Ægir - 01.06.1985, Blaðsíða 22
bátabryggjur í öllum hverfunum
og bæta þannig löndunaraðstöðu
bátanna að nokkru, var eðlilegt,
að næsta skrefið yrði að freista
þess að framkvæma þetta. Til
þess að reyna að fá verki þessu
hrundið í framkvæmd, skrifaði
Einar G. Einarsson bréf til vita-
málastjóra, dagsett þann 11.
október 1938. Þar stóð m.a.:
„Hér með leyfi ég mér að fara
þess á leit, að þér, háttvirti
herra vitamálastjóri, vilduð
hlutast til um, að hingað yrði
sendur hæfur maður (verk-
fræðingur) til þess að athuga,
hvort tiltækilegt væri að grafa
skurð gegnum grjót- og malar-
rif það, sem lokar Hópinu,
svo minni vélbátar gætu kom-
ist þangað inn og notað fyrir
bátalægi".
Svar við bréfi þessu kom frá
stjórnarráðinu 24. október 1938
og var þar samþykkt, að rann-
sóknin færi fram. Niðurstöður
rannsóknarinnar lágu fyrir í
janúar 1939. í þeim var gert ráð
fyrir að grafin yrði rás, 10 m breið
í botni með fláa á hliðum, og svo
langt niður, að botn hennar kæmi
í stórstraumsfjöruboð. Yrði þá
lengd rásar ca. 160 m, mesta
dýpt, sem grafa þyrfti ca. 1.6 m
og það magn, sem grafa yrði upp,
ca. 1700 m3. Gert var ráð fyrir að
nota í fyrstu aðeins handverkfæri
til losunar grjótsins og flytja efnið
aðeinstil hliðará handbörum eða
hjólbörum, enda útilokað að
koma bílum við þar.
Sama ár var hafist handa við að
framkvæma verkið eftir þessari
áætlun og eftir þá framkvæmd
gátu þeir bátar, sem þá voru til,
komist inní Hópið á hálfföllnum
sjó og fengið þar örugga legu. Þó
þessi bót væri að vísu frumstæð,
var almenn ánægja með hana,
enda varð hún vísir að meiru.
Þrátt fyrir þessa framkvæmd,
voru bátabryggjurnar notaðar
sem áður við affermingu bát-
anna.
Bryggjugerð og dýpkun í Hópi
Á næstu 5 árum, þ.e. frá 1939
til 1944, höfðu bátarnir lægi í
Hópinu, en voru afgreiddir við
bryggjurnar. Svo sem vænta
mátti, vaknaði fljótt áhugi fyrir að
fá afgreiðslu bátanna einnig inn í
Hópið, enda hefur afgreiðsla oft
verið erfið við bryggjurnar, þar
sem skjól var af skorna
skammti. ., gj
í samræmi við þetta skn
Einar G. Einarsson bréf til vl
málastjóra dagsett 2/1 1942
bað hann, að verkfræðingur
sendur til að gera athuganir^
áætlanir varðandi Hópið'
hægt væri að sækja til
um styrk ti I þessara bráðnauð )
legu framkvæmda. Sarnajj
þessu bar Ólafur Thors Þaverf^
alþingismaður héraðsins r ^
frumvarp til laga á alþingi 1
um lendingarbætur í Grinda'-'^
og var þar stuðst við þá á^r ^
sem gerð var viðvíkjandi Pe"
1942‘ kkt
Frumvarp þetta var samp) ^
og framkvæmdir leyfðar 111 ^
bréfi ráðuneytisins dagsettn ^
september 1944. Sama haust ^
byrjað á bryggjugerð í svokal a ,
Kvíavík, sem er vestast og sy ■■
Hópinu. Næsta sumar var .
lengd nokkuð og hækkuð og n<1.
hún út á 2 m dýpi um st(árstralin|)o
fjöru. Lengd bryggjunnar var g
m og breidd 10 m. Kostnaður^
þessa bryggjugerð varð ,
120.000 kr., sem reyn°
30.000 kr. fram yfir kostnað
áætlun. Var hún strax n11 j
notuð, en reyndist fljótlega a
Haustið 1944 var gefð
áætlun um dýpkun rásarinnar
ny
jVO
og dýpkun Hópsins sjálfs. K°'*'r
aður við verk þetta var á*tla .
360.000 kr. Verkið byrjaði sv ^
júní 1945. Breidd rásar við o01(
varð um 20 m, en viðyfirborða,g
að 30 m og dýpt ca. 2.3 m-
er að grafið hafi verið upp sarnh1fi
33.000 m3 og að dýpkunin n‘
kostað 545.000 kr. eða 185-
kr. umfram kostnaðaráætlun-
Framkvæmdir þessar breY
mikið allri aðstöðu í Grinda'0^
þar sem bátarnir, sem enn v
litlir, gátu nú yfirleitt farið u
rásina, hvernig sem stóð á sjo-
314-ÆGIR