Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1985, Page 16

Ægir - 01.06.1985, Page 16
íbúar íGrindavík. 1940 1950 1960 1970 1980 1984 509 527 752116919291988 Segja má að eftir tveggja alda stöðnun frá því kaupmenn lok- uðu búðum sínum 1745, hafi Grindavík aftur opnað dyrnar að framtíðinni. Byggðin hefur teygt sig upp frá höfninni í Hópinu, út frá gömlu byggðinni í Járngerðar- staðahverfi. Hins vegar lagðist útgerð niður í Staðar- og Þór- kötlustaðahverfum, og byggðinni þar hnignaði um leið. Staðar- hverfi fór í eyði 1964, en byggðin við Þórkötlustaði staðnaði, og lík- ist nú einna helst stóru byggða- safni frá fjórða áratugnum. Þannig fylgir búsetan örlögum atvinnuháttanna. Upp hefur risið í Grindavík, myndarlegur útgerðarbær með fjölbreytta úrvinnslu fiskafurða. Hraðfrystihús voru þar sett á stofn upp úr 1940 og starfa enn. Saltfiskverkun stendur þar á gömlum merg. Síld er söltuð, loðna brædd og humar verkaður. Að öllu samanlögðu er Grindavík í hópi mestu verstöðva á landinu, svo sem á dögum enskra og þýskra kaupmanna á 16. öld. Mannlíf hefur þróast í Grinda- vík eins og í öðrum sjávarpláss- um. Verkalýðsfélag Grindavíkur var stofnað 1937, eftir að nútíma- hættir ruddu sér til rúms í fisk- verkun. Einnig starfar þar Sjó- manna-og vélstjórafélag. Einsog vera ber standa þau vörð um hagsmuni hinna vinnandi stétta. Hreppsfélagið og síðar bæjar- félagið hafa staðið að ýmsum þjóðþrifamálum, að nútíma- hætti. Þar má nefna fyrir utan hafnargerðina, rafveitu, vatns- veitu og nú síðast hitaveitu. Og þar er nýlegur barnaskóli, kirkja, heilsugæslustöð og stórt félags- heimili. Félags- og menningarmál eru annars með hefðbundnum hætti miðað við aðra bæi: Kvenfélag með áratugahefð í menningar- og framfaramálum, Ungmennafélag sem sinnir íþróttum og stórmerk björgunarsveit sem fær sérstakan kafla hér í þessu riti. í seinni ti hafa verið stofnuð hversky0, áhugafélög um málefni allt ekk' ieð rökfimi til hestamennsku, og má gleyma klúbbunum n1' útlendu nöfnin sem eru óm|SS andi í sérhverju íslensku bæíar samfélagi. Grindavík hlaut kaupstað3^ réttindi árið 1974, og ber þaL_ með rentu. Allir sem til bæjarin; koma sjá þar öflugt athafna 1' fiskiskip og vinnslustöðvar, sl° menn og verkafólk. Þar er auðæfi dregin úrdjúpi hafsins0', unnin úr þeim söluvarning°r fjarlæga markaði. Starf sem gerl okkur kleift að búa í þessu lan '■ Helstu heimildir: Páls Jarðabók Árna Magnússonarog . Vídalín. Einokunarveslun Daria a landi eftirjón J. Aðils. Tyrkjarániðe Jón Helgason. íslensk miðalda5®„| eftir Björn Þorsteinsson. Marin .f Sveitastjórnarmál nr. 6, 1974. íslenS ^ sjávarhættir eftir Lúðvík Kristjánsso ^ Landnám Ingólfs. Viðtal við Einar Einarsson Crindavík o.fl. 308-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.