Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1982, Síða 51

Ægir - 01.12.1982, Síða 51
Vindubúnaður, losunarbúnaður: Vindubúnaður er vökvaknúinn (háþrýstikerfi) og eru vindur frá Rapp Fabrikker A/S og kraftblökk og færslublakkir frá P. Bjorshol Mek. Verksted. Framantil á efra þilfari, b.b.-megin, eru tvær tog- og snurpivindur (splitvindur) af gerð TWS 1206. Hvor vinda er búin einni tromlu (267 mm0x 950 mm0x 1500 mm) sem tekur um 870 faðma af 23A“ vír og knúin af einum Hágglunds 4160 vökva- þrýstimótor. Togátak vindu á miðja tromlu er 6.61 og tilsvarandi dráttarhraði 80 m/mín. Á efra þilfari, s.b.-megin við yfirbyggingu, er brjóstlínuvinda (kapstan) af gerð CF 360. Aftast á efra þilfari, aftan við fremri nótakassa, er flotvörpuvinda af gerð TT 2000/4170, knúin af Hágglunds 4170 vökvaþrýstimótor, togátak vindu á miðja tromlu er 4.2 t og tilsvarandi dráttarhraði 115 m/mín. Á efra þilfari, s.b.-megin við yfirbyggingu, er kraftblökk af gerðinni Triplex 603/360/2A. Færslublakkir eru tvær af gerð TRH 70, ein fyrir hvorn nótakassa. í milliþilfarsrými, gegnt dráttarlúgu, er línu- og netavinda frá Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f. togátak 3t Fyrir bómur eru eftirtaldar vindur: Tvær los- unarvindur, önnur af gerð LW 200 og hin af gerð LW 301; tvær bómulyftivindur, önnur af gerð TW 200 og hin af gerð TW 302; og tvær bómusveiflu- vindur, önnur af gerð BW 80 og hin af gerð BW 200. í skipinu er auk þess koppavinda af gerð NW 80. Vindan er á neðra þilfari og er fyrir háfun úr kæligeymum. Fiskidælur eru frá Karmoy, 14”, og Rapp Fabrikker Sjóskilja er framan við losunarlúgur á efra þilfari. Framarlega á efra þilfari er akkerisvinda af gerð AW 600 T búin útkúplanlegum tromlum fyrir tog- og snurpivíra, tveimur keðjuskífum og tveimur koppum. Á bátaþilfari, aftan við brú, er kapalvinda fyrir netsjártæki af gerð SOW 200. Rafeindatæki, tæki í brú o.fl.: Ratsjá: Raytheon 1220/6 XB, 48 sml. Ratsjá: Rayhteon 1260/12 S, 48 sml.. Seguláttaviti: Spegiláttaviti í þaki. Gyroáttaviti: C Plath, Navigat III. Sjálfstýring: C Plath. Vegmælir: Ben, Calypso. Miðunarstöð: Taiyo, TD-A130. Örbylgjumiðunarstöð: Polaris. Loran: Micrologic. Loran: Epsco C-Nav XL, ásamt C-Plot-2 skrif- ara. Dýptarmælir: Simrad EX. Dýptarmælir: Simrad EQ 38. Asdik: Wesmar SS 165. Asdik: Simrad SU (Havsonar). Asdiktölva: Simrad CD tengd Havsonar. Netsjá: Simrad FB 2 með EX 50 sjálfrita (dýpt- armælir), og 2000 m kapli. Talstöð: Sailor T 122/R 104, 400 W SSB. Örbylgjustöðvar: Tvær Sailor RT 143, 55 rása (duplex). Auk ofangreindra tækja er Vingtor kallkerfi og vörður. í skipinu er sjónvarpstækjabúnaður með tveimur tökuvélum, annari í milliþilfarsrými og hinni á brúarvæng, og skjá í brú. Aftast í stýrishúsi eru stjórntæki fyrir tog- og snurpivindur og kapalvindu. Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna: Einn plastbát í davíðum, þrjá gúmmíbjörgunarbáta og Callbuoy neyðartalstöð og reykköfunartæki. Sunnutindur Framhald af bls. 663. og vörður frá Delcom af gerð DC 3000. í skipinu er rennslismælir frá Ortölvutækni meö tjaratlestri t brú og vélarúmi. Aftast í stýrishúsi eru stjórntæki frá Kaarbos Mek. Verksted fyrir togvindur, grandaravindur, bobbingavindur og hífingavindur. Togvindur eru búnar átaksjöfnunarbúnaði (autotraal) frá Kaarbos/F.K. Smith með átaks- og virlengdar- mælum. Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna: Slöngubát, þrjá gúmmíbjörgunarbáta, Callbuoy neyðartalstöð, Jotron neyðarbauju og reykköfun- artæki. ÆGIR — 659

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.