Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1985, Page 34

Ægir - 01.06.1985, Page 34
Þegar Gjafar VE 300 frá Vestmannaeyjum strandaði við Grindavík snemma árs 1973, björguðust allir skipverjar til lands. Hér er Gjafar á strandstað og yfirgefinn gúmbjörgunarbátur liggur í fjörunni. - Ljósm.: SVFÍ. 31. mars 1955, á svipuðum slóð- um og Clam rak upp. Aðeins fá- einum stundum eftir að mönnun- um hafði verið bjargað í land stóð aðeins botn hins glæsilega skips upp úr sjónum. Björgunin gekk greiðlega og tók aðeins um 2 stundir að ná allri skipshöfninni frá borði. Síðan Jón Baldvinsson strand- aði hefur Þorbjörn bjargað mörg- um sjómönnum úr greipum hafs- ins og alls 195 síðan deildin var stofnuð árið 1930. Mun engin af deildum innan Slysavarnafélags- ins hafa bjargað jafnmörgum mannslífum eins og áður sagði. Undanfarin ár hefur starfsemi björgunarsveitarinnar tekið tölu- verðum breytingum og veldur þar margt, en ekki síst aukin útivist fólks á öllum árstímum. Björgunarsveitin í dag Sextíu félagar skipa Björgunar- sveitina Þorbjörn í dag undir for- ystu Gunnars Tómassonar. Helm- ingur þeirra eru aðalmenn í A- sveit og helmingur í B-sveit. Björgunarsveitin skiptist í nokkra flokka, svo sem sjóflokk, bíla- flokk, sjúkraflokk, fjarskiptaflokk og leitarflokk og lúta þeirforystu flokksstjóra. Flokkarnir sjá um einstök svið björgunarmála innan sveitarinnar, eins og nöfn þeirra gefa til kynna, en starfa saman sem ein heild við stærri verkefni. A undanförnum árum hafa verkefni björgunarsveitarinnar orðið æ fjölþættari eins og áður var drepið á. Því er nauðsynlegt að æfa meðlimi sveitarinnar í ýmsum atriðum við ólíkar aðstæður. Æfingar í meðferð fluglínutækja eru haldnar á haustinogviðupphafvertíðar, en auk þess þjálfa björgunarsveitar- menn sig reglulega í hjálp í við- lögum, notkun áttavita og ann- arra hjálpartækja. Þátekursveit"1 þátt í sameiginlegum æfingun1^ Reykjanessvæðinu sem stofn11 er til af Almannavörnum ríkisit11, eða Slysavarnafélaginu. Landsvæði það sem Þorbjön1 hefur undir sinni umsjá marka- af Reykjanestá (vita), Selvogi og Reykjanesbraut. Verkefnin eru ýmist tengd 5I° eða landi. Sjóslys eru því miöur enn nokkuð algeng og stök11 sinnum kemur í hlut Þorbjörn^ að taka þátt í leit horfinna skip1 með því að ganga fjörur. Þá haloa fluglínutækin enn fullu giIdi Þv' ekki er ýkja langt síðan manni var bjargað í land með slíkum tsekJ um úr strönduðu skipi vl Grindavík. Einnig hefur björg1111 arsveitin leitað í Grindavíkurhöt'1 og víðar að horfnu fólki. Útköllum vegna veðurofs3 hefur einnig fjölgað og reynir sveitin þá að aðstoða fólk sem a 1 erfiðleikum að komast leiðar sinnar og sömuleiðis veitir sveit"1 hjálp við að koma í veg fyr'r eignatjón í hvassviðrum. Húsnæðisskortur stóð start' semi Þorbjörns nokkuð (Vr'r þrifum lengst framan af. Ari 1933 var reist slysavarnaskýliv' Hafnargötu yfir tæki og búnað- Það var orðið allt of lítið er björg' unarsveitin eignaðist loks anna og stærra hús árið 1977. ^i . bygging fyrir bifreiðar og staerr' tæki var svo tekin í notkun fáun1 misserum síðar. Nú er húsnaeði5' málum sæmilega fyrir komið þot ekki sé ýkja mikið rúm til félaS5 starfsins þegar öllum tækjur11 hefur verið komið fyrir. Tæki og búnaður í eigu björgunarsveitarinnar eru nú þrjár torfærubifreiðar, ser' staklega útbúnartil björgunar-°$ leitarstarfa með sjúkratækjun1' fjarskiptabúnaði og öðru tilheV' 326-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.