Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 22
voru verulegar bætur til loðnuskipa, þar sem veiðar voru stöðvaðar áður en veiðst hafði upp í fyrirfram ákveðinn aflakvóta. Þessi veiðistöðvun kom mjög misjafnlega niður á einstökum skipum. Deila má um það fyrirkomulag, sem notað var við útreikninga þessarra bóta. Hinsvegar var að minu mati sjóðurinn bótaskyldur i þessu tilfelli, sbr. 2. gr. laga um sjóðinn, þar sem er að finna ákvæði um hlutverk hans. Á síðasta Alþingi voru sett lög um aflatryggingu grásleppuveiðibáta og útflutningsgjald af grá- sleppuafurðum. Þótt frumvarp að lögum þaraðlút- andi hafi tekið nokkrum breytingum í meðförum á Alþingi — einkum vegna samhljóða ábendinga stjórnar Fiskifélagsins og stjórnar Aflatrygginga- sjóðs, er langt frá því að allir annmarkar hafi verið numdir á brott, enda er þegar farið að huga að breytingum á þessum nýsettu lögum. Eins og ráða má af yfirliti um stöðu hinna ýmsu deilda sjóðsins, hefur verið um greiðsluhalla að ræða hjá öllum deildum hans á árinu. Mestur er hallinn hjá Verðjöfnunardeild. Þessum halla hefur verið mætt með lánum úr hinni almennu deild. Tæknideild. Þar sem fyrir liggur ítarleg skýrsla um starfsemi deildarinnar, auk þess sem einn starfsmanna henn- ar mun gera þinginu nánari grein fyrir ýmsum verkefnum, get ég verið stuttorður um þetta efni. Af hefðbundnum verkefnum má nefna störf fyrir Fiskveiðasjóð íslands. Voru alls afgreidd 26 mál fyrir sjóðinn, þaraf voru átta umsagnir vegna ný- smíða og kaupa á fiskiskipum, ellefu umsagnir voru samdar vegna breytinga á skipum og tvær álitsgerðir skrifaðar samkvæmt sérstakri ósk stjórnar sjóðsins. Skýrsla um athugun á reynslu við svartolíu- brennslu kom út á árinu. Gerð var nokkur grein fyrir niðurstöðum á siðasta Fiskiþingi. Áfram var haldið kynningar- og fræðslufundum í Vélskóla ís- lands og Stýrimannaskólanum. Eitt veigamesta verkefni Tæknideildar á liðnu starfsári var vinnuframlag í sambandi við norrænt rannsóknarverkefni um orkusparnað á fiskveiðum, svonefnt Nordforsk verkefni. Þar sem um merki- legt verkefni er að ræða vil ég hvetja þingfulltrúa til að kynna sér vandlega skýrslu Tæknideildar í þessu efni. Góðir þingfulltrúar. Komið er nú að lokum skýrslu minnar um starfsemi Fiskifélags íslands á liðnu starfsári. Ég leyfi mér að færa samstjórnar- mönnum mínum þakkir fyrir gott samstarf. Þá vil ég þakka starfsfólki félagsins og Fiskifélagsmönn- um um land allt fyrir vel unnin störf á árinu. 10 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.