Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 23
Jóhannes Stefánsson: Stjórnun fiskveiða Forseti, góðir þingfull- trúar. Þegar fiskimálastjóri bað mig að hafa fram- sögu á þinginu um fisk- veiðastefnu og stjórnun fiskveiða féllst ég á það umhugsunarlítið. Síðar datt mér í hug, að e.t.v. hefði betur farið á þvi, að einhver úr milliþinga- nefnd Fiskiþings um hugsanlega kvótaskiptingu, reifaði þetta mikil- væga mál. Nefndin varð ekki sammála og því færi ekki illa a því, að einhver utan hennar reyndi að gera grein fyrir því, sem þar kom fram. Fjórðungssamband fiskifélagsdeilda á Austurlandi hefir, eins og önn- Ur Fjórðungssambönd, fjallað mikið um stjórnun fiskveiða og þá einkum kvótaskiptingu á þorsk- veiðum, sem það hefir haft ákveðnar skoðanir á og þvi sérstöðu. Hætt er við að skoðanir mínar mótist nokkuð af tillöguflutningi og ályktunum Fjórð- ungsþingsins. Þessi mál eru mjög viðkvæm og skiptar skoðanir um það hvernig á að taka á þeim. au verða ekki afgreidd með þvi að fullyrða, að þetta eða hitt sé hið eina rétta, og að þessi eða hinn , a^ ekki vit á hlutunum. Stjórnun fiskveiða okkar ! dag er svo mikilvæg, að það verður að setjast nið- Ur og samræma skoðanir, finna lausn, sem flestir, er na\ægt sjávarútvegi og fiskvinnslu koma, geti sætt sig við. Fiskveiðin er miklu flóknari og erfið- ari viðfangs í dag, en áður var, þar sem ofveiði er á fiestum fiskstofnum. Það var enginn vandi, þegar allir máttu stunda sjóinn að eigin geðþótta. Engar takmarkanir voru a veiðum, og þá héldu allir, að alltaf yrði nógur ls ur á íslandsmiðum. Bátar voru litlir og veiðar- ‘Ærin fábreytt. Það sem angraði menn mest voru aðgangsharðir Ut enáingar, sem veiddu uppi í landsteinum. íslendingar eignuðust stærri skip, veiddu með botnvörpu og fiskuðu betur en útlendingar. Hins- vegar kunnu þeir sér oft ekki hóf og hryggilegasta dæmið er, þegar nýsköpunartogararnir veiddu smáfiskinn fyrir Norðurlandi, og fóru með hvern farminn af öðrum í gúanó, eins og síld og loðnu. Eftir langa og harðvítuga baráttu tókst að fá 200 mílna fiskveiðilögsögu viðurkennda. Við sátum einir að fiskimiðunum umhverfis landið. Þá var vandi að gæta fengins fjár, eigi síður en afla þess. Fiskimiðin voru víðáttumikil og fjöldinn allur taldi að það væri nógur fiskur og því mætti veiða eftir vild. Nokkur hópur velmenntaðra fiskifræðinga var tekinn til starfa á rannsóknarstofum og fiskirann- sóknarskipum. Beitt var vísindalegum aðferðum til þess að gera grein fyrir því hvernig ástandi hinna ýmsu fiskstofna væri. í fyrsta sinn var hægt að sýna þjóðinni fram á hvað mætti veiða mikið, án þess að um ofveiði væri að ræða. Auðvitað skjátlaðist fiskifræðingum, og þeirra vísindi eru ekki fullkomin, en ég held að það megi staðhæfa, að rannsóknir þessara manna og aðvar- anir um að ganga ekki of nálægt fiskstofnunum hafi bjargað ótrúlega miklu. Margir trúðu ekki á þessar rannsóknir og töldu óþarfa að fara eftir ábendingum um ofveiði. Fáir hefðu líka trúað því að hægt væri að komast til tunglsins. En það var rannsóknum og vísindum að þakka að það tókst. Ljósasta dæmið eru rann- sóknir á vorgotssíldinni eða suðurlandssíld. Bann- ið við veiðum í nokkur ár og stækkandi stofn ár frá ári. Stöðvun loðnuveiða, þótt seint væri. Tak- markanir á skeldýraveiðum, svo að stofnar hafa haldist í horfinu ár eftir ár. Þá var komið að þorsk- inum, sem afkoma útvegsins og raunar þjóðarinn- ar hefur byggst á. Vísindamenn gáfu út Svarta skýrslu, um ofveiði þorsksins. Menn urðu að viðurkenna að alvara væri á ferðum. Fara yrði með gát að veiðum. Þorskveiðar voru takmark- aðar við ákveðinn tonnafjölda á ári. Áformað var að vernda hrygningarstofninn. Það voru ekki allir ánægðir með veiðitakmarkanir og það var frá fjár- hagslegu sjónarmiði æskilegt að veiða meira. Þrýstingur var alltaf á stjórnvöld að leyfa meiri veiði. Reynt var að telja fiskifræðingum hughvarf. Oft var látið undan síga. Nú er því miður svo komið, að allt bendir til þess, að of langt haFi verið gengið í þorskveiðum. Aflinn á þessu ári er vísbending um ÆGIR — 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.