Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 10
og er stefnt að því að auka þessar tilraunir. Sótt hefur verið um styrk hjá Rannsóknaráði ríkisins vegna þessara tilrauna og ef fé fæst verður umfang þeirra aukið veru- lega. Þess má geta að Norðmenn leggja nú mikla áherslu á tilraunir með lúðueldi, en hingaðtil hefur ekki tekist að klekja lúðu- hrognum í nokkrum mæli. Hér við land er hinsvegar hægt að veiða smálúðu í miklu magni, og verður mjög fróðlegt að sjá hvernig eldi hennar gengur. Það er ekki fráleitt að fiskeldi geti byggst á söfnun á ungfiski. Til dæmis byggja Japanir gullstirtlu- eldi sitt (yellow tail) þannig upp, að villtur ungfiskur er veiddur í miklu magni, og síðan alinn íflot- kvíum í markaðsstærð. Útgáfu og fræðslumál Útgáfa Ægis og Sjómanna Almanaksins var með sama sniði og á liðnum árum en Sjómanna Almanakið er nú sett í tölvu Fiski- félagsins og sent þaðan beint í prentsmiðju. Skýrslur um útgerð og afla- brögð svo og um rekstur fiski- skipa flotans voru að venju gefin út í bókarformi. Kennslugögn í sjóvinnu I. hluti voru endurútgefin á árinu, en þessi gögn sem komu fyrst út 1977, hafa selst mjög vel. Fyrir þinginu liggur ítarleg skýrsla fræðsludeildar Fiskifé- lagsins. Aðalstarfsemi hennar hefur sem fyrr grundvallast á almennri skipulagningu sjó- vinnunáms og leiðbeiningum með framkvæmd kennslunnar víða um land. Á yfirstandandi skólaári er sjóvinnukennsla í jafn- mörgum skólum og s.l. áreða 37 skólum, og eru nemendur um 300. í skýrslunni kemur meðal ann- ars fram að Fræðsludeild F.í. hefur ávallt lagt mikla áherslu á reglulegt námskeiðahald fyrir kennara. Enda grundvallast þessi fræðslustarfsemi á hæfum og vel menntuðum kennurum, nú sem áður. Kennaranámskeið hafa verið haldin sjö sinnum, sem næst annað hvert ár. Áttunda kennaranámskeiðið erfyrirhugað næsta sumar 1986, og er ýmiss- konar undirbúningur þegar hafinn. Fræðsludeild Fiskifélagsins, stjórn félagsins og Fiskiþing hafa í fjölda mörg ár barist fyrir því að fá afnot af bát sem notaður yrði sem kennslu- og kynningartæki fyrir nemendur í sjóvinnudeild- um grunnskólanna. Nú hafa góðir hlutirgerst, s.l. vorundirrit- aði fjármálaráðherra f.h. ríkis- sjóðs smíða- og kaupsamning að 15 tonna bát, sem afhentur verður nú um miðjan nóvember. Þessi bátur sem smíðaður er á Skagaströnd, verður að hluta not- aður sem kennslu- og kynningar- bátur fyrir sjóvinnunemendur um allt land. Aðdragandinn var rúm- lega tveggja ára barátta og sam- stillt átak þriggja stofnana sem fá þennan bát til afnota. Það eru Fiskifélag íslands, Líffræði- stofnun Háskólans og Hafrann- sóknastofnunin, sem koma til með að samnýta þennan bát. Fjögurra manna rekstrarstjórn hefur verið skipuð, og er formað- ur frá sjávarútvegsráðuneytinu, sem vann að framgangi málsins ásamt fyrrgreindum stofnunum. Ráðuneytið hefur farið þess á leit við Fiskifélagið, að það sjái um daglegan reksturbátsins, það mál er ekki endanlega frágengið, en allur rekstrarkostnaður er á sér- stakri fjárveitingu. Skipstjóri á bátinn hefur verið ráðinn Hilmar Ólafsson, þraut- reyndur sjómaður, stýrimaðurog skipstjóri til margra ára, með góða reynslu áflestum veiðarfær- um. Tilkoma þessa báts er öllum, sem við sjóvinnufræðslu starfa, mikið fagnaðarefni. Báturinn mun gjörbreyta allri aðstöðu þessarar námsgreinar, sem hefur reynst mörgum unglingum gott innlegg í undirbúningi undir lífið, og öðrum hvati til meiri menntunar síðar í stýrimanna- skólanum. - < Á leið til hafnar 680-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.