Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1981, Qupperneq 31

Ægir - 01.11.1981, Qupperneq 31
Asgeir Jakobsson: Sú saga finnst ekki á söfnum. . Niðurlag. Það var margvíslegt streðið á togurunum fyrstu ^rin. Rifrildið var óskaplegt. Á Jóni Forseta lágu Þeir inni fyrsta árið daglega yfir birtutímann við að tjasla saman vörpunni eftir rifrildi um nóttina. Þeir vissu fyrstu skipstjórarnir á hvaða bleyðum fisk var helzt að hafa í Bugtinni og víðar, en þeir yoru ekki kunnugir því hvernig átti að toga á þeim Þleyðum. Þeir voru fyrst alfarið með fótreipistroll °g þau voru mjög viðkvæm fyrir slæmum botni. Bergur Pálsson sagði, að þeir hefðu reynt nokk- uð snemma, ekki þó fyrsta árið, trébobbinga á Forsetanum, en svo undarlega brá við að rifrildið jókst hjá þeim í stað þess að minnka. Þeir drógu þá ólyktun af því, að Forsetinn hefði ekki afl til að óraga trollið með bobbingum, hann træði það. Theódór Friðriksson (Tjái), sem var á Snorra Sturlusyni 1908, segir að það hafi verið um vorið, aö Englendingur nokkur, Martin Olsen að nafni, hafi gefið þeim á Snorra bobbingalengju af öðru trollinu hjá sér, þegar hann var búinn með túr og var að halda heim. Þeir voru miklir vinir, þessi skipstjóri og Guðbjartur Jóakirn á Snorra. Bobb- 'ngana notuðu þeir svo á Snorra, ef þeir héldu sig á slæmum botni. Menn voru að þreifa sig áfram með e*tt og annað. Ekki fékkst sama verð í fyrstu fyrir fiskinn af Coot og skútunum. Menn höfðu mikla ótrú á togarafiski. Það mun hafa verið Thor Jensen sem kom þessari bábilju fyrir kattarnef. Flann tók að ^aupa togarafisk á sama verði og af bátum og skútum. Um sumarið fóru þeir á Coot oftast inná ^eykjavíkurhöfn kl. 7 að morgni og út aftur um Þrjúleytið Um daginn. í Reykjavík seldu þeir srnælkið úr aflanum í soðið. Móðir Theódórs Priðrikssonar leigði um tíma hjá Indriða skipstjóra á Coot, en Indriði og bróðir hans áttu þá hús í Vesturbænum og man Tjái eftir Indriða skipstjóra við að selja fisk í soðið og var Indriði þá á klofhá- um leðurstígvélum en þannig stígvélaðir voru togaramenn í þennan tíma. Þessi leðurstígvél voru feykilega þung og stirð á fæti og ekki var hægt að brjóta þau niður. Þeir hafa ekki verið til hlaup- anna, karlarnir í þeim fótabúnaði. Gúmmístígvél fóru ekki að tíðkast trúi ég fyrr en uppúr 1915. Á öðrum skipum en togurum voru menn í brókum á tíma Coots og fyrstu togaranna hérlendis, enda kölluðu Englendingar okkar sjómenn „bölvaða skinnfætlingar“ (Fokken skinfeets). Aðstaða var hin erfiðasta við land, til dæmis varð að flytja vatn á ketilinn, fleiri tonn, um borð í belgjum, og allan fisk í land á uppskipunarbátum. Ef afli var tregur söltuðu Cootverjar aflann um borð, en ef vel fiskaðist fóru þeir inn til Hafnar- fjarðar og gerðu þar að aflanum og lögðu hann á land. Fæðið á Coot var hið sama og á ensku togurun- um, te og brauð standandi á borðum alla nóttina, grautur í morgunsárið, kjöt um hádegið og fiskur um kvöldið. Kaup skipverja á Coot var misjafnt, allt frá 35 krónum á mánuði, sem Jóhannes Narfason hafði sem kolamokari, enda ekki nema sextán ára, og uppí 100 krónur á mánuði, sem Þorsteinn Þorkels- son hafði og að auki hafði Þorsteinn l'/4% af brúttó tekjum, en þess ekki getið af hvaða tekjum það var í plöggum Indriða. Þorsteinn var úrvals netamaður, en slíkir voru skiljanlega eftirsóttir á fyrstu íslenzku togurunum. Þorsteinn Þorkelson var bróðir dr. Jóns Þorkelssonar (Forna) og var bráðgáfaður maður svo sem bróðir hans. Þorsteinn lærði af sjálfsnámi, ensku, þýzku og frönsku og sagði skipsfélagi hans einn, sem var ÆGIR — 607
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.