Ægir - 01.12.1982, Qupperneq 52
Sunnutindur SU 59
15. desember á s.l. ári kom skuttogarinn Sunnu-
tindur SU 59 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar,
Djúpavogs. Skuttogari þessi, sem áður hét Kapp
Linné, er keyptur notaður frá Noregi, og er smíð-
aður hjá Kaarbos Mek. Verksted A/S í Harstad í
Noregi árið 1978 og er nýsmíði nr. 88 hjá stöðinni.
Sunnutindur SU er smíðaður hjá sömu stöð eftir
sömu frumteikningu og Skafti SK (smíðaður
1972), en fyrirkomulag breytt.
Skipið er upphaflega útbúið bæði sem ísfisk- og
heilfrystitogari með slœgingarvél, og þremur 5 t
plötufrystitækjum. Þá má nefna að skipið hefur
flokkunartáknið EO, þ.e. uppfyllir kröfur um
tímabundið vaktfrítt vélarúm.
Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar
nokkrar breytingar á búnaði og má þar nefna:
Tekin úr skipinu frystitæki og slægingarvél; sett í
skipið ísvél og komið fyrir ísgeymslu; og bætt við
tækjum í brú.
Sunnutindur SU er í eigu Búlandstinds h.f. á
Djúpavogi. Skipstjóri á skipinu hefur verið Guð-
mundur ísleifur Gíslason, en Stefán Aspar frá
október s.l., og 1. vélstjóri Eðvald Ragnarsson.
Framkvœmdastjóri útgerðar er Ingólfur Sveins-
son.
Almenn lýsing:
Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og
undir eftirliti Det Norske Veritans í flokki SSlAl,
Stern Trawler, EO, Ice C, MV. Skipið er skut-
togari með tveimur þilförum stafna á milli, skut-
rennu upp á efra þilfar, hvalbak á fremri hluta efra
þilfars og brú aftantil á hvalbaksþilfari.
Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum
vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið
framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu; hágeyma
fyrir brennsluolíu; fiskilest með botngeymum fyrir
brennsluolíu (framantil) og ferskvatn (aftantil);
vélarúm með síðugeymum; og skutgeyma aftast
fyrir brennsluolíu. Fremst í vélarúmi er Ulstein
andveltigeymir.
Mestalengd ........................... 45.57 m
Lengd milli lóðlína .................. 39.65 m
Breidd ................................ 9.20 m
Dýpt að efra þilfari .................. 6.50 m
Dýpt að neðra þilfari.................. 4.30 m
Eigin þyngd ............................ 594 t
Særými (djúprista4.25 m) ............... 840 t
Burðargeta(djúprista4.25 m) ............ 246 t
Lestarrými (kælilest)................... 255 m3
Lestarrými (frystilest) ................. 35 m3
Brennsluolíugeymar ..................... 113 m3
Ferskvatnsgeymar ........................ 38 m3
Sjókjölfestugeymir ...................... 12 m3
Andveltigeymir (brennsluolía)............ 24 m3
Ganghraði (reynslusigling)............. 14.1 hn
Rúmlestatala ........................... 298 brl
Skipaskrárnúmer........................ 1603
Fremst á neðra þilfari er geymsla og keðjukass-
ar, en þar fyrir aftan íbúðir, s.b.-megin fremst, en
vinnuþilfar er b.b.-megin og aftan við íbúðarými
með fiskmóttöku aftast. Aftan við fiskmóttöku er
stýrisvélarrúm fyrir miðju, en til hliðar við fisk-
móttöku og stýrisvélarrúm eru veiðarfærageymsl-
ur og vélarreisnir.
Fremst á efra þilfari er lokaður hvalbakur, en
fremst í honum er geymsla og þar fyrir aftan íbúð-
ir. Aftan við hvalbak er togþilfarið. Vörpurenna
kemur í framhaldi af skutrennu og greinist hún í
fjórar bobbingarennur, sem ná fram að hvalbak,
þannig að unnt er að hafa tvær vörpur undirslegn-
ar og tilbúnar til veiða. Aftarlega á togþilfari, til
1I tl'lllu,
Sunnutindur SU 59, myndin er tekin þegar skipið bar nafnið
Kapp Linné.
660 — ÆGIR