Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1983, Page 63

Ægir - 01.01.1983, Page 63
Auðunn Ágústsson og Emil Ragnarsson: Taeknideild Fiskifélags íslands r Ahrif botngróðurs á olíu- notkun og ganghraða NORDFORSK-samstarfsverkefni. A s.l. ári birtust þrjár greinar frá Tæknideild í samnorrænu rannsóknarverkefni á sviði orku- sparnaðar í fiskveiðum (sjá 4., 9. og 10. tbl. ’82). í þessu tölublaði verður verkefnið ,,Áhrif botngróð- urs á olíunotkun og ganghraða“ kynnt og birtar fyrstu niðurstöður. Inngangur: Markmið viðkomandi verkefnis er eftirfarandi í stórum dráttum: ,,Kanna áhrif botngróðurs og yfirborðshrjúfleika á mótstöðu og olíunotkun við breytilegan ganghraða fyrir mismunandi stærðir fiskiskipa með beinum mælingum“. Aður en umrætt verkefni var sett á laggirnar hafði Tæknideild gert tilraun til að mæla þessi ahrif. Það var haustið 1980 að mælingar fóru fram 1 Verði ÞH 4 fyrir og eftir botnhreinsun. Ekki voru tök á að standa þannig að mælingum að fullnægj- andi samsvörun fyrir og eftir botnhreinsun fengist, auk þess sem deildin réði þá ekki yfir þeirri mæli- tækni sem nú er fyrir hendi, og niðurstöður því ekki nægilega marktækar. Einsýnt var að mjög takmarkaðar upplýsingar voru fyrir hendi um þennan þátt, þ.e. áhrif botn- gróðurs á mótstöðu og olíunotkun fiskiskipa, og Þá á norðlægum slóðum, en hins vegar frekar hægt að finna ýmislegt um þetta efni fyrir stór flutninga- ship á suðlægum siglingaleiðum. Frændur vorir á Norðurlöndum sýndu umræddu verkefni mikinn ahuga og töldu það rannsóknarvert. Verkefnið felur í sér eftirfarandi: — Beinar mœlingar á brennsluolíunotkun og aflþörf, sem fall af ganghraða, fyrir og eftir botnhreinsun og á milli hreinsana. Mælingar spanni að minnsta kosti þrjár skipsstærðir. — Skrá upplýsingar um siglingu viðkomandi skipa, komuhafnir og tilsvarandi hafnartíma, ástand botns fyrir og eftir botnhreinsun o.fl. — Safna upplýsingum um slipptökur almennt, þ.e. tíðni botnhreinsana fyrir fiskiskip hérlend- is, ástand þeirra og hvernig þau eru almennt meðhöndluð í slipp. — Setja fram tölulegar niðurstöður um áhrif botngróðurs í rekstri fiskiskipa, á grundvelli mælinga og athugana, með tilliti til ýmissa þátta, svo sem skipsstærðar, yfirborðsmeð- höndlunar, tímalengdar í sjó, sjávarástands o.fl. í þessari fyrstu kynningu á verkefninu verður gerð grein fyrir hvernig staðið er að gagnasöfnun í slippum og kynntar niðurstöður í fyrstu mælingu fyrir og eftir botnhreinsun. Fyrsta skipið í þessum mælingum var Víkingur AK 100. Gagnaöflun um botnhreinsanir: Eins og fram hefur komið er einn þáttur þessa verkefnis allvíðtæk gagnaöflun um ástand skipa, Mvnd I: Vikingur AK 100 að koma i slipp. Helzln nwl skipsins: Mesta lengd 72.51 ni, breidd 10.30 m, dýpl að efra þilfari 7.90 m Aðalvél er Alpha Diesel 2880 hö við 750 sn/mín. ÆGIR — 51

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.