Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 46

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 46
skipi íslendinga, sem Vest- mannaeyingar keyptu á sínum tíma, og það þannig tengt órjúf- anlegum böndum, björgunar- störfum á íslandi. Öryggismál 1. 44. Fiskiþing fagnar því að Slysavarnafélag íslands hefur nú eignast varðskipið Þór og í því sambandi bendir Fiskiþing á sam- þykkt sína frá síðasta þingi um hugmynd að þjálfunarmiðstöð sjómanna. í framhaldi af því skorar 44. Fiskiþing á stjórnvöld, sjómanna- skólana og aðra velunnara örygg- ismála sjómanna að leggja þessu máli lið, þannig að S.V.F.Í. verði gert kleift að verja Þór frekari hrörnun og halda honum jafnaní haffæru standi. 44. Fiskiþing lýsir ánægju sinni með það átak í námskeiðahaldi fyrir sjómenn um öryggismál, sem Slysavarnafélag íslands hefur staðið fyrir að undanförnu og einnig með fyrirliggjandi tillögur stjórnskipaðrar nefndar um efl- ingu þessa fræðslustarfs. Heitir þingið á fjárveitingavaldið að leggja fram nægilegt fé til þessa mikilvæga máls. Ennfremur ályktar þingið eftirfarandi um öryggismál: Skorar á samgöngumálaráðu- neytið og Siglingamálastofnun- ina að unnið verði að því að fyrir- skipað verði að hafa Ijós á öllum bjargbeltum og flotbúningum, sem notaðir eru í skipum. Einnig verði því beint til framleiðenda sjófatnaðar að endurskinsborðar verði hafðir á hettum og herða- skikkjum sjófatnaðar. Tekin verði upp skyldutrygging allra þeirra, sem stunda sjósókn á smábátum, er ekki falla nú þegar undir skyldutryggingu. 716-ÆGIR Átelur harðlega að Landhelgis- gæslunni skuli ekki gert kleift að halda úti skipakosti sínum til lög- boðinna gæslustarfa. Skorar á vitanefnd að hún sjái um uppsetningu rastjársvara á þeim stöðum sem brýnast er talið, að höfðu samráði við Land- helgisgæsluna. Vegna slæmra fjarskiptaskil- yrða í innanverðum Húnaflóa og Berufirði skorar þingið á Póst- og símamálastofnunina að bæta úr því hið fyrsta. Beinir því til hafnaryfirvalda að þau sjái til þess að varnarkantar á bryggjum séu ávallt í lagi og vel merktir, neyðarstigar séu til staðar svo og landgöngubrýr og viðurkennd öryggisnet. Þingið styður framkomnar hug- myndir um orðsendingar og stutta fræðsluþætti í ríkisfjölmiðl- unum um öryggismál sjófarenda. Þingið fagnar því að teknar hafa verið upp skyndiskoðanir skipa af Siglingamálastofnun og Landhelgisgæslu og ítrekar að þeim verði haldið áfram. Öðrum tillögum deilda um öryggismál leggur nefndin til að vísað verði til stjórnar Fiskifélags íslands, og hún hvött til þess að fylgja þeim eftir af festu. Það er: 1. Innsiglingabætur við Horna- fjarðarós. 2. Flateyjarhöfn á Skjólfund verði hreinsuð. 3. Veðurlýsingar frá Grímsey, Hrauni á Skaga, Siglunesi, Síðumúla og Vatnsskarðshól- um. 4. Öldumælingarduflum verði komið fyrir á fiskimiðum minni báta. 5. Ljósmagn á Þrídrangavita verði aukið. 6. Að veðurathugunum og lýs- ingum verði framhaldið á Hvallátrum. Fisk- og laxeldismál 44. Fiskiþing skorar á ríkis- stjórn og Alþingi að samþykkja framkomna tillögu til þi.ngsálykt- unar nr. 764 um að sjávarútvegs- ráðuneytið fari með fiskiræktar- og fiskeldismál. Flutningsmenn Kjartan Jóhannsson o.fl. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að gera breytingu á reglugerð nr. 96 31. des. 1969, um Stjórnarráð íslands, sem feli í séraðfiskeldi, klak ogskyld starf- semi í fiskiræktarstöðvum verði á verksviði sjávarútvegsráðuneytis. Greinargerð Ekki verður af gildandi reglu- gerð um Stjórnarráð íslands ráðið hvaða ráðuneyti fer með fiskeldi og skylda starfsemi í fiskiræktar- stöðvum. í reglugerðinni er til- tekið að „Veiði í ám og vötnum svoogönnurveiðimál, ereigi ber undir annað ráðuneyti" sé á verk- sviði landbúnaðarráðuneytis. Ekki er ætlunin með þessari til- lögu að breyta því. Hin nýja og vaxandi atvinnugrein, fiskeldi í sérstökum fiskiræktarstöðvum, fellur hins vegar ekki undir þessa skilgreiningu. Nauðsynlegt er að kveða á um undir hvaða ráðuneyti þessi nýja atvinnugrein heyri. Hér er gerð tillaga um að sjávarútvegsráðu- neytið fari með þessi mál enda vafalaust að fiskeldi á samleið með sjávarútvegi í mörgum atriðum þ.á m. í markaðsmálum. Ennfremur vísasttil viðauka við lög nr. 44. 25. maí 1976 um Fisk- veiðasjóð íslands, sérstaklega 3. gr. laganna þar sem Fiskveiða- sjóði er heimiltað veita lán vegna stofnframkvæmda við fiskeldis- stöðvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.