Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 31

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 31
• • Oryggismál Guðjón A. Kristjánsson: Heildartala slysa á sjó árið 1984, miðað við bótaskyld slys á sjómönnum, er 437, sem er tals- vert hærri tala en árið áður (363). Sýnir þetta, að beita verðuröllum tiltækum úrræðum til að draga úr slysatíðninni. Sérstakt áhyggju- efni er, að dauðaslysum hefur farið fjölgandi á síðustu árum (6 árið 1982, 16 árið 1983 og 17 árið 1984). Mörg eða jafnvel flest bana- slysanna verða, enn sem fyrr, rakin til mannlegra mistaka af ýmsu tagi, svo sem glöggt kemur fram í greinargerð um rannsökuð sjóslys, sem urðu á árinu 1984, sbr. skýrslu Rannsóknanefndar sjóslysa. í þessari skýrslu Rannsóknar- nefndar sjóslysa, sem og í skýrslum frá undanförnum árum, er sagt frá sjóslysum, sem orðið hafa vegna þess að stöðugleika skipa hefur verið ábótavant af ýmsum ástæðum. Að undanförnu hafa menn beint mjög sjónum að þessu vandamáli og því, hve það er brýn nauðsyn, að vandlega sé fylgst með stöðugleika skipa vegna mismunandi aðstæðna, svo sem vegna veðurs, hleðslu og veiðarfæra, sem raskað geta stöðugleika skipanna. Dagana 21.-22. september 1984 gengust Rannsóknarnefnd sjóslysa og Siglingamálastofnun ríkisins sameiginlega fyrir ráð- stefnu um öryggismál sjómanna og fór hún fram í húsakynnum ríkisins að Borgartúni 6 í Reykja- vík. Að ráðstefnu þessari, sem var mjög fjölsótt, stóðu auk þess fjöl- mörg samtök, félög, fyrirtæki og stofnanir á sviði sjávarútvegs og siglinga. Hin helstu umræðuefni á ráðstefnunni vörðuðu sjóslys við strendur Islands, menntun- armál skipstjórnarmanna, öryggi skipa, eldvarnir og slökkvistörf, björgunarbúnað skipa, hönnun skipa með tilliti til öryggis skips og áhafnar, slysavarnir og fyrstu hjálp og björgunarstarfsemi. Standa vonir til þess, að sömu aðilar muni íframtíðinni beita sér fyrir fleiri ráðstefnum umöryggis- mál, og þá væntanlega um af- markaða þætti þeirra hverju sinni. Öllum erindum, sem flutt voru á ráðstefnunni, svo og niðurstöðum umræðuhópa, var dreift til ráðstefnugesta meðan á ráðstefnunni stóð eða þegar að henni lokinni og hafa þau einnig verið fáanleg síðan. Þann 30. mars 1984 skipaði samgönguráðherra nefnd 9 al- þingismanna til að vinna að könnun og tillögugerð um öryggi sjómanna. í skipunarbréfi ráðherra segir svo: „Nefndin skal fjalla um alla þætti öryggismála skipa og áhafna þeirra, þar með talin menntun og þjálfun áhafna. Nefndin skal jafnframt gera til- lögur um fjármögnun slíkra aðgerða. Hún skal í störfum sínum hafa náið samstarf við Siglingamála- stofnun ríkisins, Rannsóknar- nefnd sjóslysa, Slysavarnafélag íslands, Landhelgisgæslu íslands og samtök sjómanna og útgerðar- manna. Nefndin skal hafa lokið störf- um eigi síðar en í árslok 1985, en æskilegt væri, að áfangaskýrsla lægi fyrir eigi síðar en í október 1984". Öryggismálanefnd hefur verið starfsöm og er þess að vænta, að margt gott muni leiða af störfum hennar og tillögum, og er sumt reyndar þegar farið að koma í Ijós. M.a. hefur nefndin beitt sér fyrir undirbúnngi mikillar áróð- ursherferðar varandi aukið öryggi sjómanna og sjófarenda. Þann 31. október 1984 sam- þykkti nefndin eftirfarandi til- lögurtil samgönguráðherra: 1. Þegar verði hafist handa um endurskoðun laga um Siglinga- málastofnun ríkisins. Öryggis- málanefnd er reiðubúin að gera tillögur að breyttum lögum um Siglingamálastofnun fyrir þing- byrjun haustið 1985. 2. Undanþágur til skip- stjórnar- og vélstjórnarstarfa má veita tímabundið, enda ætli við- komandi einstaklingarað leita sér frekari menntunar í greininni. 3. Þegar á þessum vetri verði komið á fót námskeiðum, sem haldin verði í helstu verstöðvum landsins. Að því skuli stefnt að ÆGIR-701
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.