Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1984, Side 52

Ægir - 01.04.1984, Side 52
Nýr orkusparandi GIR lrá WÁRTSILA BOBSSO, Próun í framleiðslu dísilvéla hefur gert kleift að brenna svartolíu á aðalvélum fiskiskipa og dráttar- báta. Fullkomnar svartolíuvélar allt niður að 500 KW eru á markaðnum í dag. Rafmagn er þó framleitt með hraðgengum dísilvélum eða í nokkrum tilfellum með öxulrafal. Öxulrafala verður að keyra með jöfnum hraða og eru þeir knúnir af aðalvélinni, sem drífur skiftiskrúfuna, sem þá verður einnig knúin á jöfnum hraða. Þar sem mjög óhagkvæmt er að knýja skiftiskrúfu með jöfnum hraða, hefur verið knýjandi þörf á að leysa málið þannig að hægt sé að keyra öxulrafal og skiftiskrúfu samtímis. Með því að hefja framleiðslu á gír með breytanlegum hlutföllum hefur Wártsilá Vasa vélaverksmiðjan leyst þetta vandamál, því vegna hans er hægt að keyra aðalvélina eftir skrúfu- kúrfunni og fá jafnframt jöfn rið úr riðstraums- rafalnum. Þetta hefur í för með sér mikin sparnað á brennsluolíu. Forsaga Fyrir 20 árum, þegar Wártsilá Vasa vélaverk- smiðjan framleidi fjölda iðnaðargíra, smíðaði hún 1500 KW gír fyrir pappírsvél með tveimur völsum. Annar var drifin af hinum gegnum plánetugír. Mis- munurinn í ummálshraða valsanna var stjórnað af slíkum gír með vökvastýringu. Mjög mikillar nákvæmni var þörf við stjórnun þeirra, eða allt að brot úr mm. Ein af ástæðunum fyrir hinni miklu sölu Wártsilá dísilvélanna eru bækur sem hafa veri gefnar út t.d. „One fuel aboard“ en þar er sýnt fram á hvernig hægt er að framleiða alla orku um borð með svartolíu. Til að framkvæma þetta var þessi gír hannaður og smíð- aður. Hönnun C.R. gírsins Frumhugmyndin var að hanna gír sem væri ódýr> traustur og þarfnaðist lítils viðhalds. Uppbygging Aðalkjarnin C.R. er plánetugír. Aflið er flutt i gegnum tvö tannhjól frá dísilvélinni að plánetugírn- um. Hlutfallinu í C.R. gírnum er breytt með vökva- mótor með óbreitanlegu rúmmáli sem tengdur er sól- hjólinu og getur snúist í báðar áttir á breytilegum hraða. Vökvamótorinn er knúinn af vökvadælu með breytanlegu rúmmáli sem tengd er gegnum tannhjól við inngangsöxul. Bestu nýtingu á C.R. gírnum er hægt að ná með því að stöðva sólhjólið, þannig að alh afl fari fram hjá plánetugírnum án hraðabreytinga- Þá er dísilvélin keyrð á algengasta hraða sem gefur þessa nýtingu. Þegar hraði aðalvélarinnar er minnk- aður í samræmi við skrúfulögmálið fer vökvamótor- inn í gang og eykur hraða ferilhjólsins svo að hraði öxulrafalsins verður j afn. Ef hraði vélarinnar er auku1 frá kjörgildi þá breytist snúningsátt vökvamótorsins og hraði öxulrafalsins verður sami og áður. Rúmmáh vökvadælunnar er stjórnað af gangráð. Margendur- teknar prófanir hafa sýnt að C.R. gírinn heldur hraða öxulrafalsins innan við 1% af tölugildi en það full' nægir kröfum flokkunarfélaga. Nýtni er allt að 9T- 96% miðað við besta nýtnisvið. C.R. gírinn sem fyrst var smíðaður er 200 KW en j framtíðinni mun Wártsilá hafa á boðstólnum gír fra 50-500 KW. Umboð fyrir Wártsilá á íslandi hefur Vélar og Tæk' h.f. Reykjavík. 220-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.