Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 21

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 21
Milljarður hérogmilljarður þar er drjúgt eldsneyti á óðaverðbólgu- bálið. Nokkuð á annan milljarð í teikningar og hönnunarkostnað nýrra stórvirkjana til að framleiða rafmagn, sem ekki er hægt að selja á kostnaðarverði. Hundruð milljóna í gæluverksmiðjur, sem aldrei geta endurgreitt stofn- kostnað. Svona mætti lengi telja. Ekki má heldur gleyma 150 millj- ón krónaerlendu láni til aðgreiða með barnsmeðlög. Ég gæti talið þessi verkefni áfram nær í það óendanlega, en læt hér staðar numið. Kjarni þessa máls er auð- vitað sá, að stjórnendur landsins geri upp við sig kalt og heiðar- lega, hver og hvað bilaði í til- raunum þeirra til að ráða niður- lögum verðbólgunnar. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, er eini ráðherrann í ríkisstjórninni, sem frá upphafi hefir verið markmiðum hennar trúr. Ég er því miður þeirrar skoðunar, að þessi stefnufesta Halldórs hafi orðið sjávarútveg- inum dýr. Ég held, að Halldór hafi ekki áttað sig á því, að þegar allir meðráðherrar hans hlupust undan merkjum, þá þýddi stefnu- festa hans og trúnaður við upp- hafleg markmið einfaldlega það, að heildarkjör sjávarútvegsins hlutu að rýrna. Ríkisstjórnin á fræðilega eftir einn möguleika til að réttlæta tilveru sína. Sá mögu- leiki er bundinn við næstu áramót í síðasta lagi. Virtir verkalýðs- leiðtogar, þeir Þröstur Ólafsson og Ásmundur Stefánsson, virðast hafa rétt út sáttahönd. Þeim er örugglega báðum Ijóst, að nýtt óðaverðbólguskeið mun lenda með mestum þunga á umbjóð- endum þeirra. Örlög þess fjár- hagskerfis og velferðaþjóðfélags, sem við búum við, byggist á því, hvort hér er af heilindum mælt, og hvort ríkisstjórnin er reiðubúin til að láta alla færa fórnir. Það er grunnmúruð sannfæring mín, að þeim samfélögum vegnar best, þar sem frelsi einstaklinga ogfélagatil ákvarðanaog athafna er eins mikið og aðstæður frekast leyfa hverju sinni. Óheft frjáls- hyggja er í raun ekkert annað en hin leiðin til ríkiskapítalisma. Báðar leiðirnar liggja til yfirráða og óhófslifnaðar fámennrar yfir- stéttar annars vegar, fjöldafá- tæktar hins vegar. Við verðuni í öllum okkar athöfnum að lúta vissum grund- vallarlögmálum og reglum. Dettur í raun nokkrum normal manni í hug, að á morgun væri hægt að afnema hægri umferð og allar ökureglur og leyfa mönnum að aka á þeim vegarhelmingi, sem þeir óskuðu, hvort sem þeir væru fullir eða ófullir? Staðreynd er það samt, að allar umferðar- reglur og ákvæði um að menn megi ekki aka drukknir, eru veru- leg skerðing á athafnafrelsi. Nákvæmlega sama lögmál gildir í peninga- og verðlagsmálum. Kem ég þá að niðurstöðu þessara hugleiðinga. Eg lít svoá, að þegarþessi ríkis- stjórn var mynduð, hafi verið algjört neyðarástand í landinu. Þessi staðreynd var m.a. staðfest af Alþýðubandalaginu. Neyðar- ástandið réttlætti neyðarráðstaf- anir. Hluti þeirra var fram- kvæmdur og bar um stund undra- verðan árangur. Ráðstafanirnar voru hins vegar ekki ákveðnar til nógu langs tíma og voru ekki látnar gilda um annað en kaup- gjald og afkomu útflutningsat- vinnuvega. Flestar umferðar- reglur í peninga- og verðlags- málum voru afnumdar um leið og beitt var meira aðhaldi í launa-og gengismálum en beitt hafði verið um áratugi. Óarðbær gæluverk- efni stjórnvalda byggð á erlendum lántökum héldu áfram alltof lítið heft. Afleiðingar þess- ara mistaka blasa nú við okkur þ.e.a.s. 40% verðbólga á örri uppleið, hvað sem hagspekingar segja. ÆGIR-691
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.