Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 44

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 44
Ályktanir 44. Fiskiþings Skýrsla fiski- málastjóra og fræðslumál 1. 44. Fiskiþing þakkar grein- argóða skýrslu fiskimálastjóra til Fiskiþings, og störf hans í þágu sjávarútvegsins, og vill um leið þakka þann áhuga, sem hann hefur sýnt, með því að fjölga og stofna nýjar fiskideiIdir víðsvegar um landið. Ennfremur viljum við færa starfsfólki Fiskifélagsins þakkir fyrir góð störf. 2. 44. Fiskiþing ályktar, þar sem áhugi virðist vera að aukast á sjávarútvesgfræðum, að styðja þau skref, sem stigin hafa verið í sambandi við réttindamál sjó- manna, og felur Fiskifélagi íslands, að fylgjast með fram- gangi reglugerðar um námskeið þessi, og að þeim loknum, verði hugað að framhaldsnámi, sé áhugi og vilji fyrir hendi. 3. Nefndin leggur til, að Fiski- félag íslands hafi forystu í því, að ráða mann, til að annast kynn- ingu og fræðslu um málefni sjáv- arútvegsins, og virkja hagsmuna- aðila til samstarfs. Til þessa verði varið allt að 2 millj. króna. 4. Nefndin leggur til, að 44. Fiskiþing kjósi milliþinganefnd, er starfi að endurskoðun á lögum félagsins, og skuli hún skila störfum fyrir næsta Fiskiþing. Afkomumál sjávarútvegsins 1. 44. Fiskiþing skorar á alla þá, sem að sjávarútvegi starfa, að standa saman um bætta stöðu atvinnugreinarinnar og betri kjör starfsfólks hennar. 2. 44. Fiskiþing krefst þess að nú þegar verði hafin raunskrán- ing gengis. 3. 44. Fiskiþing staðhæfir að fjármagnskostnaður sjávarút- vegsfyrirtækja hafi aukist stór- lega á undanförnum árum, en í opinberum afkomuútreikningum er sá liður óraunhæfur og gefur ranga mynd af afkomu. Er þess krafist, að Þjóðhagsstofnun noti raunhæfar tölur um vaxtakostn- að í útreikningum sínum. 4. 44. Fiskiþing ályktar að vaxtakostnaður sé kominn út í öfgar. Fiskiþing er sammála að lán skuli bundin vísitölu, en vextir ofan á vísitölu mega ekki vera hærri en 1% til 2%. Telja verðurað 4—9% vextirtil viðbótar lánskjaravísitölu séu engir raun- vextir, heldur flokkist undir okur- lánastarfsemi. 5. 44. Fiskiþing bendir á að sjávarútvegur aflar um 70-80% af útflutningstekjum þjóðarinnar og að ef áfram heldur sem horfir, verði innan tíðar að finna nýjan aðila til að sjá þjóðinni fyrir megninu af þeim gjaldeyri. Sjávarútvegur er í dag rekinn með miklum halla eins og ráð- herrar hafa staðfest á síðustu dögum. Endurteknar skuldbreyt- ingar undanfarin ár lýsa afkomu þeirra ára og undanfara núver- andi ástands. Þessum taprekstri þarf strax að snúa við svo hægt sé að byrja niðurgreiðslu á uppsöfn- uðum halla. 6. 44. Fiskiþing bendir á þá staðreynd að eiginfjárstaða fyrir- tækja í sjávarútvegi hefur hrunið á síðustu árum vegna traprekst- urs. Sá Hrunadans sem nú er haf- inn í íslenskum sjávarútvegi og fær takt sinn frá uppboðshamrin- um, mun leggja fleira í rúst, ef ekki verður gripið í taumana strax. 7. 44. Fiskiþing beinir því til nefndar um endurskoðun sjóða- kerfis sjávarútvegsins, að stokka þetta kerfi upp þannig að það verði einfaldað og afnumið að hluta til. Fyrsta skref verði að útflutn- ingsgjald á sjávarafurðir verði stórlækkað og síðar fellt niður. Verði engar ráðstafanir gerðar á næstunni til að tryggja sjávarút- vegi viðunandi rekstrargrund- völl, ítrekar 44. Fiskiþing fyrri samþykktir um að gjaldeyris- verslun verði gefin frjáls, þannig að þeir sem gjaldeyris afla geti notið fulls arðs af starfsemi sinni. Ekki er lengur hægt að hlusta á þær raddir, sem fullyrða að bati sé í nánd og aðeins verði að þrauka um hríð. Biðlund og greiðslugeta sjávarútvegsfyrir- tækja þolir ekki lengur gengis- stýrða verðmætaskömmtun. Endurnýjun fiskiskipastólsins Á síðustu árum hefur fiskveiði- flotinn lítið sem ekkert verið endurnýjaður með nýbyggðum skipum. Meginhluti bátaflotans er byggður á sjöunda áratugnum og er því orðinn 20 ára gamall. Nær allur togaraflotinn er byggður á áttunda áratugnum og mun meðalaldur hans vera um 10 ár. Þessi þróun er í alla staði óæskileg. Til þess að fylgjast með nýjustu tækni og hagkvæmni á hverjum tíma verður jafnan að eiga sér stað einhver bygging nýrra skipa. 714-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.