Ægir - 01.08.1989, Síða 10
406
ÆGIR
8/89
breytingar á afla landshlutanna,
þ.e.a.s. tekin til samanburðar árin
1983 og 1988. í töflu 4 og 5 er sett
fram ráðstöfun afla frá skipum
þessi ár. Tekið skal fram strax svo
ekki valdi misskilningi að tafla 4,
yfir ráðstöfun aflans 1983 er ekki
kórrétt. Eins og síðar er rakið er
sjófrysting þegar byrjuð á árinu
1983, þó í mjög litlum mæli,
útflutningur ísfisks í gámum er
einnig komin eitthvað á veg.
Nokkur þúsund tonn af ísfiski sem
flutt voru út í gámum eru inni í
tölum um landaðan afla erlendis.
Sömu þorskígiIdisstuðlar eru not-
aðir til útreiknings í töflum 4 og 5
og notaðar voru fyrr í greininni. Á
eftir verður hinsvegar settur fram
aflinn með magntölum, þegar
fjallað verður um helstu tegundir.
Ef lesendur bera saman þessar
tvær töflur reka þeir sjálfsagt fyrst
augun í helsta mismun milli þess-
ara ára, sem er sjófrystingin og
gámaútflutningurinn. Af sama
toga er önnur breyting sem minna
lætur yfir sér, en það er hve útgerð
virðist vera orðinn óháðari heima-
höfnum skipanna. Að vísu vega
uppsjávarfiskar og rækja þyngst i
löndunum utan heimahafnar og
aukinn afli þessarra tegunda hefur
þannig mest að segja í þessum
efnum. Þessi breyting er þó sama
marki brennd og sjófrysting og
gámaútflutningur. Aukin sam-
keppni innlendra fiskmarkaða og
umboðssala um fiskinn, er
smámsaman að breyta varanlega
vægi helstu greina íslensks sjávar-
útvegs, útgerðinni í hag. Kvóta-
kerfið er vafalaust helsta orsök
þessarra breytinga, en ýmsir þættu
hafa haft samverkandi áhrif í þessa
átt. Tengsl útgerðar og vinnslu
hafa ævinlega verið mikil °8
stærstur hluti flotans hefur ýmist
verið eigu fiskvinnslunar eða eign-
arhlutar í eigu sömu aðila. I4U
virðist margt benda til að þess|
bönd séu að rakna eða vaeg'
útgerðar og fiskvinnslu alltént að
breytast frá því sem áður var. Að
vísu gildir annað um sjófrysting-
ina, þar sem eðli málsins sam-
kvæmt verða tengsl vinnslu °8
veiða ekki rofin. Sennilegt verður
þó að telja að stjórnvöld leV'
útgerðinni ekki að ráðstafa fís
með fullkomlega frjálsum hætti-
Sem stendur að minnsta kosti er
íslensk fiskvinnsla ekki samkeppn'5
fær við erlenda um verð.
Innlend fiskvinnsla er og he u
verið vernduð á kostnað útgerðar
innar með hindrunum á útflutn
ingi ísfisks. Sú verndun er fólgin '
reglugerð um botnfiskveiðar, Pc1
segir að fiskur sem fluttur er sem
ísfiskur á erlenda markaði s u
Tafla 4 Ráðstöfun heildaraflans 1983. (í þorskígildum)
Heima- landanir Landað innanl. Sjófryst Landað erlendis Gáma fiskur Alls
Þorskur 239583 44451 0 9005 0 293039
Ýsa 54748 13566 0 4882 0 73196
Ufsi 25971 4059 0 1670 0 31700
Karfi 60604 6994 0 9162 0 76760
Steinbítur 6824 759 0 500 0 8083
Lúða 2370 516 0 256 0 3142
Grálúða 21120 2949 0 1489 0 25557
Skarkoli 6121 2051 0 1372 0 9543
Síld 7584 7445 0 0 0 15030
Loðna 1625 11761 0 0 0 13386
Humar 8748 4982 0 0 0 13730
Rækja 19495 10928 0 0 0 30422
Hörpudiskur 7659 860 0 0 0 8519
Annað 8098 986 0 915 0 9999
Samtals: 470550 112308 0 29251 0 612108
Tafla 5 Ráðstöfun heildaraflans 1988. (í þorskígildum)
Heima- landanir Landað innanl. Sjófryst Landað erlendis Gáma- fiskur Alls
Þorskur 237458 55329 36836 19256 27087 375966
Ýsa 26903 9105 3777 4629 16370 60785
Ufsi 27190 5646 3964 2628 2736 42164
Karfi 28399 6033 11060 9412 3894 58798
Steinbítur 6411 1604 127 331 1247 9720
Lúða 495 27 195 234 1175 2126
Grálúða 21644 4102 14691 1435 2222 44094
Skarkoli 6234 850 510 355 7810 15759
Síld 9170 14371 135 0 0 23678
Loðna 30089 55066 10 6020 0 91185
Humar 7260 4223 166 0 0 11650
Rækja 22400 20375 22841 0 0 65616
Hörpudiskur 5254 397 0 0 0 5651
Annað 8020 2056 1209 394 1125 12804
Samtals: 436927 179184 95522 44696 63666 819995