Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 37

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 37
fisks, þar vil ég bendaá sjö þekkta vinnslugalla sem ferskfiskmatið lítur alltof mikið framhjá og því hefir myndast oftrú á gæði kassa- fisks og matið því ekki litið nóg eftir þessum raunverulegu göllum. 1. Langur togtími, fiskurinn sprunginn og dauður. 2. Blóðgun með skökkum skurði, klumba opnast. 3. Blóðgun um leið og slægt er, veldur blóði í þunnildi og holdi. 4. Fingraför á þunnildum valda blóðhlaupi. 5. Vinstrihandar-afturúrrista orsakar flipa í flatningu. 6. Framúrrista veldur þunnilda- broti. 7. Oraðað í kassa, kviðurinn opinn og uppíloft. Með þessi 7 atriði í huga má ná miklum bata um borð í bátun- um. Við löndun á óslægðum fiski og í fiskvinnslustöðvunum má margt lagfæra en væri flest allt óþarft ef sjómaðurinn tæki gæða- málin í sínar hendur og það tel ég affarasælustu leiðina. Sjáum samt þetta með óslægða fiskinn, löndun á bíla með 60 cm skjólborð, fiskbingur allt að 70 cm, sem vibrast á bílum, oft langan veg og er svo loks sturtað inn ífiskmóttökurnarmeðtilheyr- andi þrýstingi og hrúgast þá upp í metersháan bing, sem liggur óhreyfður til næsta vinnudags vegna fjarstæðukenndra samn- ingsákvæða og skorts á góðu vinnuafli. Við höfum flestir augum litið gæðaskýrslu S.Í.F. frá síðustu vetrarvertíð, hún hefur opnað augu okkar fyrir þeim gífurlegu auðæfum sem við erum að fórna fyrir það eitt að ná í magnið. Við eigum að setja okkur það markmið að hefja saltfiskinn upp um eitt gæðanúmer og einnig upp um eitt stærðarnúmer sem er hægt með stækkun möskvans og minni sókn í smáfiskinn á kostnað þess stóra, þetta átak myndi auka verðmæti saltfisks um lA eða um 500 milljónir króna miðað við vertíðarframleiðslu þessa árs. Frystitogararnireru að gera það gott og þar þarf ekki að deila um gæðin. Er kannski kominn tími til afturhvarfs í salfiskverkun og að flytja hana um borð í veiðiskipin til að ná upp gæðunum? Ferskfiskgæðamat er í ólestri víða um land, þegar að litið er á gæðaskýrslur frá síðustu vertíð þá virðist manni að Grindavík sé næst raunveruleikanum, enda er þar starfandi matsstöð sem virðist valda sínu hlutverki. Gæðamat á salfiski er nú komið í nokkuð fastar skorður og betur samræmt en áður fyrr. Er þar fyrir að þakka að S.Í.F. hefir komið sér upp eftirlitskerfi, sem hefir samræmt matið betur en áður var. Allt gæðamat ætti að auðvelda og samræma með hinu góða punktakerfi er Jónas Bjarnason setti fram. Því til hróss vil ég benda á að allir sem vilja læra saltfiskmat geta gert það á einni kvöldstund íbókjónasarþarum. Að þessu framansögðu er það innlegg mitt í þessa umræðu að bannað verði að koma með að landi óslægðan og óísaðan fisk og auk þess verði meðferð hans að öllu leyti í andstöðu við þau sjö atriði er ég hefi áður upp talið. tHann spurði: Því kom hann dauður upp á dekkið? Var skakkt skorið á háls svo klumban gapti á manninn? Þið eruð ekki margir, sem þetta ekki þekkið, en gæðaskýrsla SÍF hún segir okkur sanninn: fiskur þvers og kruss með kviðinn upp í kössum, með fingraför á þunnildum og þau svo illa brotin. Þá við deyjum drottni ef þetta ekki pössum, svo að lokum sligast allur stóri flotinn. ÆGIR-707
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.