Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1982, Side 28

Ægir - 01.12.1982, Side 28
Jónas Bjarnason: Gæðamál fiskiðnaðarins Inngangur. Gæðamálin eru nú á hvers manns vörum og því miður ekki að tilefn- islausu. Ástand í þeim efnum er að margra mati nú bágborið og hefur far- ið versnandi hin síðustu ár. Þetta er þeim mun sárara, sem mönnum verður ljósara, að fiskafli er og verður takmarkað- ur. Verðmæti sjávarafla verða ekki aukin með umtalsverðum hætti nema með aukningu gæða og nýtingu svo og nýjum og verðmeiri afurðum. í gæðamálum berast okkur næstum daglega fregnir af tjóni vegna of mikilla galla í afurðum eða vegna þess, að afurðum þarf beinlinis að fleygja. Þúsundir kassa af freðfiski eru fordæmdar í ár og heilu skipsfarmarnir af saltfiski eru endur- metnir suður í Portúgal, og síðan er samið um skaðabætur. Þúsundir pakka af skreið eru metnar í Ítalíuflokka, en eru endursendar eða stöðvaðar fyrir útskipun vegna þess, að um er að ræða Afríkuskreið, eða úrkast. Saltsíldaryfirtöku er ekki unnt að treysta, og dæmi eru um það, að þrá kryddsíld, sem auk þess hefur verið unnin úr lélegu hráefni, er metin gallalaus, en er að hluta til ónýt vara. Fjöldamörg einstök dæmi er unnt að tína til, en ég hef aðeins minnst á nokkur. Hvað er að? Þegar reynt er að skyggnast inn í málin og kanna, hvað veldur, kemur fyrst upp sú spurning, hvort ástand í gæðamálum hafi versnað eða ekki. Við hvað er unnt að styðjast? Miðað við fregnir í fjölmiðlum hefur ástandið aldrei verið verra. Það er að sjálfsögðu varasöm viðmiðun. Hvernig er unnt að kanna fjölda kvartana meðal viðskipta- vina? Er unnt að gera tölfræðilega könnun á þeim? Tæplega, og til viðbótar fer fjöldi kvartana eftir ýmsu öðru en gæðum framleiðsunnar. Markaðs- ástand hefur þá þýðingu, að skortur eða takmark- að framboð veldur því, að menn sitja frekar á strák sínum með kvartanir en safna ólund í stað- inn, sem brýst út við aðrar aðstæður. Mjög margir eru þeirrar skoðunar, að ástand í gæðamálum hafi versnað undanfarin ár. Ég er einnig þeirrar skoðunar og reyni ekki frekar að sanna mál mitt hér. Skýringar á ástandinu eru margvíslegar, og endalaust er unnt að tína einhvert atriði til. Verulegar breytingar hafa átt sér stað til sjós, hvað varðar skip, útivistartíma, togtíma, netafjölda, vinnufyrirkomulag um borð, og svo mætti lengi telja. í fiskvinnslunni hafa einnig átt sér stað margvíslegar breytingar, eins og öllum er kunnugt um. Ástand ferskfiskmats. Sjávarútvegsráðherra skipaði svokallað Fisk- matsráð s.l. vor, en ég á sæti í því ásamt fjórum öðrum mönnum. Fiskmatsráð hefur nýlega skilað skýrslu til ráðherra um ástand ferskfiskmats og til- 636 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.