Ægir - 01.06.1985, Blaðsíða 44
samkvæmt lögum Jónsbókar
merkir orðið stað, þar sem um er
að ræða veiði á landi eða við
land.
Lúðvík Kristjánsson telur upp í
riti sínu íslenskir sjávarhættir II,
326 verstöðvar, allt í kringum
landið. Verstöðvarnar eru síðan
flokkaðar niður eftir aðstæðum
og fyrirkomulagi.
Heimaver var það kallað, er
róið var úr heimavör. Gagnstætt
því var útver, en þá fóru menn
með báta sína og áhafnir að
heiman og dvöldu í verbúðum
meðan á vertíð stóð. í sumum
verstöðum voru aldrei verbúðir
þótt þar væru aðkomubátar og
aðkomumenn, var það kallað
viðleguver. Viðleguvergátu verið
með tvennum hætti. Annars
vegar viðlegubátar, þ.e.
aðkomubátar með áhöfnum, en
hins vegar viðleguhafnir, þ.e.
aðkomumenn, er reru á heima-
bátum verstöðvarinnar. Áhafn-
irnar bjuggu í heimahúsum í stað
verbúða meðan á vertíð stóð og
höfðu þar þjónustu.
Grindavík var dæmigerður
staður fyrir blandað ver, þar sem
löngum var allt í senn, heimaver,
útver og viðlegurver, enda var
Grindavík ein mikilvægasta ver-
stöð landsins um aldir, önnur
aðalverstöð Skálholtsstaðar, og
hvergi á landinu var uppsátur
metið sérstaklega nema í Grinda-
vík.
Frá aldaöðli hafa íbúarGrinda-
víkur haft aðallífsbrauð sitt frá
sjónum. Þeim skipum er þaðan
var róið svipar mjög til annarra er
notuð voru í öðrum verstöðvum.
Á vetrarvertíð var róið á tólf-,
tein- og áttæringum. Á vor og
haustvertíð var notast við minni
báta, sexæringa og þaðan af
minni, allt niður í skektur.
Um miðbik 18. aldar voru
nálgæt 60 skip í Grindavík,
sexæringar upp í teinæringa. Frá
sjötta áratug 19. aldar fram á
þann áttunda var mikið eymdar-
ástand íGrindavík. Lítið fiskaðist
og var Grindavík talin aumasta
veiðiplássið á Suðurlandi, útróðr-
armenn vildu ekki lengur róa
þaðan og lagðist þá útgerð stærri
skipanna niður en smærri bátum
fjölgaði. En Grindavík náði sér
aftur á strik er veiði fór að glæðast
á ný, árið 1896 eru gerð þaðan út
30 skip flest áttæringar. Algengt
var í Grindavík, að áttæringarnir
væru tírónir, enda voru þeir
margir hverjir í stærra lagi af átt-
æringum að vera.
Grindavík liggur fyrir opn
hafi, þar sem brimaldan gengu
óbrotin á land. Stærð og þyn§
bátanna takmarkaðist því lengs
um af því, að hægt væri að setla
þá á land. Meðal annars af Þellt!
ástæðu komu vélar mun seinn3
báta í Grindavík en víða annar-
staðar á landinu, þar sem hafnar
skilyrði voru betri frá náttúrunnar
hendi.
Fram til 1910 var róið á áraba
um frá Suðurnesjum, en þá var
farið að setja vélar í bátana, -
staðar nema í Grindavík. Þanga
alb'
kom fyrsta vélin ekki fyrr en
1926
og 1929 var sett vél í síðasta ára
skip Grindvíkinga. Þessir bátar
voru uppistaða í flota Grindvi
inga fram yfir stríð, lítið var nl11
nýja báta en nokkrir voru endur
byggðir, og þá dekkaðir. UpP
úr
stríði er farið að byggja nýja dekk
báta ca. 10 lestir. Það sem ger !
útgerð þeirra mögulega tr
Grindavík var, að 1939 var hafb
handa við að grafa leið inn
Hópið þar sem höfnin er nú. Me
tilkomu hafnarinnar þurfti ek
lengur að setja bátana, enda var
það ekki mögulegt með dekkaða
báta vegna þyngdar þeirra;
Annað er breyttist með höfninnl
var að þá lögðust róðrar niður tra
Staðar- og Þórkötlustaðahverfi o?
síðan hefur útgerð eingöng11
verið stunduð frá Járngerðaf
staðahverfinu. Höfnin var frum;
skilyrði þess að Grindavík fen?'
þrifist sem útgerðarbær og a
ekki færi þar sem í Höfnum en þar
lagðist niður blómleg útger
sökum hafnleysis. Upp úr 195
tekur útgerð í Grindavík mikin'1
fjörkipp og var þar mikið blóma"
skeið allt fram til 1967. Á þessn
tímabili voru keypt fjölmörg n>
skip. Orsakir þessa blómaskeiðs
eru þær helstar að síldveiði jókst
mjög fyrir Norður- og Austurland
og gerðu Grindvíkingar mikið ut
á þær. Fiskigengd varog mikilvl
336-ÆGIR