Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 12
4 ÆGIR 1/89 litið er til hinna ýmsu kannana og leitarleiðangra sem fram hafa farið til þessa. Auk hefðbundinna rækju- veiðisvæða á grunnslóð er hér átt við t.d. Skjálfanda, Eyjafjörð og Skagafjörð. Grímseyjarsvæði og Sléttugrunnsvæðið sýnir stundum meira af 12-14 mm rækju en hér er sýnt og eins kann að vera um Langanesdjúp en það hefur aðeins verið þekkt undanfarin 3 ár. Með- alstærð rækju (fjöldi/kg) á úthafs- svæðunum er nokkuð lík frá ári til árs á sama svæði (tafla 2), þar sem sýnataka hefur á annað borð verið veruleg. Skagafjarðardjúp, Sléttu- grunn og Langanesdjúp höfðu smærri rækju árið 1987 en árið fyrir og eftir eða 273, 292 og 296 á móti 50-90 stk færri í kílóið 1986 og 1988 á fyrrgreindum svæðum. Skýringin á þessari smækkun rækjunnarfrá árinu 1986 liggur í því að inn hafa komið 2 sterkir árgangar á að giska tveggja og þriggja ára árið 1987 einkum við Norðausturland. Þessir ár- gangar eru nú þriggja og fjögurra ára og ennþá mjög áberandi hlut- fallslega. Þess vegna hefur meðal- stærðin aukist aftur árið 1988 við vöxt þeirra um eitt ár. Miðin frá Norðurkanti við Gríms- ey eiga sér rúmlega áratugar sögu í úthafsrækjuveiðum. Veiðin var þó fremur lítil framan af en komst í rúm 6 þús. tonn árið 1983. Árin 1984 og 1985 veiddust rösk 12 þús. tonn á þessum svæðum, um 1 7 þús. tonn árið 1986 og tæp 25 þús. tonn árið 1987 (tafla 1). Á árinu 1988 er gert ráð fyrir að afl- inn verði talsvert minni eða um 20.600 tonn þrátt fyrir stækkun veiðisvæðisins. Þar eð vörpur hafa stækkað mjög á undanförnum árum hefur reynst nauðsynlegt að um- reikna kg/klst yfir í afla á sóknar- einingu með því að reikna út línu- lega sambandið milli kg/klst og vörpustærðar. Þetta hefur verið gert fyrir tímabilið maí-ágúst á hverju ári hvert svæði fyrir sig allt frá árinu 1983 að telja. Til þess að allt tímabilið frá árinu 1974 sé sambærilegt er afli á sóknarein- ingu miðaður við 1200 möskva vörpu og áður greint tímabil, en fyrir árið 1984 voru þetta ein- göngu sumarveiðar lítilla báta nieð litlar vörpur 1000-1200 möskva. Heildarafli fyrir hvert svæði er þó miðaður við allt árið, og heildarsókn á hverju svæði er reiknuð út frá ársaflanum. Til að reikna út kg/klst sem mundi fást í stærri vörpur má segja að í grófum dráttum fæst tvisvar sinnum meiri afli í tvisvar sinnum stærri vörpu. Afli á sóknareiningu sem talinn er ein vísbending um ástand dýra- stofna í sjó, var um og yfir 150 kg/klst á svæðinu Norðurkantur-Grímsey þegar veiðar hófust þar. Reyndar var það ekki fyrr en árið 1976 að öll helstu svæðin voru komin inn í myndina á þessum slóðum og var afli á sóknareiningu um 130 kg það ár en féll síðan ört (mynd 4). Afli á sóknareiningu var fremur lágur á árunum 1978-82 og má hugsa sér að ókynþroska hluti þorskstofnsins sem var mikill á þessum árum (þorskárgangarnir frá 1973, 1975 og 1976) hafi með afráni haft tölu- verð áhrif til lækkunar afla á sókn- areiningu hjá úthafsrækjunni fyrir norðan land á árunum eftir 1977, en uppvaxtarsvæði þorsks eru í námunda við rækjumiðin. Á ár- unum 1983-85 jókst afli á sóknar- einingu og var þá frá 86-93 kg. Þá voru fremur slakir þorskárgangar í uppvexti þ.e. frá 1977, 1978, 1979, 1981 og 1982. En 1980 laorskárgangurinn var þó yfir meðal- lagi. Á þessu tímabili komu einnig inn í myndina aflanemar og kunna menn að álíta að þeir hafi aukið veiðihæfnina mikið. Athugun Haf- rannsóknastofnunar á afla á sókn- areiningu eftir því hvort bátur var útbúinn með aflanema eða ekki, benti til að annaðhvort væri mikil samhjálp milli báta á sama svæði eða lítil bót væri að aflanemum. Frá árinu 1985 hefur afli á sóknarein- ingu fallið töluvert eða frá 93 kg í um 65 kg 1988. Nú er stærð ókyn- Tafla I I Ársaffi og affi á sóknareiningu (A/S) ó nokkrum hélstu útharsrækjusvæðum 1984 1985 1986 Í987 19881J Tonn A/S Tonn A/S Tonn A/S Tonn A/S Tonn A/S Dohrnbanki 742 103 1794 92 1150 85 1329 79 850 Kolluáil 2813 95 1246 72 1560 86 1207 50 740 38 Norðurkantur 3339 89 5774 104 7098 101 8944 86 3640 64 Við Sporðagrunn 2744 88 2280 87 3231 81 4566 75 1470 65 Skagafiarðardjúp 636 85 378 70 420 76 951 68 3520 66 Við Kolbeinsey 1982 88 1568 98 3745 83 5861 69 9940 66 Eyjaijarðaráll 463 73 187 62 144 46 484 67 440 54 Við Grímsey 3069 83 2044 79 2438 81 3823 82 1590 69 Norðurkantur - Grímsey alls 12223 86 12231 93 17076 88 24629 78 20600 65 Við Sléttugrunn 118 87 33 75 2801 148 3563 100 1580 87 Langanesdjúp - 4227 178 1336 92 130 71 Bakkaflóadjúp 11 74 103 495 133 668 139 130 98 Héraðsdjúp 364 57 1749 116 2779 90 1601 125 630 77 Sléttugrunn - Héraðsdjúp alls 493 62 1856 114 10302 125 7168 106 2470 84 Tangaflak 53 9 205 234 - 790 120 Önnur svæði aðal- lega við Austfirði 260 - 102 - 309 155 50 Alls 16531 17229 30397 34722 25.500 1 Bráðahirgðatölur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.