Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1984, Qupperneq 22

Ægir - 01.04.1984, Qupperneq 22
Eriingur Hauksson, sjávariífFræðingur: Selormurínn (Phocanema decipiens) Líffræði hans og hringormavandinn Inngangur í þessari grein er fjallað um hringorminn Phoca- nema decipiens (Krabbe, 1878). Gefið er yfirlit um líf- fræði hans og hvað helst er til ráða til úrlausnar þess vanda, sem þessi hringormstegund skapar íslenskum fiskiðnaði. Þetta yfirlit er að hluta unnið úr fyrri skýrslum um hringorminn og hringormavandamálið (Jónbjörn Pálsson, 1972 og 1975 a; Björn Dagbjarts- son 1973 a og b), en nýjum upplýsingum bætt við úr síðari heimildum. P. decipiens tilheyrir dýrafylkingunni þráðormar (Nematoda). Mikill fjöldi þráðormstegunda eru sníklar í fisktegundum og öðrum sjávardýrum og nefnast að gamalli hefð hringormar. Á íslensku hefur tegundin P. decipiens ekki haft sérstakt heiti, en á enskri tungu nefnist hún „cod-worm“, enda er hún mjög algeng í þorski í Norður-Atlantshafi og víðar. Þessi hringormur er þó ekki bundinn þorski, heldur er hann að finna í mörgum öðrum fisktegundum, eins og vikið verður að síðar. Réttara er því að nefna hann eftir lokahýslum sínum og kalla hann selorm, eins og stungið var upp á af vísindamanninum L. Margolis (1977), en hann vildi kalla P. decipiens „seal-worm“, enda felst sel- ormsheitið í ættkvíslarnafninu Phocanema. Selormurinn tilheyrir þráðormsættinni Anisaki- nae, en þráðormar þeirra ættar eru sníklar í sjávar- spendýrum, fiskum og sjávarhryggsleysingjum. Teg- undin hefur borið mörg nöfn í tímans rás og eru nokkur þeirra enn við lýði og því samheiti Phoca- nema decipiens. Þau helstu eru: Ascaris decipiens, Porrocaecum decipiens og Terranova decipiens. P. decipiens er eina tegundin sinnar ættkvíslar (Berland 1961). Önnur hringormstegund er kemur hér við sögu, er Anisakis. Lokahýslar hennar eru hvalir, en milli- hýslar, sviflæg krabbadýr og uppsjávarfiskar. Lífshættir Kynþroska selormar hafa fundist í maga og görnufli sjávarspendýra í Norður-íshafi, Atlantshafi, Kyrra' hafi og Suður-íshafi. Selormslirfur hafa fundist 1 öllum selategundum sem finnast hér við land. Einnig hafa lirfur ormsins fundist í eftirfarandi hvalateg' undum: hnísu, hrefnu, steypireyði, mjaldur, narhval. búrhval, hnýðing (Kreis 1958; Myers 1959; Young 1972; Ridgway 1972). Kynþroska selormar hafa ein- ungis fundist í selum, hnísu og búrhval (Scott & Fischer 1958 a og b; Young 1972). Lirfur selormsins hafa fundist í mörgum fisk' tegundum í Norður-Atlantshafi og í eftirfarand1 íslenskum fisktegundum: þorski, langlúru, skrap' flúru, lúðu, marhnút, skötutegundum, skarkola- þrömmung, stóru-brosmu, löngu, skötusel, skraut' glitni, karfa og ýsu (Templeman et. al. 1957; Kre,s 1958; Wooten & Waddel 1977; Margolis & Arthut 1979). Þær hafa einnig fundist í krabbadýrum, þang' lúsinni Idothea neglecta (Pallas), marflónni Gatfl' marus lawrencianus (Bousfield) og einstaklingum a ættkvísl Mysis (Scott & Black 1960; Björge 19?9> Odense 1979). Ofangreind þanglúsartegund finns1 hér við land og krabbadýr af ætt Mysis, marflóin G- lawrencianus aftur á móti ekki, en í fjörum hér efU marflær af ættkvísl Gammarus mjög algengar. Tilraunir hafa leitt í ljós að landselir og útselirerU lokahýslar fyrir þennan orm og virðist þetta gilda fyr,r selategundir í Norður-Atlantshafi almennt, því að 1 meltingarvegi þeirra er ávallt að finna kynþroska se orma (Scott 1953; McClelland 1980 c). Kynþroska selormar hafa ekki fundist í meltingarvegi mavU’ skarfa, svartfugla og lóms. Tilraunir með skar sýndu að þeir eru ekki lokahýslar fyrir selormm11' þ.e.a.s. P. decipiens lirfur gátu ekki þroskast í kyn þroska orma í meltingarvegi þeirra (Myers 1959)- Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið til að kanua 190-ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.