Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1983, Page 29

Ægir - 01.01.1983, Page 29
verði ekki heimilaðar innan 12 sjómílna úti af Vestfjörðum. b) Að þau undanþáguákvæði, sem veitt verða frá þessari meginreglu vegna minni báta, verði ekki bundin í lögum, heldur stjórnað með reglu- gerðarákvæðum. c) Að Kögurhólfinu verði breytt þannig, að norðurhliðin verði færð upp á Loran C línu 62450. d) Að karfahólf úti af Breiðafirði verði lagt niður. e) Að á tímabilinu frá 1. okt. til 15. marz verði sett sérstakt línusvæði i Reykjafjarðarál. 4. Að tilvísan 39. fjórðungsþings Fiskideilda í Norðlendingafjórðungi: a) Að við endurskoðun og breytingar á land- helgislöggjöfinni verði ákvæði um veiðisvæði ekki lögbundin, heldur stjórnað með reglu- gerðarákvæðum. Aukin verði nýting hafsvæða nær landi fyrir allar gerðir íslenska fiskiskipa- flotans. Aðeins verði samið við útlendinga um gagnkvæmar veiðiheimildir og inn í þá samn- inga tekin ákvæði um samkeppni aðila á fiskmörkuðum. b) Að línubátar hafi forgangsrétt að veiðisvæði á Rifsbakka. c) Að ekki verði teknar upp veiðar með 5,5 tommu möskva. d) Að Eyjafirði verði ekki skipt milli einstakra báta eða veiðarfæra. 5. Að tilvísan 42. fjórðungsþings Fiskideilda í Austfirðingafjórðungi: a) Að við endurskoðun laga og reglugerða um veiðar- og veiðitilhögun í fiskveiðilögsögunni verði NA svæðið lokað fyrir öllum togveiðum ut að 20 sjómílum frá grunnlinupunktum og einnig verði svæðið frá réttvísandi NA frá Langanesi að línu réttvisandi A frá Glettinga- nesi lokað fyrir öllum togveiðum út að 12 míl- um frá grunnlinupunktum. b) Að vakin er athygli á því vandamáli sem upp kemur með nýtingu landhelginnar, hvað varðar aukna möguleika minni togbáta með tilkomu tveggja báta botnvörpu. 6. Að tilvísan aðalfundar Fiskideildar Vestmanna- eyja: a) Að lína D4 verði opnuð fyrir togara frá 15. maí í stað 1. ágúst til 31. desember og lína C3 verði einnig opnuð frá 15. maí í stað 15. sept. til áramóta. b) Að lína C6 miðist við fjöruborð i stað við- miðunarpunkta allt að 19°40 V, en viðmiðun á Lundadrang falli út. Lína þessi á við bátastærð frá 26 m að 39 m. c) Að skipum yfir 26 m að lengd, sé óheimilt að veiða með botnvörpu innan línu D3 og D2 milli 20°V og 20°40 V allt árið. d) Að ekki verði slakað á aðgerðum frá því sem nú er, til verndunar ungviðinu í fiskstofnum okkar. 7. Eftirlitsmönnum verði fjölgað og Landhelgis- gæslunni verði fengin hlutdeild í auknu eftirliti með veiðum. Sett verði tímamörk á svæðalokanir, sem settar eru með reglugerðum, t. d. 1-2 mánuðir. Skýrsla fiskimálastjóra 41. Fiskiþing færir fiskimálastjóra og starfsfólki Fiskifélags íslands þakkir fyrir störf þess. í ítarlegri skýrslu fiskimálastjóra kemur fram hversu umfangsmikil störf í þágu sjávarútvegsins eru unnin hjá Fiskifélaginu, og með þátttöku fiski- málastjóra á fjölmörgum sviðum sjávarútvegs- mála. Öryggismál 41. Fiskiþing ítrekar, að þær samþykktir, sem gerðar hafa verið á fiskiþingum og i deildum Fiski- félagsins, um öryggismál, og ekki hafa komist í framkvæmd, verði teknar til afgreiðslu svo fljótt sem kostur er. Greinargerð: Fiskiþing harmar það sinnuleysi, sem oft verður vart i öryggismálum, og leggur áherzlu á, að áhöfnum skipa sé kynntur sá öryggisbúnaður sem um borð er og kennd sé notkun hans. Skipstjóri beri ábyrgð á framkvæmd þessari. Selveiðar og hringormavandamál 41. Fiskiþing þakkar störf selormanefndar, og telur áframhaldandi starf hennar nauðsynlegt. Til þess að halda selastofninum í skefjun, er brýnt, að áfram verði haldið verðlaunaveitingum fyrir hvern veiddan sel. Fiskiþing leggur áherslu á, að með lagafrumvarpi því, sem nú er í undirbúningi um selveiðar, verði gert kleift að vinna að fækkun sela við strendur landsins. ÆGIR — 17

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.