daginn yfir þvi að
ekki skuli þúsundir manna fást við útflutninginn
eins og innflutninginn, með þeim kostnaði sem það
hefði nú í för með sér. En að lokum þetta um þetta
mál: það hafa margar þjóðir farið, og hyggjast
fara, i slóð okkar í sölu á fiskafurðum, enda hygg
ég að óvíða hafi okkur tekist betur. En ég veit ekki
til þess að neins staðar hafi verið hugleitt að læra
af okkur á sviði innflutnings. Það mætti kannski
draga af þessu nokkurn lærdóm.
Ekki aflaaukning.
Ein af meginniðurstöðum skýrslunnar er að afli
muni ekki aukast á íslandsmiðum að nokkru
marki, hvorki í bráð né lengd. í fljótu bragði virð-
ist manni þetta vera í svartsýnna lagi. Ýmislegt
hefur farið betur en á horfðist nú síðustu árin.
Fiskigengd hefur verið meiri en menn áttu von á og
margt virðist vera á betri leið en ætlað var. Það
hefði þvi verið ástæða til þess að í skýrslunni kæmi
fram frekari rökstuðningur fyrir þessu áliti en
fram kemur. Það kann að vera að í skýrslunni sé
tekið tillit til þeirrar fjölgunar sem er að verða á
sel, en samkeppni sels og veiða manna fer vaxandh
í skýrslunni er ekkert um það getið. En ég hygg að
þegar tekið er tillit til fjölgunar selsins megi ætla
að það sé nokkuð rétt niðurstaða í skýrslunni að
ekki megi vænta aflaaukningar, og að raunar geti
svo farið áður en langir tímar líða að afli dragist
saman.
En þar sem ekki er fjallað um selinn í skýrsluniti
ieyfi ég mér að fara nokkrum orðum um þetta
vandamál. Mikið verðfall hefur orðið á selskinn-
um á síðustu árum. Þetta hefur leitt til þess að sel-
veiðar hafa lagst svo til niður. Veiðarnar héldu
selnum áður i sæmilegu jafnvægi, en síðan þær
lögðust niður hefur honum fjölgað stórlega. Ætla
má að honum geti fjölgað um 5% eða jafnvel meira
á ári hverju. Hér við iand eru samkvæmt talning'
um sennilega einhvers staðar á milli 40 og 50
þúsund selir, landselir og útselir. Selurinn lifir fyrst
og fremst á fiski, yfirleitt smærri fiski. Rannsóknir
annars staðar en hér við land hafa leitt í ljós að
landselurinn éti að jafnaði um 2 Iestir á ári, en
útselurinn um eða yfir 3 lestir. Gera má ráð fyrir
að 60 — 70% af þessari fæðu séu nytjafiskar. Það
má því búast við að selurinn éti allt að 60 þúsund
lestir af nytjafiski árlega. Við það bætist að þetta
er yfirleitt ungur fiskur, sem mundi að jafnaði tvö-
faldast eða jafnvel þrefaldast að þyngd áður en
hann yrði veiddur. Árlegt veiðitjón af völdum sels-
ins er því yfir 100 þúsund lestir og jafnvel langt þar
yfir. Með þeirri aukningu sem nú er talið að verði a
sel við landið eykst þetta veiðitjón um að minnsta
kosti 5 þúsund lestir á ári. Mér þykir ekki ólíklegt
að nefndarmenn hafi haft þetta í huga þegar
skýrslan var samin.
Það er svo aftur annað mál hvort ekki þarf að
taka á þessu máli og koma í veg fyrir þessa miklu
fjölgun sem er að verða á selnum. Það kemur einn-
ig inn á annað vandamál fiskiðnaðarins, selorma'
vandamálið. Selurinn er aðalhýsill ormsins, sem
algengur er í fiski hér við land. Orminum verður
ekki haldið í skefjun að nokkru marki með neinum
þekktum aðferðum, nema með því að halda fjölda
596 — ÆGIR