Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 36

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 36
Soffanías Cesilsson: Meðferð og mat sjávarafla Þingforseti, fiskimálastjóri, þingfulItrúar og gestir. Ég mun nú fyrst lesa upp álykt- anir landsfjórðunga um gæða- mál. Þegar ég var beðinn af hafa framsögu hér á Fiskiþingi um gæðamat og meðferð fisks, þá flaug mér fyrst í hug mín fyrstu kynni af veiðum í þorskanet. Það var uppvið Krísuvíkurbjarg og útá Selvogsbanka árið 1954. Þá voru netin hampurogteinarnir sísal, kúlurnar gler með neti utan um til hlífðar og hankafestingar, grjótið var úr grófri steinsteypu, sem vildi loða fast við neta- möskvann. Netadráttur gekk seint vegna mikillar vinnu við að greiða grjót og kúlur úr netunum, svo að þau kæmust sem klárust í sjóinn aftur. Aflinn sem oftast var góður var látinn ganga framá og í bógstí- urnar um leið og hann var blóðg- aður. Síðar var hafin aðgerð, sem gekk fljótt og vel, þótt bannað væri að rista framúr að kröfu skreiðarkaupenda. Eftir slægingu fór fiskurinn í kassa, sem í var rennandi sjór til þvotta áður en hann var látinn niður í lest til ísunar og röðunar í stíur með kviðinn niður. Hrognin voru sett í grisjupoka og var þeim dreift ofan á fiskstíurnar í lestinni svo að þau fengju mátulega kælingu og yrðu laus við þrýsting. Lifrin var sett á tunnur aftur á og í göngun- um. Aflinn var svo áætlaður með því að margfalda lifrartunnufjöld- ann með tveimur, þá kom út afla- tonnatalan eða 30 lifrartunnur sögðu til um 60 tonna afla. Árangur skipverjanna eftir þessa vertíð var sá að annar vélstjóri, sonur þáverandi víxlubiskups, náði árslaunum föður síns á tæpum fjórum mánuðum. Stýri- maður þessa vertíð var Kristján Guðmundsson frá Rifi og er hann hér einn af þingfulltrúum. Þannig var nú þetta árið 1954 en hvað hefir nú breyst síðan? Jú, nú þarf ekki að greiða grjót og kúlur úr netunum. Netateinar hafa fengið þá eiginleika að sá sem á að sökkva, sekkur og sá sem á að fljóta, flýtur. Dauður karl dregur nú netin at spilinu og er talinn sem lifandi þegar sjávarútvegsráðuneytið ákveður netafjölda á bát. Fjöldi netaskipa er nú orðinn yfirbyggð- ur. Þrátt fyrir alla þessa breytingu til hagræðis hefur gleymst að ganga vel um aflann, menn virð- ast bara moka og moka í land, en hugsa lítt um gæðin, fyrr en nú á síðustu vertíð, að sagt er vegna þrýstings frá kvótaskömmtun- inni. Þá hafa menn gert greinar- mun á góðu og illu og látið það síðarnefnda fara sömu leið til baka til að skerða ekki kvótann sinn. Þessi stóri fiskiskipafloti ogyfir- lýsingar stjórnmálamanna um að hann eigi ekki að minnka, sem sé framhald á þeirri hagfræði að stöðva arðsama báta tímunum saman, það hlítur að leiða hug- ann meira að verðmætasköpun með bættri meðferð þeirra fáu fiska sem draga má úr sjó sam- kvæmt furðulegri skiptingu yfir- drottnaranna. Togaraflotinn verður að forðast stóru hölin og þótt illt sé, þá verður flotvarpan að hvílast. Flotvörpufiskur og botnvörpufiskur, undir nafninu kassafiskur, hefir íþyngt sak- lausum saltfiskframleiðendum víða um land. Þetta annars fallega hráefni í kössum sýnir aðra útkomu eftir hefðbundna flatningu og söltun, þótt annað verði uppi á teningnum ef sami fiskur er flakaður án þunnilda í salt eða frost, þá verður hann mestallur nr. I mínus þunnildin í marning eða gúanó, þótt þau hafi verið keypt á fyrsta flokks verði. Mín reynsla af þessum kassafiski til söltunar er þessi: Flattur og saltaður nr. I. 38%, nr. II. 19%, nr. III. 34%, nr. IV. 9%. Flakaður og saltaður nr. I. 98% nr. II. 2%- í sannleika sagter hefðbundinn söltun á þessum kassafiski flónska. Nánar skulum við athuga þessi gæðavandamál og leita skýringa á þeim í allri veiði- og vinnslurás- inni, allt frá því að fiskurinn er innbyrtur og þar til að farið er að meðhöndla hann í fiskvinnslu- stöðvunum. Þá tökum við fyrst fyrir slægingu um borð í togurum og togbátum og meðferð kassa- 706-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.