Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 20
fyrir þá árekstra sem óumflýjanlega hefðu orðið, ef loðnuskip frá EBE, einkum dönsk, hefðu sótt á þau loðnumið, sem Norðmenn gera tilkall til sem hluta lögsögu sinnar við Jan-Mayen. í upphafi þeirra viðræðna, sem hér um ræðir, settu fulltrúar EBE fram þá kröfu, að loðnuveiðar yrðu bannaðar frá júlí 1982 til jafnlengdar 1983. íslensk stjórnvöld töldu sig ekki geta gengið að slíkum skilyrðum, heldur hlyti mat á ástandi stofnsins að loknum rannsóknarleiðöngrum ís- lendinga og Norðmanna í október á þessu ári að skera úr um þetta atriði. Á siðustu stundu við- ræðnanna náðist samkomulag um, að banna loðnuveiðar fram í byrjun nóvember, svo og al- farið á vertíðinni, ef hrygningarstofn loðnunnar reyndist minni en 400 þús. lestir. Ef ástæður leyfðu, og íslendingar hæfu veiðar í haust eða næsta vetur, var samið um, að skip frá EBE fengu heimild til takmarkaðra kolmunna- veiða næsta sumar við ísland og Jan-Mayen. Á móti fengju íslendingar heimild til að veiða kol- munna á miðum EBE. Eru þetta hagkvæmir samningar? Ég tel svo vera. í fyrsta lagi fengum við framgengt kröfum okkar um bann við sumarveiðum á loðnu. í öðru lagi gengur samningurinn um gagnkvæmar veiðar á kolmunna ekki í gildi, nema við hefjum loðnu- veiðar næsta vetur, og í þriðja lagi opnast hugsan- lega möguleiki á töluvert lengra úthaldi íslenzkra kolmunnaskipa, ef hagkvæmt þykur að nýta þá. Ég gat þess á Fiskiþingi í fyrrahaust, að ólíklegt væri, að Grænlendingar reyndust þjálli viðskiptis um vernd og nýtingu karfa, loðnu og rækju en Efnahagsbandalagið, þegar og ef þeir tækju alfar- ið við stjórn fiskveiðimála við Grænland. Síðari viðtöl við fulltrúa Grænlendinga um þessi mál hafa fremur styrkt þessa skoðun mína en hitt. Þeir munu halda fast við þá kröfu að fá 35—40% hlutdeild í karfa- og loðnuafla. Ekki eru samt miklar líkur á að þeir stundi sjálfir veiðar á þessum fiski, heldur ætla þeir að selja aðgang að miðunum hæstbjóðendum. Þá vaknar spurningin hverjir bjóða best. Áður en ég ræði starfsemi einstakra deilda Fiski- félagsins, langar mig til að fara nokkrum orðum um gæði fiskafla og afurða. Bæði er, að þetta mál hefur mjög verið til umræðu á fundum stjórnar fé- lagsins og hitt, að þetta verður meirháttar mál, til umræðu og ályktunar á þessu þingi. Góða staða okkar á erlendum mörkuðum hefur hingað til ekki síst byggst á áliti og trú kaupenda og neytenda á þeirri vöru sem þeir eru að kaupa frá okkur. Fiskiþingsfulltrúum er ljósara en flestum öðrum, hversu mikilvægt er, að við stöndum undir þeim orðstír, sem af íslenskum sjávarafurðum hefur farið erlendis. Undanfarin misseri hafa hinsvegar birst of margar fréttir af mistökum í framleiðslu og mati bæði á afla og afurðum. Þegar mistök sem þessi eiga sér stað, er sjaldnast einum um að kenna, þótt tilhneigingar gæti til að finna blóraböggul, sem kenna megi allt sem miður fer. Slíkt fær auðvitað ekki staðist. Það er því nauðsynlegt, að hver og einn, sem við fiskveiðar og framleiðslu sjávaraf- urða fæst, líti í eigin barm, geri sér grein fyrir ann- mörkum og bæti úr þeim. Raunar má segja, að við vitum í flestum tilfell- um, hvar skórinn kreppir að, þótt ekki sé ávallt auðvelt að finna og fylgja leiðum til úrbóta. Tímalengd toga og methalið er ekki til fyrir- myndar. Tveggja og þriggja nátta netafiskur, að ekki sé minnst á sumarveiddan fisk, sem oft er mjög viðkvæmur, krefst enn meiri vandvirkni við framleiðslu og mat afurða. Við vitum um misjafna blóðgun og ísun og aðra meðferð afla um borð, sérstaklega þegar landa á í heimahöfn, og betri meðferð þegar sigla á með aflann. En við vitum líka, að mörg skip og áhafnir þeirra koma að jafn- aði með góðan afla að landi og betri en önnur. Nú má enginn skilja orð mín svo, að bætt með- ferð afla sé eina lausnarorðið í þessu efni, þótt mikilvægt sé. Okkur er nefnilega líka kunnugt um að ótal margt má lagfæra í þeirri rás, sem við tek- ur, þegar skipið hefur lagst að bryggju og löndun hefst. Víða má bæta meðferð við löndun — stungugöt á fiski eru of tíð — sturtun á og af bíl — móttaka og geymsla í vinnslustöð er alltof víða ábótavant. Að hér er hægt um að bæta, vitna margar vinnslustöðvar, þar sem þessi atriði eru til fyrirmyndar. En það er fleira, sem huga þarf að — kunnátta, verklag og vandvirkni vinnslufólks á öllum stigum framleiðslunnar er ekki allsstaðar til fyrirmyndar. Svonefnd vinnuverndarlöggjöf eða öllu heldur framkvæmd hennar samrýmist ekki þörfum og kröfum við framleiðslu matvæla úr hráefni, þar sem illmögulegt er að stjórna hráefnisframboði á 8 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.