Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1982, Qupperneq 48

Ægir - 01.12.1982, Qupperneq 48
NÝ FISKISKIP ísleifur VE 63 25. október á s.l. ári bættist við flotann nýtt fiskiskip er ísleifur VE 63 kom í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Vestmannaeyjar. Skip þetta, sem keypt er notað frá Færeyjum, og áður bar nafnið Durid, er smíðað hjá Skála Skipasmiðju í Skála í Færeyjum árið 1976 og er smíðanúmer 28 hjá stöðinni. Skipið er tveggja þilfara, sérstaklega byggt til nóta- og flotvörpuveiða, og er búið sjókæligeym- um (RSW). Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar ýmsar breytingar á skipinu og má þar nefna: Komið fyrir síðulúgum fyrir netadrátt og netalagningu, sett í skipið línu- og netavinda, komið fyrir búnaði til meðhöndlunar á fiski í milli- þilfarsrými og bætt við tækjum í brú. ísleifur VE er í eigu samnefnds sameignarfélags í Vestmannaeyjum. Skipsstjóri á ísleifi VEerGunn- ar Jónsson og 1. vélstjóri Kári Birgir Sigurðsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Leifur Ársælsson. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas í flokki ij( 1A1, Deep Sea Fishing, Ice C,Ö& MV. Skipið er tveggja þilfara fiskiskip búið til nóta-, flotvörpu- og neta- veiða, með perustefni og gafllaga skut, og tveggja hæða yfirbyggingu aftantil á efra þilfari. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með þremur vatnsþéttum þverskipsþilum i eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu ásamt hliðarskrúfurými; lestarými, sem skiptist í kassa- lest fremst en þar fyrir aftan sex sjókæligeymar; vélarúm með brennsluolíugeymum í síðum; íbúðir afturskips (káeta) og aftast skuthylki fyrir fersk- vatn. Undir lestarými eru botngeymar fyrir brennsluoliu, en aftan við kassalest er asdikklefi. Að framan liggja hliðarskrúfugöng í stafnhylki, en að aftan liggja hliðarskrúfugöng undir káetu. Mestalengd .......................... 44.71 m Lengd milli lóðlína.................. 38.84 m Breidd ............................... 9.00 m Dýptaðefraþilfari .................... 6.70 m Dýpt að neðra þilfari................. 4.30 m Mestadjúprista(v/styrkleika) ......... 4.90 m Eiginþyngd............................. 527 t Særými(djúprista4.90m) ............... 1190 t Burðargeta(djúprista4.90m) ............ 663 t Lestarými (kassalest).................. 105 m3 Lestarými (sjókæligeymar).............. 405 m3 Brennsluolíugeymar .................... 106 m3 Ferskvatnsgeymar ....................... 15 m3 Sjókjölfestugeymir ..................... 29 m3 Rúmlestatala .......................... 428 brl Ganghraði............................... 12 hn Skipaskrárnúmer....................... 1610 Fremst á neðra þilfari er geymsla ásamt keðjukössum, en þar fyrir aftan er milliþilfars- rými. Aftan við milliþilfarsrýmið eru íbúðir og aft- ast er nótakassi. Á efra þilfari, rétt aftan við skipsmiðju, er þil- farshús og yfir því er brú (stýrishús) skipsins. í þil- farshúsi eru íbúðir. Framarlega á efra þilfari, b.b.- megin, er niðurgangskappi, og nokkru aftar er bipodmastur með tveimur bómum. S.b.-megin á efra þilfari, rétt aftan við bipodmastur, er aðal- snurpigálgi og aftur við yfirbyggingu er aftari snurpigálgi. Nótakassi er s.b.-megin og aftan við yfirbyggingu, og aftast á efra þilfari eru toggálgar með sambyggðu bipodmastri. Ratsjármastur er aftast á brúarþaki, sambyggt skorsteini. Vélabúnaður: Aðalvél er frá Nohab, gerð SF 18 VS-F, átta ísleifur VE 63. Ljósm.: Sigurgeir Jónasson. 656 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.