Ægir - 01.06.1985, Blaðsíða 50
síðustu. Verbúðin var ca. 20 m2
(5,6x3,6). Veggir voru tvöfaldir,
annað lagið var grjót en hitt torf-
strengir, á milli var troðið mold.
Þak var úr torfi, tvöfalt, í sumum
búðum var haft þrefalt lag, mold
var í gólfi. Svefnbálkar voru með
hliðum þrír hvorum megin, í
þeim var grjót og urðu vermenn
því að finna eitthvað mýkra og
var ýmist til notað hey, skelja-
sandur, lyng eða þang. Eldstæði
voru í hverri verbúð, en oft voru
erfiðleikar með eldivið, einnig
var vatn víða takmarkað.
Vermenn höfðu með sér kost
að heiman, smjör og annað feit-
meti, einnig sýru eða sýrublöndu.
Soðningu höfðu þeir og oftast
kaffi, en lítið var um kjöt, helst
voru það rifrildi er nýttust best í
súpu. Kornmatur var af skornum
skammti, sérstaklega hjá þeim er
voru fjarri kaupstað. Ekki er þetta
þó algild lýsing um mataræði, og
undantekningarnar æði margar.
Yfirleitt var reynt að búa vel að
vermönnum hvað varðar mat, og
bjuggu þeirvart við lakari kosten
margur annar er ekkert átti nema
vinnuaflið.
Vidhorf ungra sjómanna
Hér fer á eftir viðhorf tveggja
ungra sjómanna, báðir eru þeir á
sautjánda árinu og hafa stundað
sjóinn frá fimmtán ára aldri.
Það sem fyrst dró þá á sjóinn
voru kjörin, þeir sögðu að allir
félagarnir hefðu verið búnir að
kaupa sér bíl löngu áður en þeir
urðu sautján ára. Þó kaupið sé
gott þá kosti það sitt að ná í það,
vinnuskyldan er 18 tímar á sól-
arhring, sex daga vikurnar, „það
er nú eitthvað annað en hjá land-
kröbbunum". Sjómennskuna
kváðu þeir vera púl og erfiði, en
sem ekki væri borguð í samræmi
við það, þó fólk héldi að þeir
væru allir millar, sem lítið þyrftu
fyrir lífinu að hafa. En þrátt fyrir
allt þá líkar þeim vel á sjónum og
geta vart hugsað sér að vinna í
landi. Misjafnt væri að vísu á
hvernig bát væri róið og hvaða
veiðar stundaðar.
„Skóli hvað er nú það, það eru
bara vitleysingjar sem fara í
skóla, þeir sem nenna ekki að
vinna og svoleiðis gaukar",
þannig er viðhorfið til skólans.
Ekki töldu þessir ungu sjómenn
það vera til neins að ná sér í
indi í sambandi við sjómenn5'
una, það væri bara tímasóuH'
„það er alltaf hægt að ná se*
undanþágu". Auk þessa tö ,
þeir sig vita að þeir sem f®rl1
Sjómannaskólann kæmu v'
gagnslausir til baka, og nefn
nokkur dæmi því til stuðning--
Annað hvort hefðu menn SJ°
mennskuna í blóðinu, eins
þeir, og þá þyrftu menn ekki a
fara í skóla, eða ekki, og þá S36
skólinn ekkertfyrir þá gert.
XXH
Heimildir.
Bjarni Sæmundsson: Andvari
1897.
Eggert Ólafsson, Bjarni Pálsson.
Fer&abók, Um ferðir þeirra á lslan
árin 1752-175 7.
Lúðvík Kristjánsson: íslenskir sjávar
hættir. II. bindi.
Lúðvík Kristjánsson: Úr heimiÚ3^
handraða seytjándu og átjándu alda
Saga, IX 1971.
Erlendur Björnsson: Sjósókn.
Sigfús Jónsson: íslenskur sjávarútvegun
Eiríkur Alexandersson: GrindaV >
ágrip af sögu og staðarlýsing. Sveita
stjórnarmál 1974.
Ægir. Tímarit Fiskifélagsins. 49. arg-
Munnlegar heimildir: Eiríkur Tómas
son, Sigurgeir Guðjónsson, v
mundur Ingimarsson.
Verbúð á ]árngerðarstöðum í Grindavík. Samkvæmt lýsingu Sæmundar Tómassonar lárngerðarstöðum.
(íslenskir sjávarhættir II bindi).
342-ÆGIR