Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1989, Blaðsíða 21
1/89 ÆGIR 13 Um sjávarútvegsskóla í 10. tbl. Ægis var birt skýrsla starfshóps um sjávarútvegsfræðslu. Starfshópur þessi tók til starfa í janúar árið 1986 og var skipaður af þáverandi menntamálaráðherra og sjávarútvegsráðherra. Skýrslan var lögð fram opinberlega á fundi sem boðað var til af ráðherr- unum þann 20. október 1986. í kjölfar þessa fundar skrifaði Guð- jón Ármann Eyjólfsson skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 13. desember sama ár. Hér á eftir fara tveir kaflar úr þeirri grein. Háskóladeild sjávarútvegs og siglinga Um nauðsyn sérstaks sjávarút- vegsskólaer ég ekki í vafa. Ég álít að við eigum að stofna sérstakan háskóla eða háskóladeild sjávar- útvegs og siglinga sem framhalds- deild þeirra þriggja höfuðskóla s)ávarútvegs og siglinga sem fyrir eru í landinu. Sjávarútvegsskólar í því formi sem nefndin hefur gert tillögu um held ég aftur á móti að gætu orðið Úl mikillar eflingar öllum sjávar- útvegi og plássum vítt og breitt um landið, ef í hverjum lands- fjóröungi yrði komið á fót skólum 1 grunnnámi skipstjórnar, vél- stjórnar og fiskvinnslu. Með sameiningu þessara þriggja greina á fyrstu stigum er tryggt að unnt sé að halda úti a. m. k. 25— 30 manna skóla hvert skólaár í þessum greinum úti á lands- byggðinni og er full þörf á því ef lögum um atvinnuréttindi er framfylgt. Sjávarútvegsskóla fyrir undir- stöðuatvinnuveg okkar íslend- lnga sem stendur undir 75% gjald- eyrisöflunar landsmanna á að stofna á háskólastigi. Ég leyfi mér að nefna hann háskóla sjávarút- vegs og siglinga en á fundinum í Borgartúni kom m. a. fram tillaga frá dr. Grími Valdimarssyni, for- stöðumanni Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, að stofna ætti Alþjóðlegan háskóla í þessum greinum. Hlutverk sérskólanna, Stýri- mannaskólans, Vélskólans, Fisk- vinnsluskólans hvers um sig er það mikilvægt, að ég mótmæli þeirri hugmynd að gera þá að deildum eða brautum í einum skóla. Það yrði þeim síðuren svo til eflingar eins og nefndin heldur fram. Skólarnir verða hver á sínu sviði að fylgjast vel með öllu sem gerist á þeirra sérsviði. Nógu erfitt hefur verið fyrir hvern einstakan skóla að fá nægilegt fé til rekstrar og uppbyggingar hvað þá ef þeir yrðu deildir innan stærri eininga. Mér finnst satt að segja undarlegt til þess að hugsa af eyþjóð sem á allt sitt undir hafinu að það skuli talið sjálfsagt að eiga enga sér- skóla í landinu eins og stýri- mannaskóla og vélskóla sem eru beint tengdir fiskveiðum og sigl- ingum þó að svið þeirra taki að sjálfsögðu til mun fleiri þátta, t.d. skipafélaga, virkjana, hafna o.fl. Þetta lýsir vanmati og van- þekkingu á möguleikum skip- stjórnarnáms. Nemendur úrefstu stigum Stýrimannaskólans hafa t.d. farið samhliða stúdentum í Tækniskóla íslands og staðið sig engu verr en aðrir heldur þvert á móti enda margir þeirra frábærir námsmenn. Á s.l. 10 árum hafa útskrifast 65 útgerðartæknar frá TÍ sem höfðu áður lokið skipstjórn- arnámi. Ég vil kenna hvern þessara skóla við landið sem þeir eiga að þjóna eins og Vélskóli íslands heitir nú. Stýrimannaskólinn í Reykjavík verði nefndur Stýri- mannaskóli íslands og Fisk- vinnsluskólinn Fiskvinnsluskóli Islands. Á yfirlitsmyndina er merkt VÍ, SÍ og FÍ, að öðru leyti skýrir yfirlitsmyndin sig sjálf. Tengsl við atvinnulífið Nemendur, sem Ijúka prófum frá Vélskólanum, Fiskvinnslu- skólanum og Stýrimannaskólan- um, fara allir beint út í atvinnulíf- ið. Ég held því að þarna sé komin margumrædd tenging Háskóla íslands og atvinnulífsins. Um þennan þátt hefur núver- andi rektor Háskóla íslands, Sig- mundur Guðbjarnason, sagt: „At- vinnulífið hefur þörf fyrir nýja starfskrafta, nýjar hugmyndir og aðstöðu til rannsókna en Háskól- inn hefur þörf fyrir fjárstuðning og reynslu atvinnulífsins." Þetta eru orð í tíma töluð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.