Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 39

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 39
Hjörtur Hermannsson: Stjórnun Þingforseti, þingfulltrúar. Eg hef tekið að mér að hafa hér framsögu um stjórnun fiskveiða og mun gera grein fyrirsamþykkt- um deilda og fjórðungsþinga í þeirri röð sem að þing voru haldin, og er þá fyrst ályktun fjórðungsþings fiskideilda á Aust- fjörðum, en það þing var haldið 13,—14. september 1985. Frá Austfirðingum Þeirra ályktun er svohljóðandi: 1. Að fiskveiðistefnan fyrir árið 1986 verði með svipuðum hætti og 1985. Þar sem ekki eru komnar fram hugmyndir fiskifræðinga um fiskveiði- stefnu næstu ára, telur þingið ekki ástæðu til að breyta fyrra fyrirkomulagi. Þó er vonast til, miðað við þá bjartsýni, sem ríkir hjá ýmsum, að kvóti geti aukist. 2. Þingið ályktar, að gegndar- lausu moki á smáfiski fyrir Vestur- og Norðurlandi á við- kvæmasta tíma ársins verði að hætta og sett verði þak á veið- arnar á umræddum tíma, þannig að tryggt sé, að veiðar fiskveiða og vinnsla haldist sem best í hendur. 3. Þingiðálítur, að misnotkun og brask með úthlutaðan kvóta sé komið út í öfgar og leggur til, að kaupog sala á aflakvóta verði íhöndumeinsaðila, t.d. L.Í.Ú. Greinargerð: Stofnaður verði fiskbanki, þar sem hægt verður að leggja inn kvóta til geymslu eða sölu án þess að vita fyrirfram, hver kaupir. Verð á kvóta verði ákveðið af bankanum, þannig að sama verð gildi fyrir alla aðila. Þá er hægt að hugsa sér, ef um umfram kvóta verður að ræða á næstaári, að hluti af honum renni beint til bankans. 4. Þingið leggur til, að veiðar smábáta undir 10 brl. verði eingöngu bundnar við sókn- armark, þannig að þorsk- veiðar verði bannaðar í 150 daga á árinu 1986. Útgerð- armaður ákveði sjálfur með mánaðar fyrirvara sóknartíma sinn fyrir hvort misseri ársins. Allarúthlutanirtil þorskaneta- veiða verði háðar kvóta, sama af hvaða stærð bátur er, sem sækir um leyfið. Frá Norðlendingum 42. Fjórðungsþing fiskideild- anna í Norðlendingafjórðunga haldið á Akureyri 29. sept. 1985 samþykkir eftirfarandi: 1. Gildistími fiskveiðireglna verði ekki skemmri en svo að unnt sé að sjá tvö ár fram í tímann. 2. Þingið varar við því, að binda viðamiklar veiðireglur í lög frá Alþingi. Einföld rammalög sem gefa möguleika á raun- hæfari stjórn með reglu- gerðum er form sem þingið telur að tryggi öruggari og betri stjórn. 3. Þingið fellst á að árið 1986 verði í gildi ákvæði um afla- mark eða sóknarmark að vali útgerðar, enda fylgi 10% skiptaregla tegunda aflamark- inu. Sóknarmarkið verði gert auðveldara í framkvæmd með því að útgerðir geti valiðsókn- ardaga sína. 4. Þingið mælir með því að settar verði Ijósari reglur en nú eru tillögur um í þá átt að komast út úr fyrri viðmið- unum aflakvótans. 5. Tekin verði upp kvótaskipting á alla dekkbáta undir 10 tonnum. Byggt verði á afla þeirra 1/11 1980 til 31/10 1983 í sömu hlutföllum og gilda fyrir aðra útgerð. Bátar sem komið hafa inn í veið- arnar 1984 og 1985 fá með- altalsaflamark í þessum stærðarflokki. Opnir vélbátar hafi leyfi til veiða með tíma- takmörkunum þannig að skerðing veiðidaga verði á mismunandi tíma eftir lands- hlutum. Nýir smábátar fái ekki veiðiheimildir 1986. Frá Vestlendingum I. Humarkvóti. Samband fiski- deilda á Vesturlandi leggur til að ef um aukningu á humarkvóta verði að ræða á næsta ári, þá verði henni skipt með jöfnu magni til núverandi leyfishafa, og að ekki verði úthlutað leyfum til nýrra aðila. Samband fiskideilda á Vestur- landi bendir á mjög mikinn ágreining sem víða er vegna ÆGIR-709
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.