Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 59

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 59
NÝ FISKISKIP Patrekur BA 64 4- nóvember s.l. afhenti Skipasmíðastöðin Skipavík h.f. í Stykkishólmi nýtt 172 rúmlesta tveggja þilfara stálfiskiskip, sem er nýsmíði nr. 21 hjá stöðinni og hlaut skipið nafnið Patrekur BA 64. Smíði skipsins var með nokkuð sérstökum hœtti, en skrokkur skipsins var smíðaður í Svíþjóð hjá Marstrandverken í Marstrand eftir teikningu frá Fartygskonstruktioner AB í Uddevalla. Skrokkinn keypti síðan núverandi eigandi skipsins °g kom hann til landsins frá Noregi í september 1980. Skrokkurinn var síðan lengdur um 6.0 m og lokið við smíðina hjá Skipavík h.f. Skipið er búið til línu-, neta- og togveiða, varpa tekin inn á tromlu, og má nefna að í skipinu eru möguleikar á frystingu. Patrekur BA er annað stálfiskiskipið sem Skipa- v‘k h.f. afhendir. Hið fyrra var Gullfaxi SH, 73 rúmlesta skip, afhent í febrúar 1979, og var skrokkur Gullfaxa smíðaður hjá Dráttarbrautinni h-f. í Neskaupstað. Patrekur BA er í eigu samnefnds hlutafélags á Patreksfirði. Skipstjóri er Magnús Jónsson og 1. velstjóri Gunnar Héðinsson. Framkvæmdastjóri átgerðar er Jón Magnússon. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Det Norske Veritas i flokkiiíUAl, Fishing Vessel, MV. Skipið er tveggja þilfara fiskiskip, með gafllaga skut, og brú aftantil á efra þilfari, og er búið til línu-, neta- og togveiða. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fimm vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir ferskvatn; fremra frystirými með botngeymum fyrir ferskvatn og aft- ®ra frystirými með botngeymum fyrir sjókjölfestu; 1‘skiiest með botngeymum fyrir brennsluolíu undir unðhluta lestar; vélarúm með brennsluolíugeym- um í síðum; íbúðir afturskips (káeta) og aftast skutgeymar fyrir brennsluolíu ásamt rými fyrir sfýrisvél. Mestalengd ......................... 33.04 m Lengd milli lóðlína................. 30.04 m Breidd .............................. 7.00 m Dýpt að efra þilfari ................ 5.60 m Dýpt að neðra þilfari................ 3.45 m Eiginþyngd ........................... 327 t Særými(djúprista3.40m) ............... 495 t Burðargeta (djúprista 3.40 m) ........ 168 t Lestarrými (fiskilest) ............... 180 m3 Frystilestar .......................... 72 m3 Beitufrystir........................... 14 m3 Brennsluolíugeymar .................. 37.9 m3 Ferskvatnsgeymar .................... 17.4 m3 Sjókjölfestugeymar.................... 8.0 m3 Ganghraði (reynslusigling) ........ ll.Ohn Rúmlestatala ......................... 172 brl Skipaskrárnúmer...................... 1640 Fremst á neðra þilfari er kælivéla- og dælurými, verkstæði, snyrting og íbúðaklefi ásamt keðjukössum, þá milliþilfarsrými (vinnuþilfar), íbúðarými aftantil ásamt línugangi s.b.-megin, og aftast linubalakælir. A efra þilfari aftarlega er brú skipsins, en fremst í henni er stýrishús á reisn og aftantil kortaklefi, skipstjóraklefi og skorsteinshús. Framarlega á efra þilfari er frammastur með bómu og nokkur aftar, b.b.-megin, er niðurgangskappi. Aftarlega á efra þilfari er toggálgi, þvert yfir skipið, og b.b.-megin á skut er vísir að vörpurennu. Vélabúnaður: Aðalvél er frá Crepelle, fjögurra skrokka fjór- gengisvél með forþjöppu og eftirkælingu. Vélin tengist niðurfærslugír, með innbyggðri vökvakúpl- ingu, frá Pont-a-Mousson, og skiptiskrúfubúnaði frá Kamewa-Seffle. Tæknilegar upplýsingar (aðalvél m/ skrúfubún aðij: Gerð vélar .......... 4 PSN 3 Afköst .............. 750 hö við 750 sn/mín. Gerð niðurfærslugírs . ESD 800 Niðurgírun........... 2.531:1 Gerð skrúfubúnaðar . 45/3 Efni í skrúfu ....... NiAl-brons Blaðafjöldi ......... 3 Þvermál ............. 1800 mm Snúningshraði........ 295 sn/mín ÆGIR — 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.