Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1982, Page 48

Ægir - 01.12.1982, Page 48
NÝ FISKISKIP ísleifur VE 63 25. október á s.l. ári bættist við flotann nýtt fiskiskip er ísleifur VE 63 kom í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Vestmannaeyjar. Skip þetta, sem keypt er notað frá Færeyjum, og áður bar nafnið Durid, er smíðað hjá Skála Skipasmiðju í Skála í Færeyjum árið 1976 og er smíðanúmer 28 hjá stöðinni. Skipið er tveggja þilfara, sérstaklega byggt til nóta- og flotvörpuveiða, og er búið sjókæligeym- um (RSW). Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar ýmsar breytingar á skipinu og má þar nefna: Komið fyrir síðulúgum fyrir netadrátt og netalagningu, sett í skipið línu- og netavinda, komið fyrir búnaði til meðhöndlunar á fiski í milli- þilfarsrými og bætt við tækjum í brú. ísleifur VE er í eigu samnefnds sameignarfélags í Vestmannaeyjum. Skipsstjóri á ísleifi VEerGunn- ar Jónsson og 1. vélstjóri Kári Birgir Sigurðsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Leifur Ársælsson. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki ij( 1A1, Deep Sea Fishing, Ice C,Ö& MV. Skipið er tveggja þilfara fiskiskip búið til nóta-, flotvörpu- og neta- veiða, með perustefni og gafllaga skut, og tveggja hæða yfirbyggingu aftantil á efra þilfari. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með þremur vatnsþéttum þverskipsþilum i eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu ásamt hliðarskrúfurými; lestarými, sem skiptist í kassa- lest fremst en þar fyrir aftan sex sjókæligeymar; vélarúm með brennsluolíugeymum í síðum; íbúðir afturskips (káeta) og aftast skuthylki fyrir fersk- vatn. Undir lestarými eru botngeymar fyrir brennsluoliu, en aftan við kassalest er asdikklefi. Að framan liggja hliðarskrúfugöng í stafnhylki, en að aftan liggja hliðarskrúfugöng undir káetu. Mestalengd .......................... 44.71 m Lengd milli lóðlína.................. 38.84 m Breidd ............................... 9.00 m Dýptaðefraþilfari .................... 6.70 m Dýpt að neðra þilfari................. 4.30 m Mestadjúprista(v/styrkleika) ......... 4.90 m Eiginþyngd............................. 527 t Særými(djúprista4.90m) ............... 1190 t Burðargeta(djúprista4.90m) ............ 663 t Lestarými (kassalest).................. 105 m3 Lestarými (sjókæligeymar).............. 405 m3 Brennsluolíugeymar .................... 106 m3 Ferskvatnsgeymar ....................... 15 m3 Sjókjölfestugeymir ..................... 29 m3 Rúmlestatala .......................... 428 brl Ganghraði............................... 12 hn Skipaskrárnúmer....................... 1610 Fremst á neðra þilfari er geymsla ásamt keðjukössum, en þar fyrir aftan er milliþilfars- rými. Aftan við milliþilfarsrýmið eru íbúðir og aft- ast er nótakassi. Á efra þilfari, rétt aftan við skipsmiðju, er þil- farshús og yfir því er brú (stýrishús) skipsins. í þil- farshúsi eru íbúðir. Framarlega á efra þilfari, b.b.- megin, er niðurgangskappi, og nokkru aftar er bipodmastur með tveimur bómum. S.b.-megin á efra þilfari, rétt aftan við bipodmastur, er aðal- snurpigálgi og aftur við yfirbyggingu er aftari snurpigálgi. Nótakassi er s.b.-megin og aftan við yfirbyggingu, og aftast á efra þilfari eru toggálgar með sambyggðu bipodmastri. Ratsjármastur er aftast á brúarþaki, sambyggt skorsteini. Vélabúnaður: Aðalvél er frá Nohab, gerð SF 18 VS-F, átta ísleifur VE 63. Ljósm.: Sigurgeir Jónasson. 656 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.