Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 29
verði ekki heimilaðar innan 12 sjómílna úti af Vestfjörðum. b) Að þau undanþáguákvæði, sem veitt verða frá þessari meginreglu vegna minni báta, verði ekki bundin í lögum, heldur stjórnað með reglu- gerðarákvæðum. c) Að Kögurhólfinu verði breytt þannig, að norðurhliðin verði færð upp á Loran C línu 62450. d) Að karfahólf úti af Breiðafirði verði lagt niður. e) Að á tímabilinu frá 1. okt. til 15. marz verði sett sérstakt línusvæði i Reykjafjarðarál. 4. Að tilvísan 39. fjórðungsþings Fiskideilda í Norðlendingafjórðungi: a) Að við endurskoðun og breytingar á land- helgislöggjöfinni verði ákvæði um veiðisvæði ekki lögbundin, heldur stjórnað með reglu- gerðarákvæðum. Aukin verði nýting hafsvæða nær landi fyrir allar gerðir íslenska fiskiskipa- flotans. Aðeins verði samið við útlendinga um gagnkvæmar veiðiheimildir og inn í þá samn- inga tekin ákvæði um samkeppni aðila á fiskmörkuðum. b) Að línubátar hafi forgangsrétt að veiðisvæði á Rifsbakka. c) Að ekki verði teknar upp veiðar með 5,5 tommu möskva. d) Að Eyjafirði verði ekki skipt milli einstakra báta eða veiðarfæra. 5. Að tilvísan 42. fjórðungsþings Fiskideilda í Austfirðingafjórðungi: a) Að við endurskoðun laga og reglugerða um veiðar- og veiðitilhögun í fiskveiðilögsögunni verði NA svæðið lokað fyrir öllum togveiðum ut að 20 sjómílum frá grunnlinupunktum og einnig verði svæðið frá réttvísandi NA frá Langanesi að línu réttvisandi A frá Glettinga- nesi lokað fyrir öllum togveiðum út að 12 míl- um frá grunnlinupunktum. b) Að vakin er athygli á því vandamáli sem upp kemur með nýtingu landhelginnar, hvað varðar aukna möguleika minni togbáta með tilkomu tveggja báta botnvörpu. 6. Að tilvísan aðalfundar Fiskideildar Vestmanna- eyja: a) Að lína D4 verði opnuð fyrir togara frá 15. maí í stað 1. ágúst til 31. desember og lína C3 verði einnig opnuð frá 15. maí í stað 15. sept. til áramóta. b) Að lína C6 miðist við fjöruborð i stað við- miðunarpunkta allt að 19°40 V, en viðmiðun á Lundadrang falli út. Lína þessi á við bátastærð frá 26 m að 39 m. c) Að skipum yfir 26 m að lengd, sé óheimilt að veiða með botnvörpu innan línu D3 og D2 milli 20°V og 20°40 V allt árið. d) Að ekki verði slakað á aðgerðum frá því sem nú er, til verndunar ungviðinu í fiskstofnum okkar. 7. Eftirlitsmönnum verði fjölgað og Landhelgis- gæslunni verði fengin hlutdeild í auknu eftirliti með veiðum. Sett verði tímamörk á svæðalokanir, sem settar eru með reglugerðum, t. d. 1-2 mánuðir. Skýrsla fiskimálastjóra 41. Fiskiþing færir fiskimálastjóra og starfsfólki Fiskifélags íslands þakkir fyrir störf þess. í ítarlegri skýrslu fiskimálastjóra kemur fram hversu umfangsmikil störf í þágu sjávarútvegsins eru unnin hjá Fiskifélaginu, og með þátttöku fiski- málastjóra á fjölmörgum sviðum sjávarútvegs- mála. Öryggismál 41. Fiskiþing ítrekar, að þær samþykktir, sem gerðar hafa verið á fiskiþingum og i deildum Fiski- félagsins, um öryggismál, og ekki hafa komist í framkvæmd, verði teknar til afgreiðslu svo fljótt sem kostur er. Greinargerð: Fiskiþing harmar það sinnuleysi, sem oft verður vart i öryggismálum, og leggur áherzlu á, að áhöfnum skipa sé kynntur sá öryggisbúnaður sem um borð er og kennd sé notkun hans. Skipstjóri beri ábyrgð á framkvæmd þessari. Selveiðar og hringormavandamál 41. Fiskiþing þakkar störf selormanefndar, og telur áframhaldandi starf hennar nauðsynlegt. Til þess að halda selastofninum í skefjun, er brýnt, að áfram verði haldið verðlaunaveitingum fyrir hvern veiddan sel. Fiskiþing leggur áherslu á, að með lagafrumvarpi því, sem nú er í undirbúningi um selveiðar, verði gert kleift að vinna að fækkun sela við strendur landsins. ÆGIR — 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.