Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 28

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 28
því, að þessi mikilvægi atvinnu- vegur haldi stöðu sinni á erlendum mörkuðum og styrkist. Til að slíkt megi verða er mikil- vægt, að fiskiskipastóll lands- manna sé hagkvæmur í rekstri og uppfylli í öllu þær kröfur, sem nú á tímum eru gerðar til fiskiskipa. Verulega skortir á, að þessum skilyrðum sé fullnægt nú. Tap- rekstur útgerðarinnar á undan- förnum árum ásamt slæmu ástandi fiskstofna hafa staðið í vegi fyrir eðlilegri og æskilegri endurnýjun fiskiskipaflota landsmanna. Hefur þetta leitt til þess, að aukin hagræðingog hag- kvæmni við veiðarnar sjálfar og við meðferð aflans um borð hefur ekki orðið sem skyldi. Ástand fiskiskipaflota íslendinga hlýtur og að vekja spurningar varðandi öryggis- og aðbúnaðarmál sjó- manna. Fyrir sjávarútveginn er geysi- lega mikilvægt, að sá hluti íslensks iðnaðar, sem þjónar þessum atvinnuvegi, sé öflugur og í alla staði samkeppnisfær. Fyrir þær iðngreinar, sem byggja afkomu sína á sjávarútveginum, skiptir á sama hátt sköpum, að sjávarútvegurinn standi styrkum fótum. Hagsmunir sjávarútvegs og skipaiðnaðar eru þannig í raun samtvinnaðir, og ástand og horfur í þessum greinum fylgjast því jafnan að. Endurnýjunarþörf íslenska fiskiskipaflotans er um þessar mundir afar brýn og fer hraðvax- andi með ári hverju. Erfið staða sjávarútvegsins hefur til þessa takmarkað nauðsynlega endur- nýjun. Það ervenju fremur mikil- vægt, að þau nýsmíða- og við- haldsverkefni við flotann, sem bjóðast, séu unnin af íslenskum aðilum. Efnahagsmálum þjóðar- innar verður að haga þannig, að eðlilega rekin útgerð geti endur- nýjað skipakost sinn." Ég tek undir þau orð að hags- munir sjávarútvegs og skipaiðn- aðar eru í raun samtvinnaðir. Mikilvægi skipasmiðja fyrir við- hald flotans er ótvírætt, og gefist ekki tækifæri til nýsmíði mun fara eins og ráðherrann sagði, að hætt er við að tæknileg þróun fari hjá garði. Við skulum ekki vanmeta þau orð er ég las úr ályktuninni, því þeir eru líka að berjast fyrir tilvist sinni eins og við. Við skulum reyna að ná samstöðu við þá í baráttunni, - því þetta er í raun barátta fyrir áframhaldandi velferðarríki á íslandi. Stórorðen sönn. Auðvitað lesa allir þeir sem hér eru inni blaðið okkarÆGI og hafa gert það til margra ára. Þið munið því eflaust eftir greinarflokki, sem birtist í þremur tölublöðum ÆGIS árið 1979, og var eftir þá Auðunn Ágústsson og Emil Ragnarsson um þróun í gerð og búnaði fiski- skipa. Þar getum við fengið nokkuð góða lýsingu á þróun skipakaupa okkar íslendinga á árabilinu frá 1946 til 1978, og hefi ég fengið leyfi til að gera nokkurn hluta af þeirra orðum að mínum í þessu spjalli. Segja má að þróun fiskiskipa- flotans hérlendis hafi einkennst af stórum stökkum oft á tíðum og einhliða breytingum þ.e.a.s. að endurnýjun hefur verið bundin við ákveðnar gerðir fiskiskipa ákveðin tímabil. Mikil endurnýj- un átti sér stað strax eftir seinni heimstyjöldina, sem fólst fyrst í endurnýjun bátanna með svo- nefndum Svíþjóðarbátum og einnig nýsköpunartogurunum sem komu á árunum 1947—1952. Nokkur endurnýjun verður í síðutogaraflotanum á árunum 1957-1960, en sjöundi áratugur- inn er síðan tímabil smíði stærri stálskipa einkum til síldveiða. Á árunum 1959 til 1968 voru sam- tals byggð 145 stór stálfiskiskip ogeru þá undanskilin togskip þau sem byggð voru í Austur-Þýska- landi. Þessi þróun á sér stað þegar kraftblökkin tekur við af nótabát- unum. Þá víkur sögunni til ársins 1970, en þá eru 22 síðutogarar gerðir út hér og hafði þá engin endurnýjun átt sér stað í togara- flotanum í 10 ár. Segja má því, að endurnýjunar hafi verið þörf og þótt fyrr hefði verið. Á þessum tíma kom að sjálfsögðu ekki annað til greina en skuttogarar sem framtíðartogarar. Könnun sem gerð var árið 1969, benti til þess að til að tryggja sem jafnasta hráefnisöflun fyrir hina minni staði úti á landsbyggðinni væri heppi legast að byggja skuttogara, sem væru mun minni en hinir hefðbundnu síðutogarar. Á árunum 1971-1972 var samið um smíði á 21 skipi, og í árslok 1978 eru komin 64 skip af svo- nefndri minni gerð - 19 notuð og 45 ný. Með vaxandi loðnu- veiðum um 1970 er farið að breyta nótaveiðiskipum og var stálvirki 48 skipa breytt fram til áramóta 1978/79 þar af voru 35 skip lengd og byggt yfir 43 skip, en þessu til viðbótar var svo nokkrum yngstu síðutogurunum breytt í nótaveiðiskip. Hér hefi ég farið yfir sveiflurnar eða öldurnar sem koma fram þegar litið er á sögu fiskveiðiflot- ans — þær eru þrjár stórar vegna nýbygginga og sú fjórða vegna breytinga. Kannske stendur fimmta aldan nú yfir og á ég þar við mikla fjölgun smábáta, eink- um úrtrefjaplasti, sem hefurverið á síðustu árum, en það er kannske líka afleiðing efnahags- þróunarinnar innan sjávarútvegs- ins þessi síðustu ár. Eitt er þósam- merkt þessum öldum sem ég minntistá, en þaðerað þeim hafa alltaf fylgt umræða í þjóðfélaginu um offjárfestingu og þessum 698-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.