Ægir - 01.06.1985, Blaðsíða 38
inn var seldur. Síðar, f kjölfar
fleiri og stærri báta, færðist verk-
unin úr höndum sjómannanna-.
Núna eru saltfiskverkendur í
Grindavík ellefu en með í þeirri
tölu eru frystihúsin þrjú. Flestir
verkendurnir gera út sína báta og
eru allir með verbúðir enda allt
að helmingur vinnuaflsins
aðkomufólk.
Undanfarin ár hefur um 80%
þorskaflans verið saltaður. Séu
einhverjar tölur nefndar þá var
þorskaflinn árið 1977 14417
tonn, þar af voru 11155 tonn
(77,3%) söltuð, og árið 1983 var
aflinn 12963 tonn og 11398
(87,9%) af því söltuð. Við fyrstu
sýn er þetta undarlega hátt hlut-
fall en ef betur er að gætt þarf það
ekki að koma svo mjög á óvart.
Grindavík er á hinu hefðbundna
vertíðarsvæði og er flotinn nær
eingöngu á netaveiðum. Aflinn er
því mestmegnis þorskur og ufsú
sem henta best til söltunar. Svo
má geta sér til um það að fiskur-
inn séekki alltaf jafn góður úr net-
unum og helst hefði verið kosið-
Grindvíkingar hafa reynt að leysa
þann vanda með því að ísa báta-
fiskinn. Þriðja ástæðan er hug$'
anlega sú hvernig aflinn berst að-
Aflinn kemur í hrotum á vertíð'
inni og þarf að hafa hröð handtök
við verkunina.
Mest afsaltfiskinum er fluttur út
blautur. Aðalmarkaðurinn er 1
Portúgal en þar fullvinna Þeir
fiskinn. Alltaf er samt eitthvað
fullunnið, þá fyrir aðra markaði-
Frysting
Lengst af var verkun aflans
bundinn við söltun og herslu. A
þessu varð breyting árið 1941 er
Hraðfrystihús Grindavíkur hf. var
stofnað. Fáum árum seinna
(1946) var svo stofnað annað
frystihús, Hraðfrystihús Þórkötlu-
staða hf. Bæði þessi frystihús eru
enn starfandi en auk þeirra er
þriðja frystihúsið rekið af Arnar-
vík hf.
Grindvíkingar hafa ekki lag1
mikla áherslu á frystingu. Aflinn
er árstíðarbundinn eins og áður
segi r og því eru það fyrst og frerns1
vetrarvertíðirnar sem sjá frysti'
húsunum fyrir hráefni. Frysti'
húsin voru framan af nær ein-
göngu starfrækt á vetrarvertíðinni
og lítið þess utan. Á sjötta ára-
tugnum jukust karfaveiðar og um
1960 var farið að veiða humar og
við það jókst vinnslan í húsunum
utan vertíðarinnar.
Frystihúsin hafa fram að þessu
tekið við þeim fiski sem ekki
hefur átt að salta, t.d. ýsu og liÞ
andi blóðguðum fiski, en a
sumrin hefur frystingin nær ein-
göngu verið bundin við humar-
Núna eru saltfiskverkendurnir að
byrja á að flytja umframfiskinn út
í gámum og lofar byrjunin góðu-
330-ÆGIR
I