Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 63

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 63
Auðunn Ágústsson og Emil Ragnarsson: Taeknideild Fiskifélags íslands r Ahrif botngróðurs á olíu- notkun og ganghraða NORDFORSK-samstarfsverkefni. A s.l. ári birtust þrjár greinar frá Tæknideild í samnorrænu rannsóknarverkefni á sviði orku- sparnaðar í fiskveiðum (sjá 4., 9. og 10. tbl. ’82). í þessu tölublaði verður verkefnið ,,Áhrif botngróð- urs á olíunotkun og ganghraða“ kynnt og birtar fyrstu niðurstöður. Inngangur: Markmið viðkomandi verkefnis er eftirfarandi í stórum dráttum: ,,Kanna áhrif botngróðurs og yfirborðshrjúfleika á mótstöðu og olíunotkun við breytilegan ganghraða fyrir mismunandi stærðir fiskiskipa með beinum mælingum“. Aður en umrætt verkefni var sett á laggirnar hafði Tæknideild gert tilraun til að mæla þessi ahrif. Það var haustið 1980 að mælingar fóru fram 1 Verði ÞH 4 fyrir og eftir botnhreinsun. Ekki voru tök á að standa þannig að mælingum að fullnægj- andi samsvörun fyrir og eftir botnhreinsun fengist, auk þess sem deildin réði þá ekki yfir þeirri mæli- tækni sem nú er fyrir hendi, og niðurstöður því ekki nægilega marktækar. Einsýnt var að mjög takmarkaðar upplýsingar voru fyrir hendi um þennan þátt, þ.e. áhrif botn- gróðurs á mótstöðu og olíunotkun fiskiskipa, og Þá á norðlægum slóðum, en hins vegar frekar hægt að finna ýmislegt um þetta efni fyrir stór flutninga- ship á suðlægum siglingaleiðum. Frændur vorir á Norðurlöndum sýndu umræddu verkefni mikinn ahuga og töldu það rannsóknarvert. Verkefnið felur í sér eftirfarandi: — Beinar mœlingar á brennsluolíunotkun og aflþörf, sem fall af ganghraða, fyrir og eftir botnhreinsun og á milli hreinsana. Mælingar spanni að minnsta kosti þrjár skipsstærðir. — Skrá upplýsingar um siglingu viðkomandi skipa, komuhafnir og tilsvarandi hafnartíma, ástand botns fyrir og eftir botnhreinsun o.fl. — Safna upplýsingum um slipptökur almennt, þ.e. tíðni botnhreinsana fyrir fiskiskip hérlend- is, ástand þeirra og hvernig þau eru almennt meðhöndluð í slipp. — Setja fram tölulegar niðurstöður um áhrif botngróðurs í rekstri fiskiskipa, á grundvelli mælinga og athugana, með tilliti til ýmissa þátta, svo sem skipsstærðar, yfirborðsmeð- höndlunar, tímalengdar í sjó, sjávarástands o.fl. í þessari fyrstu kynningu á verkefninu verður gerð grein fyrir hvernig staðið er að gagnasöfnun í slippum og kynntar niðurstöður í fyrstu mælingu fyrir og eftir botnhreinsun. Fyrsta skipið í þessum mælingum var Víkingur AK 100. Gagnaöflun um botnhreinsanir: Eins og fram hefur komið er einn þáttur þessa verkefnis allvíðtæk gagnaöflun um ástand skipa, Mvnd I: Vikingur AK 100 að koma i slipp. Helzln nwl skipsins: Mesta lengd 72.51 ni, breidd 10.30 m, dýpl að efra þilfari 7.90 m Aðalvél er Alpha Diesel 2880 hö við 750 sn/mín. ÆGIR — 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.