Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 29
1/89 ÆGIR 21 aðstæðum með atvinnustigi og gjaldþrotum fremur en kaup- mætti. Við skulum bara skoða hliðstæður úr íslenskum sjávarút- vegi. Sölufyrirtækin okkar breyta verði á einstökum tegundum allt eftir aðstæðum á mörkuðum bæði til þess að svara markaðn- um og til þess að hafa áhrif á framleiðendur. Engum dettur í hug að sölufyrirtækin eigi að halda öllu verði föstu í gegnum þykkt og þunnt og ýmist safna haugum af birgðum eða sinna ekki viðskiptavinunum. Slíkt myndi þó hafa í för með sér ágætis stöðugleika í framleiðsl- unni. En það er bara ekki málið. Málið er hvað við höfum mikið upp úr krafsinu. Fastverðsstefna hjá sölufyrirtækjum þýddi að sjávarútvegurinn aðlagaði sig ekki að markaðsaðstæðum og tapaði á því stórfé. Nákvæmlega sama gildir fyrir efnahagslífið í heild. Með því að sveifla til kaupmættinum og lífs- kjörunum eftir aðstæðum og halda alltaf fullri atvinnu náum við mestu út úr atvinnustarfsem- 'nni og getum þess vegna haldið uPpi velferðarþjóðfélagi á ís- landi. Markaðsskráning á genginu er hbur í því að bregðast við breyti- legum aðstæðum í atvinnulífinu hvort heldur á viðskiptakjörum, aflabrögðum eða einhverju öðru. Stjórnvöld sem hafa tekið að sér að skrá gengið líta alltof oft á stöðugt gengi sem mælikvarða á frammistöðu sína í efnahagsmál- um. Og vegna þessa forðast þau eins og dæmin sanna að horfast í augu við staðreyndír og breyta Sengi þegar þess er þörf. Við verð- UíT> að hafa í huga þegar stjórn- rnálamenn eru með í spilinu og við ræðum um hvað sé skynsam- egt, að lögmál skynseminnar 8'lda ekki alltaf um stjórnmál. Markaðsskráning á gengi hefði ekki í för með sér meiri verðbólgu en núverandi fyrirkomulag. Undir- rót verðbólgunnar er slök pen- ingamálastjórn og ábyrgðarleysi stjórnvalda í umgengni sinni við erlent lánsfé en ekki fyrirkomulag gengisskráningar. Til þess að ná verðbólgunni niður verður að opna fjármagns- markaðinn til útlanda fyrir einka- aðila sem gera fjárskuldbindingar á eigin ábyrgð en hætta opinberri forsjá í þessum efnum. Við það myndu lántökurnar erlendis stór- lega minnka og innstreymi af er- lendu fjármagni ekki lengur verða vandamál. Þá byggi þjóðin að sínu og sjávarútvegurinn og aðrar útflutningsgreinar hefðu það hlut- verk að afla þess gjaldeyris sem þjóðin vill eyða á því verði sem það kostar. Horfurnar framundan Að lokum langar mig til þess að fjalla um stöðuna í sjávarútveg- inum eins og hún er nú og horf- urnar framundan. Langflest fyrir- tæki í sjávarútvegi munu gera upp með tapi á þessu ári. Þrátt fyrir greiðslur úr Verðjöfnunar- sjóði eru ekki horfur á breytingu á næsta ári. Hversu tapið er mikið má deila um en mér sýnist að flest bendi til þess að raungengi sé nú a.m.k. 10% of hátt bæði út frá stöðu þeirra fyrirtækja sem ég þekki best til og eins út frá viðskipta- halla þjóðarbúsins. Forsætisráð- herra lýsti því yfir á ráðstefnu fyrir rúmri viku síðan að raungengið væri 15% of hátt en líklega er það eitthvað of í lagt og tala á bilinu 10-15% nær sanni. Þrátt fyrir skuldbreytingar og meiri lán mun fyrirtækjum í sjávar- útvegi í auknum mæli verða lokað á næstu mánuðum ef ekk- ert verður að gert. Ýmis fyrirtæki eru svo illa farin að almennar aðgerðir geta ekki bjargað þeim og þar verður að koma til upp- gjörs og uppstokkunar. Astandið er orðið þannig að atvinnuleysi fer að stinga sér niður og upp úr áramótum má búast við því að það verði orðið áberandi. í lok febrúar falla úr gildi lög um sýndarverðstöðvun og þá koma fleiri vandamál upp á yfirborðið, m.a. í rekstri opin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.