Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1981, Síða 26

Ægir - 01.11.1981, Síða 26
Mynd 13. Vel er látið á. mark. Hvar værum við í dag ef farið hefði verið eftir henni? í þessari skýrslu væri enn miðað við 450 þúsund tonna langtíma hámarksafla, en þó vex þorskurinn hraðar og er þyngri og smáfiskadrápið er minna en áður var gert ráð fyrir. Varðandi modelsmíðina kvaðst Steingrimur hafa ákveðið að halda vinnunni áfram þótt enginn árangur væri enn sýnilegur. Útvíkka þyrfti módelið frá upphaf- legu formi, þannig að hliðaráhrif byggðasamdrátt- ar væru tekin með. Sjálfur kvaðst hann vera sammála þvi að skipa- stóllinn væri of stór og þyrfti að minnka, en ekki um 59%. Þetta væri hættuleg einföldun á miklu flóknara máli. Skoða þyrfti aflatoppa og samsetn- ingu þeirra. LÍÚ hefði veitt aflamiðlunarþjónustu, en það hefði mistekist, því að ef fisk vantaði, voru flestar stöðvarnar fisklausar einnig. Þetta hefði Kristján Friðriksson skilið og bent á fyrir löngu síðan. Skipastóllinn og þá sérstaklega bátaflotinn, væri orðinn mjög gamall og komast þyrfti hjá stór- um stökkbreytingum í endurnýjun hans. Hins vegar væri ekki hægt að leggja það á íslenska útgerð að kaupa íslensk smíðuð skip þegar önnur væru miklu ódýrari, t.d. í Noregi. Úreldingarsjóður og aldurslagatryggingasjóður væru ekki notaðir til að endurnýja, þótt endurnýj- unar væri þörf samhliða úreldingu. Varðandi fiskveiðistefnu og aflakvóta á lönd- unarsvæði, hefði það verið athugað í ráðuneytinu og niðurstaðan orðið sú að ekki væri rétt að taka það upp. Sagt sé að engar umtalsverðar breytingar hafi átt sér stað í fiskveiðimálum síðan 1975. Minnti Steingrimur á að veiðistefnan væri frá 1976, ennfremur lög um skyndilokanir og möskvastærð. í dag væri sóknarkvóti í gangi. I dag væri brýnast að bæta veiðar og vinnslu með samræmingu. Þetta næðist ekki með kvótakerfi eins og það er í dag, en e.t.v. með hámarksafla á skip per mánuð? Að lokum taldi Steingrímur að samþykkt Alþingis á gerð LTÁ hafi verið mikil lyftistöng fyrir rannsóknastarfsemina og hafi fært okkur nær settu marki. Vilhjálmur Lúðvíksson - benti á að þessi fundur væri til að bæta úr göllum skýrslunnar. Hún væri ekki álit Rannsóknaráðs, heldur hópsins. Gott væri að fá viðhorf ráðandi stjórnmálamanna, en á starfstíma hópsins hefðu þrjár stjórnir setið og því erfitt að taka mið af ríkjandi stefnu eins og ráð- herra vildi. Þá væri lögð áhersla á óháð mat hóps- ins, en ekki endilega hefðbundin viðhorf stofnana eða hagsmunahópa. í því fælist viss gagnsemi, en ábendingar um ágalla þyrftur að koma fram í um- sögnum á fundinum. Svavar Ármannsson - taldi 1. málsgr. kafla 1.1 ekki rökrétta. Afrakstursgeta þorskstofnsins er sögð vera bæði 500 þúsund tonn og 450 þúsund tonn. Má auka meðalafla með annarri aldursdreif- ingu? Bjarni Bragi Jónsson - spurði hvort reynslan nu væri sannari en áður. Tekur skýrslan tillit til áhrifa veðurfars, svo sem óhagstæðra náttúruskilyrða, hlýindaspár o.fl.? Varaði hann við ósamræmi i hugsun milli bláu skýrslunnar og þessarar, er t.d. verið að tala um bestunarafla hér móts við hámarksafla bláu skýrslunnar? Benti Bjarni á að sóknarmáttur væri það sama og dánarstuðlar. Þetta væri ekki hagrænn mælikvarði heldur líffræðilegur. Ennfremur benti hann á að ef um samdrátt væri að ræða vantaði matsþátt sem væri sá tekjumissir sem væri samhliða samdrætti. Hvað með öryggisvið- horf? Ólafur Björnsson - hrósaði skýrslunni, þótt ýmsh vankantar væru á henni. Sérstaklega vantaði að gera betri skil skcj<ku mati bláu skýrslunnar- Ólafur benti síðan á fjölmörg atriði sem betur mættu fara og skilaði skriflega athugasemdum sínum. 602 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.