Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 17

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 17
út og stíga gengisbremsuna í botn þannig að útflutningsatvinnuveg- irnir eru í hættu? Þá er komið að hinum mögu- leika fiskvinnslunnar þ.e. innri hagræðingu og sparnaði. Þá má byrja á vöxtum. Þeir eru orðnir þriðji og stærsti útgjaldaliður útgerðar og fiskvinnslu næst á eftir hráefni og launum. Hér væri hægt að spara verulega með bættu skipulagi í bankakerfinu og hér er ég ekki að tala um niður- greidda vexti þeir eru það ekki í dag til sjávarútvegs, heldur að bankarnirendurskoði t.d. afurða- lánakerfið til einföldunar og að framleiðandi geti tekið lánið í sölumynt þeirrar afurðar sem hann framleiðir. Nú síðustu daga hafa verið stigin risaspor í rétta átt þó lengra megi ganga. Vextir og fjárfestingar tengjast mjög. Því meira fjárfest því hærri vextir en þá má spyrja, hvað er arðbært? Hvað stendur undir vöxtum? Nú í ár er Ijóst að fiskvinnslan býður uppá mjög mikla mögu- leika og fjöldi nýrra leiða blasa við. Tökum dæmi: Á þessu ári stórjókst útflutningur á ferskum fiski, framleiðsla sjófrystra afurða margfaldast, lausfrystar afurðir frystihúsa og aðrar nýjar pakkn- ingar þeirra stóraukast og farið er að tala um tvífrystingu sem raun- hæfan valkost. Allt þetta auk þess sem fiskur er holl fæða og æ fleiri eru að uppgötva það, veldur því að eftirspurn eftir fiski eykst og með aukinni fjölbreytni næst betra verð fyrir afurðirnar í heild. En það þarf að fjárfesta í nýjum vélum markaðssetja nýjar afurð- ir, allt kostar þetta peninga. Fyrir- tækin sem vinna á markaðinum eiga að þróa sínar afurðir, en hvað er gert? Nýjar afurðir fást ekki skráðar í afurðalánakerfið fyrr en mörgum mánuðum eftir að umsókn berst. Það er ekki að ósekju sem mætti spyrja, á fram- leiðandi að þróa vöru á markaði eða afurðalánadeild Seðlabank- ans? Með svona vinnubrögðum er það Ijóst að fyrirtækin geta ekki staðið undir þróun afurða og hag- ræðingu sem þó er forsenda betri reksturs. Erlendir markaðir eru kröfuharðir, sölusamtökin okkar hafa staðið sig vel, svo vel að aðdáun vekur erlendis, en við verðum að gera okkur Ijóst að þrautpínd fyrirtæki með langa skuldahala frá fyrri árum geta ekki staðist þessa samkeppni. Já það er dýrt að vera fátækur. En nú hafa vaknað nýjar vonir hjá útgerðamönnum. Þeir sjá nú möguleika á að frysta fiskinn um borð eða selja hann ferskan er- lendis og þá er útgerðinni bjargað. Ég vil minna á að á árinu 1984 varð gengisþróun slík að þessi útgerð var ekki fýsileg. í dag er það glæsilegt að gera út á frystingu og selja í Evrópu ferskan fisk. Helst vilja allir kom- ast í þetta. Fyrir nokkrum árum var sagt að um offjárfestingu væri að ræða í skipum og jafnvel frysti- húsum. Fiskstofnarokkareru tak- markaðir og þarfnast verndar. Er ekki ráð „að ganga hægt um gleð- innar dyr?" Hafi verið offjárfest- ing og of mikil sókn, er það þá ekki enn í dag? Og hvað missir þjóðfélagið ef fiskurinn sem veiddur er á einum togara veitir bara 20 mönnum atvinnu í stað 70-80 áður? Meginmunur á frystitogara og frystihúsi í landi er sá að nýting togarans sem slíks er 85—90% af líftíma hans en nýting frystihúss er ca., 20-25% af líf- tíma þess. Þannig þarf mörgum sinnum lægra framlag úr rekstri til að standa við afskriftir og vexti. Þetta segir að sú hagræðing sem best borgar sig fyrir fiskvinnsluna er að láta vinna 16-18 tíma á sólarhring í stað 8 tíma eins og gert er í dag. Á togurunum er unnið 24 tíma á sólarhring. Hins- vegar er nýting frystihússins á fiskinum til muna betri en hjá tog- aranum og margföldunaráhrifin í þjóðfélaginu eru helmingi meiri en hjá togaranum. Þannigermín skoðun sú, að með breytingu vinnutíma og stöðugri hagræð- ingu séu frystihúsin fullfær um að keppa við frystitogarana og hátt verð á ferskfiskmörkuðum. Hins- vegar eru ákveðnar tegundir fisks, sem borgar sig ekki að vinna í frystihúsi nema í ákveðnu magni og því er samsuða þessa alls heppilegust þegar til lengdar lætur. Góðir þingfulltrúar og gestir Ég hef reynt að setja hér fram skoðanir til umræðu. Ég ítreka þann vanda sem sjávarútvegur- inn er í núna. En ég er um leið vongóður um að verði stjórnvöld staðföst og skapi okkur traustan grunn til reksturs, með réttri og traustri gengis- og fjármálastefnu þá munum við styrkja þann grunn enn frekar með innri aðgerðum og hagræðingu okkur öllum til framdráttar og hagsældar. ÆGIR-687
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.