Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 31
bil og við það miðað að þorskafli fari ekki fram úr: 1. tímabil jan./apríl 80 þús. smálestir 2. tímabil maí/ágúst 65 þús. smálestir 3. tímabil sept./des. 60 þús. smálestir. 2.2. A árinu 1983 verði þorskveiðibann togara 110 dagar, innan eftirtalinna marka: I þorskveiðibanni skal togurum heimilt að hafa þorsk sem hlutfall af heildarafla í hverri veiðiferð: 5% í 33 daga, 15% i 44 daga og 30% í 33 daga, alls 110 daga, minnst 4 daga í senn. Þorskveiðibann skal gilda í 30 daga á fyrsta tímabili, þar af 10 daga í janúar og febrúar. Þorskveiðibann skal gilda í 45 daga á öðru tímabili, þar af 25 daga í júlí og ágúst. Þorskveiðibann skal gilda í 35 daga á þriðja tímabili. 2.3. Skipstjórar tilkynni sjávarútvegsráðu- neytinu með skeyti þegar þeir koma til hafnar, hversu marga daga þeir hafi verið í þorskveiði- banni og hve mikið af þorski sé í aflanum. Fari þorskur fram úr viðmiðunarmörkum, verði það sem umfram er gert upptækt, eins og verið hefur. 2.4. Skili skipstjórar ekki þeim dagafjölda sem ákveðinn er í þorskveiðibanni hvert tímabil, tvö- faldast sá dagafjöldi sem ekki var tekinn og bætist við næsta timabil hjá viðkomandi skipi. 2.5. Verði þorskafli togara hvers tímabils veru- lega meiri en viðmiðunarmörk segja til um, skal veiðibannsdögum fjölgað, en verði hann veru- lega minni, skal þeim fækkað, þannig að heild- araflinn verði sem næst því sem að er stefnt fyrir tímabilin tvö. 2.6. Verði togari frá veiðum af óviðráðanlegum orsökum í meira en 15 daga umfram áskilda skrapdaga, skal það bætt með fjölgun þorsk- veiðidaga á næsta veiðitímabili. 3. Flatfiskur: Breytt verði reglum, til þess að auðvelda fulla nýtingu kolastofna um landið. 4. Grálúða: Lagt verði til að gerðar verði ráðstafanir til þess að grálúða verði ekki veidd á þeim árstíma, sem hún er óhæf til vinnslu. Starfskilyrði sjávarútvegsins 41. Fiskiþing leggur áherslu á, að undirstaða framfara og góðra lífskjara er öflugt atvinnulíf. Afkoma atvinnuveganna mótast hinsvegar að verulegu leyti af þeim skilyrðum, sem þeim eru búin á hverjum tíma. Sá þáttur, sem einna mestu ræður um afkomu sjávarútvegsins er gengið, þar sem það er megin- þátturinn í tekjumynduninni. Sjávarútvegurinn selur alla sína framleiðslu á erlendum mörkuðum í samkeppni við aðrar þjóðir og fær litlu sem engu ráðið um það verð, sem ríkir á markaðnum. Fram- leiðslukostnaður ræðst hinsvegar af launa- og verðlagsþróun hérlendis. Á undanförnum árum hafa kostnaðarhækkanir hér verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en í helstu viðskiptalöndum okkar. Þessum mismun hefur ekki verið hægt að mæta með hækkuðu markaðs- verði. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa því aðeins átt einn valkost, að auka framleiðni til að vinna upp kostnaðaráhrifin. Þessa leið hafa fyrirtækin farið í vaxandi mæli. En þar sem rikt hefur jafn þrálátt verðbólguástand og hér á landi, hefur það ekki dugað til. Því hafa stjórnvöld orðið að gripa til tíðra gengisfellinga og gengissigs til að forða fyrirtækjunum frá stöðvun og koma í veg fyrir al- mennt atvinnuleysi í landinu. Þessar gengisbreyt- ingar hafa ávallt komið eftirá, til að leiðrétta það, sem þegar hefur gerst, en ekki megnað að skapa fyrirtækjunum rekstursgrundvöll til frambúðar. Fiskiþing lítur á það sem meginmarkmið að horfið verði frá ríkjandi núllafkomustefnu, og við það miðað, að vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi skili eðlilegum hagnaði og geti staðið sjálf undir verulegum hluta af endurnýjun og uppbyggingu. Þessu markmiði verður ekki náð nema gengi krón- unnar verði á hverjum tima rétt skráð. Jafnframt verði hætt öllum baktryggingum ríkisvaldsins og fyrirtækjum gert að axla fulla ábyrgð á sínum gerðum. Fiskveiðasjóður Fyrirsjáanlegt er að Fiskveiðasjóður hefur nær ekkert fjármagn til útlána á þessu ári til fram- kvæmda í fiskiðnaði. 41. Fiskiþing telur brýnt að sjóðurinn fái það lágmarksfjármagn til umráða sem tryggir nauð- synlega og eðlilega framþróun og hagræðingu í fiskvinnslu. ÆGIR — 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.